Tag Archives: Valdimar

Valdimar búlderar 8A

Valdimar Björnsson hefur klifrað búlderprobban Olivine og gefið honum gráðuna 8A. Leiðin er staðsett á Hnappavöllum og gerir þetta hana að einum af erfiðustu búlderprobbum Íslands. Á 8A prófílnum sínum segir hann: “8A vegna þess að það tòk mig àr að klàra hann og með um 100 tilraunir.” ,og þar sem Valdi er nú þekktur fyrir að klifra hluti frekar fljótt og auðveldlega er deginum ljósara að þessi leið er í erfiðari kantinum.

Heiðmerkur búlder

Heiðmörk is a forestry and nature reserve close to Elliðavatn east of Reykjavik. This area´s the largest outdoor recreation in the vicinity of the city, about 32 square kilometers. Almost 90% of the area is sparsely vegetated land, of which about 20% of cultivated forests and 20% wild birch woods and scrub.

The bouldering there is on good solid rock and has ok landings. The cliffs are formed in a fault zone which stretches from the same fissure swarm as in Krýsuvík on the reykjanes peninsula. There is also a camping place there in hjallaflatir and its the only camping spot in heiðmörk. Also, about 80 meters right of hjallabumban there is another cliff that has one highball called Laumufarþegi and a travers named Innskotið. To the left about 100 meters there is a nice travers called flatahliðrun and its about 6c.

Leiðir:
Hársbreidd 7a+
Great balls of fire 6b+
Hjallabumban 6a

Föðurlandið sigrað

Valdimar Björnsson klifraði leiðina Föðurlandið núna fyrr í mánuðnum. Leiðin var boltuð af Jósef og Kristjáni fyrir tveimur árum en hefur verið opið verkefni síðan. Margir af bestu klifrurum landsins spreytt sig á því en engum tekist ætlunarverkið. Leiðin er í Hádegishamri sem er nyrsta klettabeltið á Hnappavöllum. Segja má að leiðin einkennist af nokkrum afar erfiðum hreyfingum og minnir frekar á erfiða grjótglímuþraut – leiðin telur ekki nema 12 metra. Valdimar hyggur að leiðin sé líklega 5.13c eða 5.13d.

Annað sem helst er í fréttum frá Hnappavöllum er að í Hádegishamri eru núna komnar 7 nýjar leiðir. Ekki er vitað um nákvæmar gráður og nöfn á leiðunum en þær eru á bilinu 5.4-5.10c. Kjörið að ná einni góðri ferð austur áður en veturinn gengur í garð og máta sig í þessar.

Sumar & klifur

Nú er mann aldeilis farið að lengja í sumarið og ef segja má, þá er nú stutt í að það fari að vora. Já, við vitum það öll að vorið er rétt handan við hornið, vorið er í loftinu.

Yfirleitt er útiklifurtíðin byrjuð þegar páskafríið hefst. Nú er það líka víst að ef maður virkilega vill komast í útiklifur þá er það hægt, svo snemma sem í mars. Ef ég segi sjálfur frá þá var ein besta helgin sem ég hef átt á Hnappavöllum einnmit í mars. Allt var á kafi í snjó en sólin var uppi, það var heiðskírt og logn. Þessir aðstæður voru einstakar fyrir gott klifur.

Nú er mann aldeilis farið að lengja í sumarið og ef segja má, þá er nú stutt í að það fari að vora. Já, við vitum það öll að vorið er rétt handan við hornið, vorið er í loftinu.

Yfirleitt er útiklifurtíðin byrjuð þegar páskafríið hefst. Nú er það líka víst að ef maður virkilega vill komast í útiklifur þá er það hægt, svo snemma sem í mars. Ef ég segi sjálfur frá þá var ein besta helgin sem ég hef átt á Hnappavöllum einnmit í mars. Allt var á kafi í snjó en sólin var uppi, það var heiðskírt og logn. Þessir aðstæður voru einstakar fyrir gott klifur.

