Skinnhúfuklettar

Klifrað hefur verið á Skinnhúfuklettum í Vatnsdal síðan 1989. Klifrarar fóru þangað fyrst til að klifra í stórum stuðlabergshamar sem sést vel frá veginum en kom þá í ljós að hamarinn var laus í sér og óhæfur til klifurs. Klifrað var á Skinnhúfuklettum í staðin og fengu klettarnir þá nafnið Sárabótin.

Bergið í Skinnhúfuklettum getur verið svolítið hvasst og hrjúft. Klifrið er oft svolítið sértakt, oft mikið jafnvægis og fingraklifur. Ekki mjög byrjendavænt klifur.

Í dalnum hafa fundist margar fornleifar og núna í sumar komu hauskúpur rúllandi á móti bónda sem var að grafa í landinu sínu. Voru það fornleifar frá því um 100 árum eftir að fólk settist að hér á Íslandi.

Directions

Frá þjóðvegi 1 er beygt inn í Vatnsdalinn, austan megin við Vatnsdalsá. Keyrt er um 11 km. inn í dalinn, fram hjá Hvammi og þá blasa klettarnir við á vinstri hönd. 4-5 mínútna ganga er síðan upp að klettunum.

Map

Leave a Reply

Skip to toolbar