Tag Archives: Hnappavellir

East-Side Part 2

Part two of this short bouldering series. Vestrahorn and hnappavellir are located on the south east coast line here in iceland. A good summer destination if your looking for a place to travel to for climbing during june to august. You know, if you have a connecting flight in keflavik airport then by extending your stay here by just a couple of days and climbing here will not give you any regrets 😉

Annar kafli sem sýnir meira af grjótglímu sem vestrahorn og hnappavellir innihalda. Það er svo míkið sem hægt er að gera þarna í skriðum og fjörum vestrahorns, þú munt ekki sjá eftir því að renna við þótt maður þarf að bruna framhjá hnappavöllum.

Peace.

Valdimar búlderar 8A

Valdimar Björnsson hefur klifrað búlderprobban Olivine og gefið honum gráðuna 8A. Leiðin er staðsett á Hnappavöllum og gerir þetta hana að einum af erfiðustu búlderprobbum Íslands. Á 8A prófílnum sínum segir hann: “8A vegna þess að það tòk mig àr að klàra hann og með um 100 tilraunir.” ,og þar sem Valdi er nú þekktur fyrir að klifra hluti frekar fljótt og auðveldlega er deginum ljósara að þessi leið er í erfiðari kantinum.

Hnappavellir 28. ágúst ´09

Annað skiptið sem ég klifra á Hnappavöllum og veðrið klikkaði auðvitað ekki! Ég, Eyþór og Andri fórum saman í bíl á föstudagskvöldið. Við héldum okkur vel vakandi á leiðinni og mættum eldhressir á svæðið kl 02:00 um nóttina og af því að við erum svo umhiggjusamir vöktum við Rakel og Kjarra (sofandi inní bíl) svo að þaug gætu tjaldað tjaldinu sínu.

Allir vöknuðu kl 9 um morguninn og voru hæst ánægð með það. Sérstaklega Rakel og Kjarri. Við smelltum í okkur smá morgunmat og byrjuðum að klifra!

Kristó, Lóa og Ásrún komu síðan um miðjan dag og þá byrjuðu kraftaverkin! Kristó, Andri, Eyþór og Valdi fóru að bouldera á meðan ég og stelpurnar klifruðum einhvað örlítið erfiðara í línu. Er ekki með á hreinu hversu erfitt allir fóru en eitt er víst að allir skemtu sér vel enda veðrið geðveikt alla helgina!

Við fórum síðan heim á sunnudaginn dauðþreitt og skildum meirihlutann af puttaskinninu okkar eftir.

Ein mynd segir meira en þúsund orð þannig að ég hef þetta ekki lengra að sinni.

Adios Amigos!

Föðurlandið sigrað

Valdimar Björnsson klifraði leiðina Föðurlandið núna fyrr í mánuðnum. Leiðin var boltuð af Jósef og Kristjáni fyrir tveimur árum en hefur verið opið verkefni síðan. Margir af bestu klifrurum landsins spreytt sig á því en engum tekist ætlunarverkið. Leiðin er í Hádegishamri sem er nyrsta klettabeltið á Hnappavöllum. Segja má að leiðin einkennist af nokkrum afar erfiðum hreyfingum og minnir frekar á erfiða grjótglímuþraut – leiðin telur ekki nema 12 metra. Valdimar hyggur að leiðin sé líklega 5.13c eða 5.13d.

Annað sem helst er í fréttum frá Hnappavöllum er að í Hádegishamri eru núna komnar 7 nýjar leiðir. Ekki er vitað um nákvæmar gráður og nöfn á leiðunum en þær eru á bilinu 5.4-5.10c. Kjörið að ná einni góðri ferð austur áður en veturinn gengur í garð og máta sig í þessar.

Klifurnámskeið á Hnappavöllum

Evrópa unga fólksinsÞann 12. til 17. ágúst var haldið klifur og útivistarnámskeið á Hnappavöllum, styrkt af Evrópu unga fólksins. Til að byrja með voru sjö klifrarar skráðir en á öðrum degi slóst sá áttundi í hópinn. Veðrið lék við hópinn allan tímann og allir völdu sér leið til að vinna í yfir námskeiðið. Öllum krökkunum gekk vel klifrið og þurftu flestir að velja sér oftar en einu sinni nýtt verkefni þar sem það fyrra var klárað með stæl. Það ber að nefna tvö afrek sem voru unnin á námskeiðinu; Guðmundur fór Miklagljúfur 5.11a og Bryndís klifraði Janus 5.10a. Allir á námskeiðinu lærðu grunnatriðin í línuklifri eins og að tryggja, þó svo að margir hafi kunnað það fyrir, ásamt því að þræða akkeri.

Ævintýraleg ferð var farin í sund á Höfn og einnig út í skipsflak sem niðri við sjóinn sunnan af Hnappavöllum. Mikill áhugi var fyrir grjótglímu í hópnum og bjuggu klifrararnir til nokkrar nýjar þrautir. Allir skemmtu sér konunglega og vildu flestir koma aftur að ári ef það væri í boði.

