Tag Archives: Pöstin

Nýjar leiðir í Pöstunum

Síðastliðinn sunnudag klifruðum undirritaður, Gulli, Manuela og Robbi í Pöstunum undir Eyjafjöllum. Það væri þó ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að við hreinsuðum, boltuðum og klifruðum tvær nýjar leiðir.
Önnur leiðin liggur á horninu hægra megin (austan) við leiðina [i]Vippan[/i] og hefur fengið nafnið [i]Testósterón jóga[/i]. Erfiðleikinn er á bilinu 5.10a/b. Hin leiðin, [i]Hornafræði alþýðunnar[/i], er hægra megin (austan) við leiðina [i]Sóley[/i] og er ca. 5.9.

Síðastliðinn sunnudag klifruðum undirritaður, Gulli, Manuela og Robbi í Pöstunum undir Eyjafjöllum. Það væri þó ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að við hreinsuðum, boltuðum og klifruðum tvær nýjar leiðir.

Önnur leiðin liggur á horninu hægra megin (austan) við leiðina Vippan og hefur fengið nafnið Testósterón jóga. Erfiðleikinn er á bilinu 5.10a/b. Hin leiðin, Hornafræði alþýðunnar, er hægra megin (austan) við leiðina Sóley og er ca. 5.9.

Af sportklifri og Hnappavöllum..

HnappavallakortEflaust hafa þónokkrir velt fyrir sér hvaða leið sé í Pöstinni lengst til vinstri en nefnist hún Vippan og henni hefur verið gefin gráðan 5.11b. Kristín Martha Hákonardóttir á heiðurinn af boltun hennar.

Annars er vert að benda á nýtt fyrirkomulag kamars-, bolta- og tóftarsjóðs Hnappavalla. Nú er öllum þeim klifrurum sem ætla að nýta sér svæðið bent á að fjárfesta í Hnappavallakortinu.

Það fæst í Klifurhúsinu og kostar 1000 krónur. Einnig er hægt að greiða með millifærslu á reikning 111-26-503810 kt:410302-3810 Skýring: Kamar.

Meðfylgjandi er mynd af þessu glæsilega korti.

Nýir leiðarvísar

Leiðarvísar hafa verið gerðir af Skinnhúfuklettum og Pöstinni. Hægt er að sækja þá hér á Klifur.is.

Klifursvæðin eru bæði sportklifursvæði.

Einnig er rétt að benda á Leiðir flipann á síðunni. Þar getur þú sett inn klifurleiðir sem þú veist um. Ef klifursvæði vantar inn sendið þá upplýsingar um það á klifur@klifur.is.

Skip to toolbar