Mefisto 7c 5.12d

Leið númer 6 á mynd
Goðsagnakennd leið í Búahömrum sem var fyrst klifin af Snævarri Guðmundssyni árið 1994. Leiðin fékk ekki mikla umferð eftir það fyrr en 30 árum seinna þegar Þórður Sævarsson fór að sýna henni áhuga og endurboltaði leiðina. Að auki styrkti hann og lagaði ýmis lykiltök svo að klifrið mætti teljast mjög “solid” í dag. Lesa má betur um endurlífgunarævintýri Þórðar í Ísalp ársriti 2025. Leiðin hefst af syllu á miðjum klettinum en til að komast þangað upp er klifruð aðkomuspönn með fixlínu og var áður klifruð í tveimur spönnum 5.12b/c og 5.11a.
25 metrar, 12-13 tvistar, gul leið á mynd fyrir neðan með fixed fjólubláar fixed línur.
Crag | Búahamrar |
Sector | Rifin |
Type | sport |
First ascent | |
Markings |