Tag Archives: Sportklifur

Ísafjörður

Klifursvæðin í kringum Ísafjörð eru nokkur en hafa mjög gott af frekari skráningu þar sem að af nægu er að taka og bergið almennt fastara í sér heldur í kringum Reykjavík. Helstu svæðin í kringum Ísafjörð eru: 

Arnarneshamar
Sauratindar
Naustahvilft
Kirkjubólshvilft

Í kringum Ísafjörð er einnig mikið af skráðu vetrarklifri. Naustahvilft, Kirkjubólshvilft, Súðavíkurhamrar, Óshlíð og fleiri og fleiri. Nánari upplýsingar um vetrarklifur í Ísafjarðardjúpi má finna á heimasíðu Íslenska Alpaklúbbsins

Arnarneshamar

Í Arnarneshömrum eru fimm boltaðar leiðir. Bergið lýtur út fyrir að vera laust í sér en er rock solid Ísafjarðarmegin en er aðeins lausara í einu leiðinni sem er Súðavíkurmegin.

Fínasta klifur í mikilli nálægð við sjóinn. Leiðirnar hefðu gott af meiri umferð til að ná að hreinsa betur alskonar gróður úr leiðunum. Einhver augu fara að koma á endurnýjunartíma.

Gaman að nefna að göngin sem liggja í gegnum Arnarneshamra eru þau elstu á Íslandi.

 

  1. Skutull – 6a+
  2. Álft – 6a+
  3. Seyði – 5c
  4. Hestur – 5c
  5. Skata – 6b

Sauratindar

Back to top

Í Sauratindum eru fjórar klifraðar leiðir og eru tvær af þeim boltaðar á meðan hinar eru klifraðar í dóti. Boltuðu leiðirnar eru tveggja spanna og um 60m langar. Mælum við með því að þeir sem heimsækja þetta svæði klifri upp á klettana og skrifi afrek sín í gestabók. Gestabókin er í vörðu rétt fyrir ofan klettana.

Upprunalega voru það Ísfirðingar sem fóru fyrst að klifra á þessu svæði. Árið 1995 opnuðu drengirnir Eiríkur Gíslason, Hörður Harðarson , Ólafur Th Árnason og Ragnar Þrastarson fyrstu leiðina. Árið 1997 boltuðu Árni Gunnar, Gregory , Jökull bergmann og Rúnar Óli tvær leiðir, nefnist sú austari Prima Noche (5.9). Dagur Halldórs og Stefán Steinar voru skammt undan þetta sumar og opnuðu seinni dótaleiðina , City Slickers (5.7/5.8).

Þetta svæði bíður upp á mikla möguleika og væri gaman að sjá fleiri gera sér ferð þangað uppeftir og setja upp nýjar leiðir.

Viljum við minna sérstaklega á að hjálmar eru nauðsynlegir á þessu svæði og ef fólk ætlar þangað að vetri til ber að kanna snjóflóðahættu!

1. Fyrsta – 5.8/9 – Trad
2. Prima Noche – 5.9 – Sport
3. Önnur – 5.8/9 – Sport
4. City Slackers – 5.7/5.8 – Trad

Naustahvilft

Back to top

Naustahvilft er sætið í fjallinu fyrir ofan Eyrina á Ísafirði. Á veturna myndast mikill ís sem snýr í norður og helst í aðstæðum mest allan veturinn. Sjá nánar á isalp.is. Hvað klettaklifur varðar, þá eru stórir og stæðilegir steinar í botninum á hvilftinni og hefur eitthvað verið stundað af grjótglímu þar.

Kirkjubólshvilft

Back to top

Kirkjubólshvilft er næsta hvilft inn fjörðinn á eftir Naustahvilft. Af sama skapi myndast líka ís í hvilftinni sem má skoða betur á isalp.is og þarna hefur verið stunduð einhver grjótglíma þó svo að þar séu ekki alveg jafn margir steinar eins og í Naustahvilft.

Back to top

Stigull

Leið 22

Fyrir krúxið tekur maður hreyfingu þar sem að hendin á manni myndar eins konar stigul á veggin. Veistu ekki hvað stigull er?  Áhugasamir geta skráð sig í nám á verk- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands, það gerir galdra 😉
Jónas Grétar Sigurðsson, 2012

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Baunagrasið

Leið 21
15m
Byrjað er á því að vippa sér upp á frístandandi steininn. Þaðan er hliðrað aðeins til hægri út á vegginn og síðan beint upp. Hægra megin við leiðina er gríðarstór laus flaga. Passa þarf að villast ekki þangað út og gæta þarf að því að tryggjari og aðrir standi ekki undir flögunni.

Jón Viðar Sigurðson og Stefán S. Smárason, 2012

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Þyrnirós

Leið 21 – vinstri (ekki númeruð á mynd)
15m
Daginn sem leiðin var boltuð bárust fréttir um að mannanafnanefnd hefði samþykkt nafnið Þyrnirós. Lögleg leið með löglegt nafn. Það er löglegt að stíga með hægri fæti út á frístandandi bjargið í upphafi leiðar. Gætið að því að villast ekki of langt til hægri í miðri leið. Þar er losaralegt berg.

Jón Viðar Sigurðsson, 2013

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Skip to toolbar