Kverkfjöll

Á svæðinu norðan Vatnajökuls er talsvert af góðu og föstu bergi. Hér væru talsvert fleiri klifurleiðir skráðar ef að svæðið væri nær byggð og veðurfar mildara á svæðinu.

Í næsta nágreni við Kverkfjöll er vinsæli viðkomustaðurinn Stuðlagil, sem að sennilega býður upp á fínasta dótaklifur.

Gefinn var út lítill leiðarvísir um grjótglímu í Kverkfjöllum árið 2016 og telur hann um 34 leiðir.

Klifursvæði Kverkfjalla

  1. Gíslagil
  2. Þórhallsklettar
  3. Skýjaborgir
  4. Kotbóndasæla
  5. Steinvölugil

Annað á svæðinu

  • a. Sigurðarskáli
  • b. Vegur að Kverkjökli
  • c. Þórhallsstígur
  • d. Völustígur

1. Gíslagil

Það var frítt föruneyti sem lagði leið sína í Kverkfjöll í byrjun sumars 2016. Hingað komu, að undanskildum höfundi, Sólveig Rún Samúelsdóttir skálavörður, Þórhallur Þorsteinsson ráðherra Kverkfjalla, konan hans Dagný og vinafólk þeirra; Magnús, Jóhanna og Ingjaldur. Með Ingjaldi var svo aðal fógeti svæðisins, 5 ára sonur hans, Gísli. Gísli lagði aldeilis fyrir okkur línurnar hér á svæðinu, kynnti mér fyrir ýmsum hellum og kenndi mér að klifra upp á Himnaríki (Matarkompa Sigurðarskála). Þetta fyrsta svæði Kverkfjalla er því nefnt honum til heiðurs. Lækurinn sem rennur meðfram Sigurðarskála liggur úr Gíslagili og er aðkoman 5 min. Gíslagil skiptist í 3 rennur, fyrsta frá vinstri er sá kafli sem lækurinn fossar niður úr. Þar var von að klifra í klettum vinstra megin við ánna en þeir reyndust byrja af þunnri snjóbrú. Því var leitað af sárabótum hægra megin við lækinn. Þar finnast leiðirnar Sárabót og Hává. Í næstu rennu til hægri má finna 2 leiðir í litlu þaki en þar fyrir ofan fannst við klifrið stærsti klasi af Tröllaskeggi sem sést hefur í Kverkfjöllum. Í næstu rennu er svo að finna lengstu leiðina á svæðinu, Heavens to Mergatroid. Það er 25m löng traversa í nærri stöðugu yfirhangi og fær því sportklifurgráðu. Bergið er mjög mismunandi eftir rennunum og því enginn einkennandi stíll á svæðinu en allar leiðirnar byrja sitjandi og enda á toppnum.

1. Sárabót – 5b
2. Hává – 5c

1. Tröllkarl -5c
2. Trölskessa – 5c
3. Heavens to Megatroid – 6b+
4. Heavens to Megatroid alt. exit – 6b

2. Þórhallsklettar

Þórhallsklettar eru þeir fyrstu sem komið er að þegar gengið er frá Sigurðarskála eftir Þórhallsstíg í átt að Kverkjökli. Ef gengið hefur verið í meira en korter þá hefur viðkomandi gengið of langt eða er orðinn verulega villtur. Þórhallsklettar eru það svæði sem fyrst var þróað til klifurs í Kverkfjöllum. Leiðirnar héru eru almennt frekar lágvaxnar (á bilinu 1.5m-3m á hæð) og eru lendingarnar eins og best verður á kosið. Bergið hér er einnig ansi gott en ber þó að athuga að laust grjót er að finna í leiðunum Upptyppingur og Niðurtyppingur. Einnig er upphitunarveggurinn við upphaf svæðisins (lesist frá vinstri til hægri) laus í sér. Leiðirnar eru flestar í auðveldari kantinum en sökum hæðar klettana þá er oft tekið skýrt fram hvar klifrarar eigi að byrja með hendurnar. Eins og annarsstaðar er búist við að leiðirnar séu byrjaðar sitjandi og endi á toppi klettana. Áhugaverð lag – skipting hraunsins í Þórhallsklettum veldur því að megin erfiðleikarnir eru að finna í neðri hluta leiðanna.