Nýr leiðarvísir

Fyrsti steinninn var settur niður í dag í nýja Hnappavallaleiðarvísinn sem verið er að vinna í. Leiðarvísirinn er sá þriðji í röðinni af þessari grjótglímu leiðarvísa syrpu og fær hann nafnið “Hnappavellir Boulder”. Leiðarvísirinn verður í sama þema og þeir fyrri, nú með grænt litaþema.

 

Fyrsti steinn í HádegishamriUm 120 klifurleiðir og project hafa verið skráð niður en vonast er til að fjöldi þeirra verði í um 140 – 160 þegar leiðarvísirinn verður gefinn út.  Ekki er vitað með vissu hvenær leiðarvísirinn verður gefinn út, mikil vinna liggur fyrir höndum, en það verður líklegast í lok sumars eða í haust. Þetta verður þá stærsti grjótglímu leiðarvísirinn sem gefinn hefur verið út á Íslandi.

Ný leið á Hnappavöllum

Ný leið hefur verið boltuð á Hnappavöllum. Leiðin er staðsett í Hádegishamri, og er hægra megin við hina alræmdu og óklifruðu leið Föðurlandið. Þessar leiðir er ekki að finna í Hnappavallaleiðarvísinum þar sem þær eru báðar boltaðar eftir útgáfu hans en þær eru hægra megin við Litlu Lúmsku Leiðina.

Heiðurinn af leiðinni eiga þeir Jósef Sigurðsson og Guðlaugur Ingi Guðlaugsson en þeir boltuðu hana nú um helgina og hafa gefið henni nafnið Herra Alheimur. Gráða leiðarinnar hefur enn ekki verið fest, en hún mun vera eitthvað um 5.10a.

Einnig er rétt að minnast á það að þessa sömu helgi klifraði Egill Örn Sigþórsson Fantasíu 5.13a (7c+) og Jósef fór Hláturhúsið 5.12b (7b) sem er stórglæsilegt.

Af sportklifri og Hnappavöllum..

HnappavallakortEflaust hafa þónokkrir velt fyrir sér hvaða leið sé í Pöstinni lengst til vinstri en nefnist hún Vippan og henni hefur verið gefin gráðan 5.11b. Kristín Martha Hákonardóttir á heiðurinn af boltun hennar.

Annars er vert að benda á nýtt fyrirkomulag kamars-, bolta- og tóftarsjóðs Hnappavalla. Nú er öllum þeim klifrurum sem ætla að nýta sér svæðið bent á að fjárfesta í Hnappavallakortinu.

Það fæst í Klifurhúsinu og kostar 1000 krónur. Einnig er hægt að greiða með millifærslu á reikning 111-26-503810 kt:410302-3810 Skýring: Kamar.

Meðfylgjandi er mynd af þessu glæsilega korti.

Eldgos og aska

Að sögn bænda á Hnappavöllum er grátt yfirlitum og mistur í lofti. Skyggnið er um 1,5 km og vindur þó nokkur.  Aðstæður eru ekki eins slæmar og á milli Klausturs og Freysnes. Ekki er vitað til þess að klifrarar hafi verið á staðnum þegar eldgosið hófst en flugbjörgunarsveit var þar við æfingar. Það má búast við áhrifum eldgossins í einhvern tíma og hugsast getur að klifrarar eyði sumrinu í að blása burt ösku úr klifurleiðum en við vonum auðvitað hið besta.

Annnars fór sumarið á Hnappavöllum vel af stað og um síðustu helgi voru þar um 12 manns.

Sumar & klifur

Nú er mann aldeilis farið að lengja í sumarið og ef segja má, þá er nú stutt í að það fari að vora. Já, við vitum það öll að vorið er rétt handan við hornið, vorið er í loftinu.

Yfirleitt er útiklifurtíðin byrjuð þegar páskafríið hefst. Nú er það líka víst að ef maður virkilega vill komast í útiklifur þá er það hægt, svo snemma sem í mars. Ef ég segi sjálfur frá þá var ein besta helgin sem ég hef átt á Hnappavöllum einnmit í mars. Allt var á kafi í snjó en sólin var uppi, það var heiðskírt og logn. Þessir aðstæður voru einstakar fyrir gott klifur.

Nú er mann aldeilis farið að lengja í sumarið og ef segja má, þá er nú stutt í að það fari að vora. Já, við vitum það öll að vorið er rétt handan við hornið, vorið er í loftinu.

Yfirleitt er útiklifurtíðin byrjuð þegar páskafríið hefst. Nú er það líka víst að ef maður virkilega vill komast í útiklifur þá er það hægt, svo snemma sem í mars. Ef ég segi sjálfur frá þá var ein besta helgin sem ég hef átt á Hnappavöllum einnmit í mars. Allt var á kafi í snjó en sólin var uppi, það var heiðskírt og logn. Þessir aðstæður voru einstakar fyrir gott klifur.

