Tag Archives: Hnappavellir

Stigull

Leið 22

Fyrir krúxið tekur maður hreyfingu þar sem að hendin á manni myndar eins konar stigul á veggin. Veistu ekki hvað stigull er?  Áhugasamir geta skráð sig í nám á verk- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands, það gerir galdra 😉
Jónas Grétar Sigurðsson, 2012

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Baunagrasið

Leið 21
15m
Byrjað er á því að vippa sér upp á frístandandi steininn. Þaðan er hliðrað aðeins til hægri út á vegginn og síðan beint upp. Hægra megin við leiðina er gríðarstór laus flaga. Passa þarf að villast ekki þangað út og gæta þarf að því að tryggjari og aðrir standi ekki undir flögunni.

Jón Viðar Sigurðson og Stefán S. Smárason, 2012

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Þyrnirós

Leið 21 – vinstri (ekki númeruð á mynd)
15m
Daginn sem leiðin var boltuð bárust fréttir um að mannanafnanefnd hefði samþykkt nafnið Þyrnirós. Lögleg leið með löglegt nafn. Það er löglegt að stíga með hægri fæti út á frístandandi bjargið í upphafi leiðar. Gætið að því að villast ekki of langt til hægri í miðri leið. Þar er losaralegt berg.

Jón Viðar Sigurðsson, 2013

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Skip to toolbar