Laser Show 7b 5.12b

Leið númer 6 á mynd

Fyrsta 5.12 leiðin í Norðurfirði. Fer upp flottan og nokkuð sléttan vegg inni í sama skorning og Akademía er í, rétt hægra megin við risa þakið.

FF: Emil B. Sigurjónsson, Stefán Ö. Stefánsson (& Jónas G. Sigurðsson) – 2020

Crag Norðurfjörður
Sector Tækni og vísinda svæði
Type sport
First ascent
Markings

11 related routes

Vogaraflið 5a 5.6

Blá lína á mynd.

Þægileg byrjenda leið sem reynir aðeins á jafnvægis kúnstir. Nefnd eftir hversu mikið þurfti að kúbeinast til þess að hreinsa þessa leið.

FF: Alex.

Doppler effect 6a 5.9

Blá lína á mynd.

Jafnt klifur á góðum tökum. Nefnd eftir hljóðinu sem kom þegar kúbein klangraðist upp við klettinn.

Boltuð af Knút Garðarssyni og Alex

FF: Knútur Garðarsson.

Kindin Dolly 5.8

Leið númer 1.

Slabb og horn lengst til vinstri á Tækni og vísindasvæði. Auðtryggjanleg og skemmtileg leið

Ef einhver vill bolta, þá er það í góðu lagi (Þó að hún sé fín á hefðbundnum tryggingum).

Leiðin heitir Kindin Dolly eftir fyrsta stóra spendýrinu sem var klónað og því það var fullt af ull í litlum helli þar sem leiðin byrjar.

FF: Catherine Gallager & Robert A. Askew – 2021

It must be some kind of… hot tub time machine 5.10a

Leið númer 3

5.10a R (E1 5b)

Frábær sprunga í efsta hluta er alveg spillt af lausum neðri hlutanum. Fyrst klifruð ground-up og þarf smá að hreinsa. Í frumferð var farið upp vegginn undir sprungunni en vegna flétta og skófa á berginu og takmarkaðs úrvals af tryggingum var farið upp í augljóst gil til hægri og klifrað mjög vandlega á stórum steinum (5.4/5). Því næst var farið upp í litla handarsprungu ofan við gilið með góðum tryggingum (þessa sprunga getur verið skemmtilegt en mjög erfið og djörf leið). Héðan er klifrað mjög vandlega til vinstri á stórum steinar til að finna aðal sprunguna. Auðtryggjanlegt með stórum vinum (gulur til grár) og klifraðar nokkrar erfiðar hreyfingar að finna “Thank God” juggara og klárað á stóraum gripum. Klöngur upp að tryggja á stórir blokk á sillunni. Labbað upp og til vinstri til að finna niðurleið og lítið aldrei til baka.

F.f.: Robert Askew – ágúst 2021.

Nýjasta tækni og vísindi 5.8

HS 4c (5.8)

Leið 5

Leiðin fylgir auðtryggjanlegri sprungu framan á stefninu vinstra megin við stóra þakið. Lítið þak klifrað á góðum tökum og sprungunni fylgt upp á brún eftir það.

Nei, enga bolta takk.

FF Sigurður Ýmir Richter & Magnús Ólafur Magnússon, 2020

Coronavirus 5c 5.8

Leið númer 8 á mynd

Fyrsta spönnin er 20m, 5.8 og Seinni spönnin er 15m, 5.7.

Leiðin er með akkeri í miðjunni en ekki efst, gert er ráð fyrir að toppað sé upp úr leiðinni og gengið niður.

FF: Ólafur Páll Jónsson – 2020

Akademía 6b 5.10b

Leið númer 7 á mynd

Leið upp áberandi heilan vegg rétt hægra megin við risa þakið. Það þarf aðeins að brölta upp grasskorning til að byrja á klifrinu.

Einum stein var hent út leiðinni sem að lenti akkúrat ofan í skorningnum og bjó til góðan stall til að klæða sig í skó.

23m, 9 boltar

FF: Dóra S. Ásmundardóttir, Jónas G. Sigurðsson & Sindri Ingólfsson – 2020

Laser Show 7b 5.12b

Leið númer 6 á mynd

Fyrsta 5.12 leiðin í Norðurfirði. Fer upp flottan og nokkuð sléttan vegg inni í sama skorning og Akademía er í, rétt hægra megin við risa þakið.

FF: Emil B. Sigurjónsson, Stefán Ö. Stefánsson (& Jónas G. Sigurðsson) – 2020

Grasafræði 5b 5.7

Leið númer 4 á mynd

Leiðin byrjar á þægilegu slabbi sem endar á fínum stalli áður en haldið er uppbrattari vegg í lokin.

23m, 9 boltar

FF: Katarína E. Sigurjónsdóttir, Sigríður Þ. Flygenring & Jónas G. Sigurðsson – 2020

Strengjafræði 5b 5.7

Leið númer 10 á mynd.

Leiðin byrjar á stuttu brölti upp á syllu. Þar kemst maður inn í stallað klifur. Um miðja leið klifrar maður upp nokkuð brattan vegg á góðum gripum. Leiðin liggur hægt og rólega upp til vinstri inn í kverkina.

28m, 10 boltar

Strengjafræði er fræði á bakvið eðlisfræðikenningu. Kenningin heldur því fram að allir kvarkar innihaldi litla strengi af hreinni orku. Eftir því hvaða form strengurinn hefur og hvernig hann sveiflast verða til mismunandi kvarkar. Kvarkar koma svo saman og mynda eindir á borð við rafeindir, róteindir og nifteindir sem koma svo saman og mynda atóm.

FF: Jónas G. Sigurðsson & Ólafur Páll Jónsson – 2019

Ritvélin 6c+ 5.11b

Leið númer 9 á mynd

Ritvélin er þokkalega gömul tækni, en þessi leið er elsta leiðin á þessum sector

Leiðin var tekin í gegn í júlí 2020 af Magnúsi Arturo og Bjarka Guðjónssyni og er núna skínandi fín og tilbúin fyrir fleiri klifrara.

FF: Stefán Steinar Smárason, kringum 2000

Leave a Reply

Skip to toolbar