Tungufell

Nýtt klifursvæði hefur bæst í hóp klifursvæða á Klifur.is. Svæðið heitir Tungufell og er staðsett á Snæfellsnesi. Svæðið er um 300-400 metra langt stuðlabergs klettabelti með klettum sem eru um 10 metra háir. Tungufell svipar mikið til Gerðubergs sem er í rúmlega 50 kílómetra fjarlægð.

Texti og myndir eru frá Leifi Harðarsyni.

Nýjar leiðir í Pöstunum

Síðastliðinn sunnudag klifruðum undirritaður, Gulli, Manuela og Robbi í Pöstunum undir Eyjafjöllum. Það væri þó ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að við hreinsuðum, boltuðum og klifruðum tvær nýjar leiðir.
Önnur leiðin liggur á horninu hægra megin (austan) við leiðina [i]Vippan[/i] og hefur fengið nafnið [i]Testósterón jóga[/i]. Erfiðleikinn er á bilinu 5.10a/b. Hin leiðin, [i]Hornafræði alþýðunnar[/i], er hægra megin (austan) við leiðina [i]Sóley[/i] og er ca. 5.9.

Síðastliðinn sunnudag klifruðum undirritaður, Gulli, Manuela og Robbi í Pöstunum undir Eyjafjöllum. Það væri þó ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að við hreinsuðum, boltuðum og klifruðum tvær nýjar leiðir.

Önnur leiðin liggur á horninu hægra megin (austan) við leiðina Vippan og hefur fengið nafnið Testósterón jóga. Erfiðleikinn er á bilinu 5.10a/b. Hin leiðin, Hornafræði alþýðunnar, er hægra megin (austan) við leiðina Sóley og er ca. 5.9.

Vestrahorn

We took a road trip to this place last summer and the two day bouldering session turned out to be more than we expected!

This place offers great bouldering and if you dont want to go there just to climb boulders then you have trad and sport multipitch cliffs to treat your nerves with.

Vestrahorn is the biggest Gabbro intrusion in iceland.

Leiðir:
Mr. X 6b
Kjarra dyno 6b+
Svartbakur 7c
Two against nature 7b
Grjót löndun 7b

Skoðunarferð í Akrafjallið

Klifrað var á grjótglímusvæði við rætur Akrafjalls um helgina. Lítið hefur verið klifrað á svæðinu og voru margar nýjar leiðir klifraðar, þar á meðal Besta leiðin 6c, sem þykir vera mjög skemmtileg. Nýju leiðirnar hafa þegar verið settar inn á Klifur.is.

Nokkuð var um mosa á óklifruðum leiðum og var þess vegna gott að hafa með sér góðan vírbursta til að hreinsa hann í burtu.

Klifursvæðið var auðvelt að finna þar sem það er á fyrstu klettunum sem komið er að þegar ekið er upp að fjallinu. Eftir að hafa klifrað í nokkurn tíma ákvað hópurinn að ganga aðeins um svæðið og athuga hvort meira klifur væri á svæðinu. Þegar horft er yfir svæðið sér maður að þarna er heill hellingur af klettum en þó fannst ekki mikið af klifurleiðum í þessum göngutúr sem var frekar svekkjandi.

Enginn af gestunum höfðu áður klifrað á klifursvæðinu og voru allir ánægðir með daginn og ánægðir með svæðið þó að ekki hafi fundist mikið klifur ofar í brekkunum. Ekki er þó öll von úti því göngutúrinn náði engan veginn að klára allt svæðið og er alveg óhætt að mæla með þessu svæði.

Kjuge

Ég og Kristó fórum til Kjuge í Október, Kristó hringi í mig einn daginn og spurði hvort að ég væri ekki til í að kaupa miða handa okkur út, og ég var til.

Við skipulögðum ferðina ekki neitt, keyptum bara miða til Kaupmannahafnar og ákváðum að hitta Ben úti. Við létum hann vita einum mánuði áður en við fórum út og gleymdum að heyra í honum aftur, En það virkaði og hann sótti okkur á húsbíl dauðans og við keyrðum beint til kjuge.

Klifrið var geðveikt og ben var með okkur fyrstu vikuna og lánaði okkur svo bílinn á meðan að hann tók lest heim til köben, eftir eina viku vorum við uppiskroppa með umræðuefni á kvöldin og vorum að sturlast, það endaði á því að við keyptum okkur MAXI JATSI fyrir restina af peningunum okkar og daginn eftir gátum við ekki beðið eftir því að fara í húsbílinn að spila, hugsuðum ekki annað allan klifurdaginn.

Eftir kvöldmatinn hentum við öllu af mataborðinu og ætluðum að fara að spila, nema hvað , við kunnum ekki reglurnar og eftir að hafa lesið jatsi reglur á finnsku í tvo tíma hringdum við til íslands og spurðum.

Klifrið þarna var unaðslega bratt og góð grip, beitt og kristallakantar, fullt af háum leiðum og vondum lendingum og nokkrum góðum.

