Setja inn myndband með klifurleið

Það er mjög flott að geta skoðað klifurleið og séð myndband af klifurleiðinni klifraðri á sama stað. Felst myndböndin eru samt þannig að það eru klifraðar nokkrar leiðir í hverju myndbandi. Þannig að til að sjá klifurleiðina klifraða þarf að fara í myndbandið og leita af staðnum þar sem leiðin er klifruð, sem er smá vesen. Það er samt til “næstum” fullkomin lausn við þessum vanda.

Þegar við setjum inn myndband finnum við “embed” kóðann með því að fara í Share -> Embed. Við fáum þá kóðann sem lýtur út einhvern vegin svona:

YOUTUBE: 
<iframe width="853" height="480" src="//www.youtube.com/embed/r_tDFYoiL9Y" frameborder="0" allowfullscreen></iframe>

VIMEO:
<iframe src="//player.vimeo.com/video/71130771" width="500" height="281" frameborder="0" webkitallowfullscreen mozallowfullscreen allowfullscreen></iframe>

Til að setja myndband inn á Klifur.is er bara að skella þessum kóða inn í grein og þetta bara virkar*.  En það sem er virkilega töff er að það er hægt að setja inn hvenær þú vilt að myndbandið byrji að spila.

Til að breyta byrjunarstaðsetningunni þurfum við að finna slóðina á myndbandið í embed kóðanum. Fyrir YouTube kóðan hér að ofan er það:

src="//www.youtube.com/embed/r_tDFYoiL9Y"

Src stendur fyrir source og slóðin er sett inn í “gæsalappir”. Það eina sem þarf að gera er að bæta við ?start=100 aftan við slóðina. Myndbandið myndi þá byrja að spila 100 sekúntur inn í myndbandið. Embed kóðinn myndi þá lýta út svona:

<iframe width="853" height="480" src="//www.youtube.com/embed/r_tDFYoiL9Y?start=100" frameborder="0" allowfullscreen></iframe>

Fyrir Vimeo er þetta mjög svipað nema í staðin fyrir ?start=100 er sett #t=1m40s.

<iframe src="//player.vimeo.com/video/71130771#t=1m40s" width="500" height="281" frameborder="0" webkitallowfullscreen mozallowfullscreen allowfullscreen></iframe>

Ókosturinn við Vimeo er að þegar sett er inn ákveðinn byrjunartíma þá fer myndbandið alltaf í “autoplay” þannig að það byrjar að spila um leið og síðan hefur verið hlaðin. Þetta verður kannski lagað einhvern tímann en samkvæmt starfsmanni Vimeo er ekki áhersla lögð á það.

Og hér sjáum við afraksturinn:

*Ef við ætlum að setja inn myndbandi í grein eins og er gert hér fyrir ofan þarf að fara í “Text” flipann við hliðina á “Visual” flipanum. Ef kóðinn er settur inn í “Visual” sjáum við kóðann en ekki myndbandið.

Leave a Reply

Skip to toolbar