Setja inn klifurleið

Hver sem er getur sett inn nýja klifurleið á Klifur.is*. Í þessari grein er farið í það skref fyrir skref hvernig þú setur inn klifurleið. Að lokum farið yfir nokkrar viðmiðunarreglur sem getur verið gott að hafa í huga þegar ný leið er skráð.

*  Ef þú vilt setja inn efni sendu mér þá póst á jafetbjarkar@gmail.com og ég gef þér aðgang. Þurfti að auka öryggi á síðunni eftir að hún var hökkuð.

Setja inn klifurleið:

  1. Skrá sig inn (log in)
  2. Bæta við nýjum póst með því að smella á +New takkann (efst)
  3. Undir ‘Categories’ velur þú ‘Problem’
    1. BUG: Gætir þurft að refresh-a vafrann hér til að sjá allt
  4. Setja inn upplýsingar um leiðina
  5. Smella á Publish

Nánari upplýsingar

Í efsta textadálkinn er sett inn lýsing á leiðinni. Þar má t.d. nefna ef leiðin er með sitjandi byrjun, hversu mörg augu eru í leiðinni, hvort hún hafi topp akkeri. Einnig má lýsa leiðinni sjálfri, hvernig bergið er, hvar hún byrjar og endar og kannski eitthvað skemmtilegt eins og sögu sem tengist leiðinni.

Eini reiturinn sem verður að fylla út þegar ný klifurleið er sett inn er ‘Crag’ (Klifursvæði) reiturinn. Ef klifursvæðið er ekki til þá þarf að setja það inn fyrst. (Bæta við leiðbeiningum…)

Í ‘Sector’ og ‘Stone’ reitina er hægt að setja inn nafn sectorsins eða númer steinsins. Í mörgum tilfellum á bara annað við eða hvorugt. Þá eru reitirnir skyldir eftir auðir.

First ascent er til að merkja þann sem klifrar leiðina fyrst. Ef sá sem klifraði leiðina fyrst er ekki notandi á Klifur.is þá er hægt að skrifa þetta í efsta textadálkinn.

Til að setja inn mynd er bara að smella á Add Image og draga bæta myndinni við Klifur.is myndasafnið. Hægt er að taka mynd af Klifur.is, bæta við klifurleiðinni og uploada henni aftur.

Hvernig set ég inn myndband?

Viðmiðunarreglur

Þegar klifurleið er teiknuð inn á mynd er gott að fylgja eftirfarandi reglum:

  • Línan byrjar þar sem fyrstu gripin eru
  • Sportklifur: Toppakkeri er merkt með punkt
  • Grjótglíma: Ef leið endar í miðjum klett, nota punkt í enda þar sem síðasta gripið er
  • Grjótglíma: Ef leið endar í top-out, línan heldur áfram alla leið upp (og ekki punktur)
  •  Ef bannað er að nota ákveðinn part af klettinum er það merkt með stóru X-i

Ef margar leiðir eru hlið við hlið er ágætt að teikna þær allar inn á sömu mynd með númerum og skrifa svo Leið X í byrjun lýsingar á leiðinni.

Dæmi

01
Top-out vs. enda í miðjum kletti
X = Bannað að nota O = Merktar hendur
X = Bannað að nota
O = Merktar hendur
Dæmi um sportklifur merkingar
Sportklifur merkingar.

Leave a Reply

Skip to toolbar