Það verður spennandi að sjá hvernig menn skipuleggja ferðir sínar þetta sumarið enda er eldsneytisverð hátt. Góð lausn er að fylla alltaf bílinn af fólki og kaupa kvöldmatinn saman sem hópur. Það eru rúmir 350 km aðra leið á Hnappavelli frá Reykjavík sem samsvarar um 700 km báðar leiðir. Miðað við núverandi verð á 95 octan bensíni myndi það kosta bíl sem eyðir 7 lítrum á hundraði u.þ.b. 11.200 krónur. Með því að deila bensín kostnaði niðar á fjóra gera þetta um 2800 krónur á mann.

Nú borða allir eðal mat á Hnappavöllum, allt annað en eðal matur myndi líklega hafa neikvæða áhrif á klifrið hjá manni. Segjum að þú kaupir mat fyrir tvö til þrjú þúsund kall og leggur það saman við bensín verðið þá myndi Hnappavallaferðin kosta þig rúmlega fimm til sex þúsund krónur.

Þetta er ekki svo slæmt. Hvernig myndir þú verðsetja ferð á Hnappavelli, sem veitir þér tvo fulla daga af hetju klifri, ef verður leyfir 😉 og tvo og hálfan dag með klifurvinum og félögum þínum. Eru fimm til sex þúsund krónur þá of miklir peningar?

En hvað um það! Það eru margar sportleiðir sem bíða eftir mönnum og einnig er fullt af grjótglímu probbum, sem hafa beðið allan veturinn eftir að komast í snertingu við okkur enn og aftur.

Það eru ansi margir með sín eigin prójekt og hafa unnið stíft í allan vetur til þess að ná markmiðum sínum nú í sumar.

Í stuttu máli þá verður mjög spennandi að sjá árangurinn hjá mönnum eftir sumarið og miðað við það hversu sterkir margir hafa orðið á síðastliðnu ári þá verður haustið sérlega fréttnæmt.

Svo smellti ég saman stuttu myndbandi frá ýmsum leiðum á Hnappavöllum og Jósepsdal til þess að gera biðina eftir sumrinu styttri 🙂

Flosalaug í Svínafelli

Bæjarráð Hornfjarðar og rekstraraðilar sorpbrennslustöðvarinnar í Svínafelli í Öræfum hafa ákveðið að hætta starfseminnni vegna umræðu um díoxíð mengun sem stafar af sorpbrennslum.

Flosalaug sem við böðum okkur í eftir langan klifurdag verður jafnframt lokað. Sorpbrennslustöðin Brennu-Flosi í Svínafelli í Öræfum hefur starfað frá árinu 1993. Samhliðauppbyggingu brennsluofnsins byggði fjölskyldan í Svínafelli 1 sundlaugina Flosalaug sem hituð var með orku frá brennsluofninum.

Nú er næsta bað frá Hnappavöllum á Kirkjubæjarklaustri eða austar hjá Hoffellsjökli en þar er að finna fjóra heitapotta sem hitaðir eru af heitu vatni sem kemur úr gamalli rannsóknarborholu. Svo má nefna að það er slík hola sem dælir upp endalausu heitu vatni í Skaftafelli. Spurningin er bara hvenær þeir ætla sér að gera einhverja aðstöðu svo að klifrarar geta aftur legið í heitu vatni eftir góðan klifurdag á völlunum.

http://www.mbl.is/frettir/forsida/2011/03/01/loka_sorpbrennslustodinni_i_oraefum/

Klifur í Háskóla Íslands á Laugarvatni

Við Háskóla Íslands á Laugarvatni er kenndur klifuráfangi þar sem farið er í helstu grunnatriði klifurs. Í haust hafa nemendur verið duglegir að klifra og heimsótt helstu klifursvæðin á  suðvesturhorninu, Valshamar, Stardal og Hvanngjá á Þingvöllum.

Hápunktur áfangans var svo helgarferð á Hnappavelli 17-19. september. Þar var klifrað frá föstudegi fram á nótt til sunnudags. Allir fundu eitthvað við sitt hæfi og klifraðar leiðir voru til dæmis Grámosinn glóir 5.4, Góð byrjun 5.5, Músastiginn 5.6, Páskaliljur 5.7, Þetta eru fífl Guðjón 5.8, Stefnið 5.9 og Can Can 5.10b.

Eitthvað var reynt við grjótglímu en þar sem fæstir höfðu komið á Hnappavelli áður vantaði tilfinnanlega leiðarvísi fyrir grjótglímu á Hnappavöllum. Þó var ein ný “grjótglímuleið” klifruð þess helgi, F-16.

Aðstaðan á Hnappavöllum er til fyrirmyndar og tóftin kom að góðum notum þegar kólna fór á kvöldin. Veðrið þess helgi var líka alveg til fyrirmyndar, logn og glampandi sól.

Skip to toolbar