Hnappavellir Boulder er til

kominn_utKlifurhandbókin Hnappavellir Boulder er loks komin út. Þetta er þriðji grjótglímu leiðarvísirinn í þessari handbókaseríu. Bókin er græn að þessu sinni og hefur þetta aldrei verið betra, bókin er þykkari, inniheldur fullt af leiðum og allar myndir eru í lit. Þvílík snilld.

Í Hnappavellir Boulder eru 140 klifurleiðir á Hnappavallahömrum og Salthöfða.

Leiðarvísirinn fæst í Klifurhúsinu á 1800 krónur.

Valshamar.is

Ný heimasíða hefur verið sett upp en hún heitir valshamar.is. Þar getur þú séð veðurspá fyrir svæðið og vefmyndavél sem uppfærist á 5 mínútna fresti.

Á síðunni er hægt að sækja leiðarvísinn fyrir klifursvæðið og einnig myndir af klettunum í hárri upplausn með sportklifurleiðunum merktum.

(Takk Hákon Gíslason)

Hanging Rock

This little place is on the Reykjanes peninsula. Located about 20 minutes from the airport. Basalt and exposed. Used to be forbidden to go there due to the army base but some years ago the restrictions were lifted and we the monkeys could go there without being kicked out of the area.

The first guys to boulder there are Stefán steinar and Björn baldursson.

The name of the boulders are: Heræfing, 5c. Futurama, 7a and Ökuniðingur, 7b.

Many thanks to friends and family for helping out with the making of this clip.

450 metrar, takk fyrir!

heroes2Ný klifurleið hefur verið opnuð á Vestrahorni og er hún 450 metrar á hæð. Leiðin sem hlaut nafnið Boreal er 11 spannir og er sú erfiðasta 5.7.

Það voru Snævarr Guðmundsson og Guðjón Snær Steindórsson sem settu upp leiðina en þetta er önnur leið þeirra félaga á Vestrahorni. Verið viss um að gefa þeim klapp á bakið fyrir frábært afrek.

Boreal hefur verið í vinnslu síðustu 2-3 ár og er hún nú full boltuð og klár.

Andri og Egill í Jósepsdal

Rakst á þetta 10 mánaða gamla myndband á Vimeo síðunni hans Andra. Andri, skammastu þín fyrir að pósta þessu ekki á Klifur.is!

Texti með myndbandi:
A short and simple video from a trip I and my friend Egill went on to Jósepsdalur, a bouldering area close to Reykjavík, Iceland.

We managed to open 2 new boulderproblems on this trip, Svifflugan and Mikið mál fyrir Jón Pál. The later one is an elimination of a previously climbed problem called Ekkert mál fyrir Jón Pál. All the problems in this video were climbed by the both of us.

Í Jósepsdalnum

Eitt af félögunum Valda og Kristó að pumpa byssurnar í Jósepsdalnum. Þeir klifra þrjár klassískar Jósepsdals leiðir og þar að auki 2 nýjar leiðir, Lanos Panos og Analsugan Vol 3 og 1/2. Mission fyrir sumarið?

Leiðir klifraðar:

  • Hallamálið 6c
  • Ekker mál fyrir Jón Pál 7a
  • Lanos Panos 7a
  • Draumadísin 6c+
  • Analsugan Vol 3 og 1/2 7a

East-Side Part 2

Part two of this short bouldering series. Vestrahorn and hnappavellir are located on the south east coast line here in iceland. A good summer destination if your looking for a place to travel to for climbing during june to august. You know, if you have a connecting flight in keflavik airport then by extending your stay here by just a couple of days and climbing here will not give you any regrets 😉

Annar kafli sem sýnir meira af grjótglímu sem vestrahorn og hnappavellir innihalda. Það er svo míkið sem hægt er að gera þarna í skriðum og fjörum vestrahorns, þú munt ekki sjá eftir því að renna við þótt maður þarf að bruna framhjá hnappavöllum.

Peace.

Hetjur gleymast aldrei

Wolfgang GüllichÍ dag, 31.ágúst 2012, eru liðin 20 ár frá því að klifurgoðsögnin Wolfgang Güllich dó. Güllich var hvað þekktastur fyrir djörf “free solo” sín, en hann var einnig mikill frumkvöðull a sviði sportklifurs.

Güllich á heiðurinn af fjöldanum öllum af erfiðum leiðum og var hann til að mynda fyrstur til að klifra leiðir af gráðunum 8b (1984), 8b+ (1985), 8c (1987) og 9a (1991). Þekktasta klifurafrek hans er almennt talið vera leiðin Action Directe 9a í Frankenjura, en til að klifra hana þróaði hann sérstaka æfingatækni sem í dag gengur undir heitinu Campus. Leiðin er enn þann dag í dag talin vera í hópi erfiðustu leiða heims.

Güllich og StalloneHann fékk hlutverk í kvikmyndinni Cliffhanger sem áhættuleikari Sylvester Stallone þar sem hann framkvæmdi klifuratriði myndarinnar.

Wolfgang Güllich lést 31 árs að aldri af völdum bílslyss í Þýskalandi.

Valdimar búlderar 8A

Valdimar Björnsson hefur klifrað búlderprobban Olivine og gefið honum gráðuna 8A. Leiðin er staðsett á Hnappavöllum og gerir þetta hana að einum af erfiðustu búlderprobbum Íslands. Á 8A prófílnum sínum segir hann: “8A vegna þess að það tòk mig àr að klàra hann og með um 100 tilraunir.” ,og þar sem Valdi er nú þekktur fyrir að klifra hluti frekar fljótt og auðveldlega er deginum ljósara að þessi leið er í erfiðari kantinum.

Heiðmerkur búlder

Heiðmörk is a forestry and nature reserve close to Elliðavatn east of Reykjavik. This area´s the largest outdoor recreation in the vicinity of the city, about 32 square kilometers. Almost 90% of the area is sparsely vegetated land, of which about 20% of cultivated forests and 20% wild birch woods and scrub.

The bouldering there is on good solid rock and has ok landings. The cliffs are formed in a fault zone which stretches from the same fissure swarm as in Krýsuvík on the reykjanes peninsula. There is also a camping place there in hjallaflatir and its the only camping spot in heiðmörk. Also, about 80 meters right of hjallabumban there is another cliff that has one highball called Laumufarþegi and a travers named Innskotið. To the left about 100 meters there is a nice travers called flatahliðrun and its about 6c.

Leiðir:
Hársbreidd 7a+
Great balls of fire 6b+
Hjallabumban 6a

Tungufell

Nýtt klifursvæði hefur bæst í hóp klifursvæða á Klifur.is. Svæðið heitir Tungufell og er staðsett á Snæfellsnesi. Svæðið er um 300-400 metra langt stuðlabergs klettabelti með klettum sem eru um 10 metra háir. Tungufell svipar mikið til Gerðubergs sem er í rúmlega 50 kílómetra fjarlægð.

Texti og myndir eru frá Leifi Harðarsyni.

Skip to toolbar