Geldinganes

Geldinganes er nær því að vera eyja heldur en nes. Fyrst þá tengdist Geldinganes aðeins landi á fjöru, svipað og Grótta, en í seinni tíð var ákveðið að breikka eiðið til að það væri fært bílum allan sólarhringinn. Nesið hefur verið notað í marga hluti. Fyrst var nesið notað til að ala geldsauði fyrir fálkarækt, síðan var nesið notað fyrir hrossarækt og síðan var búin til stærðarinnar grjótnáma á suðvestur horni nesins og höfn til að þjónusta námuna. Það er einmitt í þessari námu sem grjótglímuleiðirnar eru.

Sem stendur eru um 15 leiðir í námunni, sennilega hægt að finna nokkrar í viðbót. Leiðirnar á svæðinu eru í léttari kantinum og eru fínasta skemmtun í eina kvöldstund eða svo í frábæru umhverfi. Frá höfninni er gott útsýni yfir Reykjavík og Viðey.

Gefinn var út lítill leiðarvísir fyrir svæðið, hann má skoða hér.

Steinn 1

1. Scruffy the janitor – 5b
2. Törtless – 5b

Steinn 2

1. Fenj – 6a+
2. Around the world in 18 moves – 6b/+
3. Mýrarsporið – 6a
4. Hraðar hægðir – 5c
5. Power drill practice – 5c

Steinn 3

1. Spliff – 5b
2. Donk – 6a+
3. Gengja – 5c+

Steinn 4

1. Can’t touch this – 5a/+
2. Slurp – 5a+
3. Göltur – 6a+
4. Lúdó – 6b
5. Project – 7b?
6. Rósmarín – 5c+/6a

Directions

Keyrt er upp í Grafarvog, fram hjá stóru myndastyttusafni og út á eiðið sem tengir Geldinganes við land. Eins og er þarf að skilja bíla eftir á eiðinu því að Geldinganesinu hefur verið lokað fyrir umferð. Á nesinu sjálfu liggur vegur alla leið niður í gamla námu á suðvestur horni nesins.

Map

Comments

  1. Er þetta svæði þess virði að viðhalda? Fór þarna einu sinni og var ekki alvega að skilja þetta. Kannski hefur eitthvað breyst. Hvað finnst ykkur?

  2. Þarf að viðhalda einhverju? Er ekki bara fínt að láta þetta hanga inni, fínasta kvöldstund að kíkja á þetta þó svo að þetta sé ekkert Vestrahorn Suðvestur hornsins.

Leave a Reply

Skip to toolbar