Besta við þetta svæði er hvað það er stutt í alla steinana og upphituðu klósettin.

Ben kom til okkar aftur og síðan bættust Hauksi og félagar í hópinn og klifruðu með okkur.

Það var fullkomið að vera í Kjuge, með húsbíl á bílastæðinu og búldera í bakgarðinum. Við vorum eins og prestar í hóruhúsi fyrstu tíu klifurdaganna, vissum ekki í hvorn fótinn við áttum að stíga eða hvaða búldera við áttum að klifra. En á næstseinasta klifurdeginum í rigningu fundum við hinn fullkomna búlderstein. Það var ekki seinna vænna að komast í hann og augljóst að þangað þurfum við að kíkja aftur áður en yfir líkur.

Allt í allt var ferðin algjör snilld (fyrir mig kristó) þar sem Hjalti borgaði ferðina yyyeeehhhaaaaaaaaa!

Afrek ferðarinnar:
1) Að læra MAXI JATSI sem er einskonar Jatsi 3000+
2) Að fara á German Cave Rave. Dudududnududu, Dunudududnudu!
3) Að kynnast frábæru útvarpsmenningu Svíþjóðar
4) Læra hina ýmsu mismunandi Bragarhætti í vísnagerð.
5) Að komast burt frá svartasta skammdeginu í unaðsbúldera í Svíþjóð

17. april ’09

Það var 17. april, sumsé 20 ára afmælið mitt! Ég og Eyþór ákváðum því að kíkja inn í Jósepsdal og rokka feitt. Við fórum á Skoda-num hans eftir skóla og viti menn, það var að sjálfsögðu gott veður þegar inn var komið. Við byrjuðum á einstæðingi og færðum okkur síðan lengra upp í brekku þar sem við hittum Jafet sem hafði labbað yfir fjallið og var að koma niður brekkuna 😛

Við hituðum örlítið betur upp og síðan fór Eyþór nokkrar ferðir í Draumadísinni (7a+) og Jafet sýndi okkur nýja leið sem Eyþór fór síðan og var hún nefnd Flengdi apinn.

Góður dagur í góðum aðstæðum!

Skoðunarferð í Búhamra

Ég, Elmar og Valdi skelltum okkur eldsnemma í skoðunarferð í Búhamra. Veðrið var alveg frábært fyrir utan smá vind sem var um 20 m/s.

Niðurstöður könnunarferðar: Svæðið er ekkert svakalega spennandi, steinarnir eru ekki margir, ekki margar leiðir, mikið slabb og vondar lendingar. Það væri nú samt alveg gaman að kíkja þangað einhvern tímann á góðum sumardegi.

24. april ’09

Það var föstudagur og ég var að vinna í KH. Fréttir bárust líkt og eldur í sinu að Eyþór og Heiðar ætluðu í Jósepsdal fyrripart seinniparts dagsins. Ég æstist auðvitað upp en var að vinna og gat því ekki komið fyrr en eftir vinnu. Strákarnir skelltu sér í dalinn og áttu stórfínan dag. Þeir komu síðan aftur í bæinn þegar ég var búinn í vinnunni, náðum í nokkra kalda og við skelltum okkur á Hlölla og síðan í dalinn. Þegar þangað var komið hreiðruðum við um okkur í hellinum og sváfum þar. Þetta var mikil upplifun fyrir borgarbarnið Heiðar sem hafði aldrei séð jafn mikið af störnum á æfinni og vissi heldur ekki að gerfitung færu eins hratt og þaug gerðu. Ég haf sjaldan sofið jafn vel og við vöknuðum endurnærðir daginn eftir í glaða sólskini og spakasta góðviðri.

Dagurinn byrjaði á smá morgunmat og Kristó sem hafði verið eilítið slappur í tánni daginn áður (það má segja að táin á honum hafi verið eins og skemt slátur..) byrtist hress og kátur á slaginu 11:00. Aðspurður um hvernig táin sagði hann “ég reddaði þessu heima í gær” og fóru ekki fleiri sögur af þeim lækningum.

Við hituðum upp og byrjuðum að hjakkast í Draumadísinni 7a+, Heiðar og Eyþór fóru hana leikandi og má þess geta að þetta var fyrsta 7a+ leiðin hans Heiðars og þar með var hann búinn að ná sumarmarkmiði sínu. Kristó bjó síðan til nýja leið við hliðina á Draumadísinni, beint upp face-ið, var hún nefnd Aldrei tæpur vegna þess hve Kristó var óvenju stöðugur á leiðinni upp.

Þar næst færðum við okkur í stein örlítið neðar í brekkunni og lögðum grunninn af tveim nýum leiðum og ég afrekaði einhverja 6a+/6b leið.

Kristó kórónaði síðan daginn með því að sína okkur hvernig er að vera ekki aumingi og fór 7b+ í efsta steinunum í brekkunni.

Eftir það fengum við okkur vel að éta og héldum síðan heim og á American Style.

Skip to toolbar