Coronavirus 5.8

Leið númer 6 á mynd

Leiðin er ein 20m spönn eins og er en búið er að hreinsa næstu 15m sem verða sennilega líka 5.8. Ef einhver hefur áhuga á að klára það verkefni þá er það velkomið.

FF: Ólafur Páll Jónsson – 2020

Crag Norðurfjörður
Sector Tækni og vísinda svæði
Type sport
First ascent
Markings

7 related routes

Nýjasta tækni og vísindi 5.8

HS 4c (5.8)

Leið 3

Leiðin fylgir auðtryggjanlegri sprungu framan á stefninu vinstra megin við stóra þakið. Lítið þak klifrað á góðum tökum og sprungunni fylgt upp á brún eftir það.

Nei, enga bolta takk.

FF Sigurður Ýmir Richter & Magnús Ólafur Magnússon, 2020

Coronavirus 5.8

Leið númer 6 á mynd

Leiðin er ein 20m spönn eins og er en búið er að hreinsa næstu 15m sem verða sennilega líka 5.8. Ef einhver hefur áhuga á að klára það verkefni þá er það velkomið.

FF: Ólafur Páll Jónsson – 2020

Akademía 5.10b

Leið númer 5 á mynd

Leið upp áberandi heilan vegg rétt hægra megin við risa þakið. Það þarf aðeins að brölta upp grasskorning til að byrja á klifrinu.

Einum stein var hent út leiðinni sem að lenti akkúrat ofan í skorningnum og bjó til góðan stall til að klæða sig í skó.

23m, 9 boltar

FF: Dóra S. Ásmundardóttir, Jónas G. Sigurðsson & Sindri Ingólfsson – 2020

Laser Show 5.12b

Leið númer 4 a mynd

Fyrsta 5.12 leiðin í Norðurfirði. Fer upp flottan og nokkuð sléttan vegg inni í sama skorning og Akademía er í, rétt hægra megin við risa þakið.

FF: Emil B. Sigurjónsson, Stefán Ö. Stefánsson (& Jónas G. Sigurðsson) – 2020

Grasafræði 5.7

Leið númer 2 á mynd

Leiðin byrjar á þægilegu slabbi sem endar á fínum stalli áður en haldið er uppbrattari vegg í lokin.

23m, 9 boltar

FF: Katarína E. Sigurjónsdóttir, Sigríður Þ. Flygenring & Jónas G. Sigurðsson – 2020

Strengjafræði 5.7

Leið númer 8 á mynd.

Leiðin byrjar á stuttu brölti upp á syllu. Þar kemst maður inn í stallað klifur. Um miðja leið klifrar maður upp nokkuð brattan vegg á góðum gripum. Leiðin liggur hægt og rólega upp til vinstri inn í kverkina.

28m, 10 boltar

Strengjafræði er fræði á bakvið eðlisfræðikenningu. Kenningin heldur því fram að allir kvarkar innihaldi litla strengi af hreinni orku. Eftir því hvaða form strengurinn hefur og hvernig hann sveiflast verða til mismunandi kvarkar. Kvarkar koma svo saman og mynda eindir á borð við rafeindir, róteindir og nifteindir sem koma svo saman og mynda atóm.

FF: Jónas G. Sigurðsson & Ólafur Páll Jónsson – 2019

Ritvélin 5.11b

Leið númer 7 á mynd

Ritvélin er þokkalega gömul tækni, en þessi leið er elsta leiðin á þessum sector

Leiðin var tekin í gegn í júlí 2020 af Magnúsi Arturo og Bjarka Guðjónssyni og er núna skínandi fín og tilbúin fyrir fleiri klifrara.

FF: Stefán Steinar Smárason, kringum 2000

Leave a Reply

Skip to toolbar