1. Sippin on gin and juice – 5a
2. Aumingja Rauður – 5c+
3. Upptryppingur – 5b
4. Niðurtryppingur – 5a

1. Himnaríki Sigurðar – 6a+
2. Eldhús Dagnýjar – 5b+
3. Nei-jarskemman – 5c+

3. Skýjaborgir

Eftir að gengið hefur verið framhjá Þórhallsklettum opnast fljótlega upp annað klettabelti til austurs (vinstri, ef gengið er frá Sigurðarskála). Þetta eru Ský – jaborgir. Svæðið er mjög stórt og býður upp á helling af probbum en hefur ekki verið mikið þróað. Stór hluti af því gengur upp úr sillu og er því nokkuð varasamt en restin er flest frekar lágreist. Skýjaborgir teygja sig langt til austurs og fyrir endanum er glæsilegt þak og má finna þar marga góða probba. Einungis hefur ein leið verið kláruð þar sem nefnist Biff one’s a banger. Þakið er lengi blautt eftir rigningu og bergið mjög beitt. Nær stígnum finnast fleiri gæðaleiðir eins og Skúmasprun – gan, Gullfoss og Aspartam. Þetta svæði geymir flestar þakleiðir Kverkfjalla en vert er að nefna að bergið í þökunum er oft á tíðum laust og ber að fara þar með varúð.

1. Wahwah – 5b

1. Rapesan – 5c+
2. Aspartam – 6a+
3. Fenýlalanín – 5c+
4. Skúmasprunga – 5b+

1. V – 5c+
2. Gullfoss – 5c+
3. Biff one’s a banger – 6b+

4. Kotbóndasæla

Kotbóndasæla er eitt magnaðasta svæði Kverkfjalla. Þegar Þórhallsstígur beygir vestur frá Skýjaborgum er horft ofan í lítið gil og ef göngumaður yfirgefur stiginn og fylgir því þá opnast það út að Dyngjujökli og sjást fjölmörg stór grettistök á víðavangi. Þessir klettar eru með þeim stærri og tignarlegri sem finnast á Kverk – fjallasvæðinu. Þeir hafa þó veðrast illa í aldanna rás og eru margir gífurlega sprungnir. Það sem eftir stendur er blanda af beittu og nokkuð abstrakt bergi sem gefur af sér stórskemmtilegt klifur. Ólíkt þeim svæðum sem á undan hafa komið þá hefur veðrun ollið því að þessir klettar eiga það til að vera með nokkuð laust top out sem ber að hafa í huga áður en lagt er í þá. Einning snúa sumar leiðir hér mót-veðurs og fara því upp hliðar þaktar fléttum og mosa. Í þjóðgarðinum ber jafnvel að huga að minnsta lífríkinu sem og því stærsta og því skal vanda valið í gripum og fótstigum (Pís át landverðir!). Útlistun leiða á þessu svæði er ekki frá stíg og út eins og áður hefur komið heldur öfugt. Fyrst kom ég að svæðinu frá veginum og því eru fyrstu leiðirnar skráðar þaðan. Svæðið sést greinilega frá veginum og hægt er að leggja þar í ýmsum útskotum (Alls ekki utan vega!).

1. Brauð í bobba – 5b
2. Hrærikista – 5a
3. Eina köngulóin í Kverkfjöllum – 5b

1. Sveðja – 5c+
2. Vasahnífur – 5a
3. Pilsner – 5b
4. Egils Gull – 6b+

1. Töff tuft – 6b+
2. Fjalla Eyvindur – 5c+

5. Steinvölugil

Síðast en ekki síst er komið að Steinvölugili. Svæðið skiptist í tvennt eins og er en hér er heilmikið eftir óskoðað. Til dæmis er nyrsta gilið algjörlega ósnert en býður upp á þó nokkra góða probba. Bergið hér er mjög solid og eru flestar blokkirnar fallnar úr heillegum basalt veggjum sem umlykja gilið. Bergið er vel veðrað af vatni og gefur því góða og tæknilega probba. Ef fólk er að leita að erfiðum probbum þá myndi ég leita hér. Þetta er síðasta svæðið sem ég byrjaði að þróa og því miður minnst þróaða. Það er um það bil 30min ganga að sektornum frá Sigurðarskála og um 10min frá veginum sem liggur að jökli. Sektorinn er í miklu skjóli fyrir vindum en galopinn fyrir eftirmiðdagssólinni. Topp svæði!

1. Svart kaffi – 6a+
2. Amino – 6b+

1. Steinvala – 6a+
2. Bergwanderweg – 6a+

Directions

Á svæðinu norðan Vatnajökuls eru margir vegir og slóðar. Það veltur á hvaða átt er komið frá hvaða slóða er best að taka en best er að miða á Sigurðarskála.

Map

Leave a Reply

Skip to toolbar