Hver sem er getur sett inn nýja klifurleið á Klifur.is*. Í þessari grein er farið í það skref fyrir skref hvernig þú setur inn klifurleið. Að lokum farið yfir nokkrar viðmiðunarreglur sem getur verið gott að hafa í huga þegar ný leið er skráð.
* Ef þú vilt setja inn efni sendu mér þá póst á jafetbjarkar@gmail.com og ég gef þér aðgang. Þurfti að auka öryggi á síðunni eftir að hún var hökkuð.
Setja inn klifurleið:
- Skrá sig inn (log in)
- Bæta við nýjum póst með því að smella á +New takkann (efst)
- Undir ‘Categories’ velur þú ‘Problem’
- BUG: Gætir þurft að refresh-a vafrann hér til að sjá allt
- Setja inn upplýsingar um leiðina
- Smella á Publish