Það verður spennandi að sjá hvernig menn skipuleggja ferðir sínar þetta sumarið enda er eldsneytisverð hátt. Góð lausn er að fylla alltaf bílinn af fólki og kaupa kvöldmatinn saman sem hópur. Það eru rúmir 350 km aðra leið á Hnappavelli frá Reykjavík sem samsvarar um 700 km báðar leiðir. Miðað við núverandi verð á 95 octan bensíni myndi það kosta bíl sem eyðir 7 lítrum á hundraði u.þ.b. 11.200 krónur. Með því að deila bensín kostnaði niðar á fjóra gera þetta um 2800 krónur á mann.

Nú borða allir eðal mat á Hnappavöllum, allt annað en eðal matur myndi líklega hafa neikvæða áhrif á klifrið hjá manni. Segjum að þú kaupir mat fyrir tvö til þrjú þúsund kall og leggur það saman við bensín verðið þá myndi Hnappavallaferðin kosta þig rúmlega fimm til sex þúsund krónur.

Þetta er ekki svo slæmt. Hvernig myndir þú verðsetja ferð á Hnappavelli, sem veitir þér tvo fulla daga af hetju klifri, ef verður leyfir 😉 og tvo og hálfan dag með klifurvinum og félögum þínum. Eru fimm til sex þúsund krónur þá of miklir peningar?

En hvað um það! Það eru margar sportleiðir sem bíða eftir mönnum og einnig er fullt af grjótglímu probbum, sem hafa beðið allan veturinn eftir að komast í snertingu við okkur enn og aftur.

Það eru ansi margir með sín eigin prójekt og hafa unnið stíft í allan vetur til þess að ná markmiðum sínum nú í sumar.

Í stuttu máli þá verður mjög spennandi að sjá árangurinn hjá mönnum eftir sumarið og miðað við það hversu sterkir margir hafa orðið á síðastliðnu ári þá verður haustið sérlega fréttnæmt.

Svo smellti ég saman stuttu myndbandi frá ýmsum leiðum á Hnappavöllum og Jósepsdal til þess að gera biðina eftir sumrinu styttri 🙂

Félagarnir í Kjuge

Benjamin Mokri setti saman video frá ferð sem hann fór með Valdimar Björnsson til Kjuge í Svíþjóð í september, 2010. Valdi hitti Benjamin heima hjá honum í Kaupmannahöfn og svo keyrðu þeir yfir í Kjuge þar sem þeir klifruðu í tvo daga.

Valdimar segir að svæðið hafi verið miklu betra en hann átti von á og stefnir á að fara þangað aftur í apríl næstkomandi.

Bræður í Siurana

Valdi í Photo-shoot 8b

Friction is  coming!Valdi og Kjartan, Björnssynir héldu til Siurana í rúmlega mánuð og eru nýkomnir heim.  Strákarnir klifruðu í Siurana, Margalef, St.Lynia og Terradets.  Valdi hélt út til Cataluníu þar sem ein bestu klifursvæði í heiminum er að finna.  Þar klifraða hann einn í viku í Siurana, þar sem hann boulderaði (fyrstur Íslendinga?) á sportklifursvæðinu Siurana (hahaha).

Hér má finna boulderklippu frá Siurana.

Kjartan fann svo bróður sinn í Cataluníu og klifruðu þeir saman á ofantöldum klifursvæðum.  Þar hittu þeir marga skemmtilega klifrara, þar á meðal Dave Graham,  sem þeir lærðu mikið af.  Klifurfriction var með besta móti segja þeir, ,,kalt var í veðri allan tímann, það voru bara fjórir dagar sem ég var ekki í ullarnærfötunum”, segir Valdi.

Leiðir sem strákarnir klifruðu má finna á www.8a.nu

Svo fer maður í search og leitar af Kjartan og Valdimar.

Töffarar!

Skip to toolbar