Tag Archives: Sportklifur

Dóni

Leið 8
5.7. – 5.8, 13m
Bein sprunga, hægra megin við hornið frá UV, farið er til hægri út úr henni ofarlega. Ef hún er klifruð án þess að stíga út á hornið er hún erfiðari (5.8). Vandasamar tryggingar.

Upplýsingar úr Munkaþverá leiðarvísi.

Vestrahorn

We took a road trip to this place last summer and the two day bouldering session turned out to be more than we expected!

This place offers great bouldering and if you dont want to go there just to climb boulders then you have trad and sport multipitch cliffs to treat your nerves with.

Vestrahorn is the biggest Gabbro intrusion in iceland.

Leiðir:
Mr. X 6b
Kjarra dyno 6b+
Svartbakur 7c
Two against nature 7b
Grjót löndun 7b

Hnappavellir 28. ágúst ´09

Annað skiptið sem ég klifra á Hnappavöllum og veðrið klikkaði auðvitað ekki! Ég, Eyþór og Andri fórum saman í bíl á föstudagskvöldið. Við héldum okkur vel vakandi á leiðinni og mættum eldhressir á svæðið kl 02:00 um nóttina og af því að við erum svo umhiggjusamir vöktum við Rakel og Kjarra (sofandi inní bíl) svo að þaug gætu tjaldað tjaldinu sínu.

Allir vöknuðu kl 9 um morguninn og voru hæst ánægð með það. Sérstaklega Rakel og Kjarri. Við smelltum í okkur smá morgunmat og byrjuðum að klifra!

Kristó, Lóa og Ásrún komu síðan um miðjan dag og þá byrjuðu kraftaverkin! Kristó, Andri, Eyþór og Valdi fóru að bouldera á meðan ég og stelpurnar klifruðum einhvað örlítið erfiðara í línu. Er ekki með á hreinu hversu erfitt allir fóru en eitt er víst að allir skemtu sér vel enda veðrið geðveikt alla helgina!

Við fórum síðan heim á sunnudaginn dauðþreitt og skildum meirihlutann af puttaskinninu okkar eftir.

Ein mynd segir meira en þúsund orð þannig að ég hef þetta ekki lengra að sinni.

Adios Amigos!

Leirvogsgil

Leirvogsgil er norðaustan við Mosfellsbæ og tekur það innan við 10 mínútur að keyra þangað frá bænum. Þetta er lágt klettabelti sem sem liggur fyrir ofan Leirvogsá.

Það var byrjað að klifra á svæðinu rétt fyrir 1990 í hæsta hluta klettabeltisins. Þar er meðal annars fyrsta 5.12 leið landsins, Undir Esju sem Björn Baldursson klifraði 1990. Núna er búið að finna mikið af grjótglímuþrautum af öllum stærðum og gerðum í klettabeltinu.

Sportklifur

Í Leirvogsgili eru a.m.k. 6 boltaðar sportklifurleiðir. Þær eru allar mjög stuttar, 7-9m, og tæknilega stífar.

Fjólublá: Albatros – 5.11c/d
Appelsínugul: Flugan – 5.10c
Rauð: Kverkin – 5.9+
Græn: Undir Esju – 5.12b/d
Svört: Nornadans – 5.11d
Blá: Hornadans – 5.10d

Þórshöfn

Heimilisfang: Langanesvegi 18b
Sími: 468 1515
Heimasíða: www.langanesbyggd.is
Heimasíða fyrir sundlaug: www.sundlaugar.is
Netfang: sveitarstjori@langanesbyggd.is

Klifurveggurinn stendur í Íþróttahúsi bæjarins á milli tveggja límtrés bita sem er undirstaða hússins. Veggurinn er nánast lóðréttur neðst en verður meira yfirhangandi eftir því sem ofar er farið í hann. Veggurinn er 4,7 metrar á breidd og 8,25 metrar á hæð og er þar hægt að stunda bæði ofanvaðs- og sportklifur. Tvær klirfurlínur eru í veggnum sem hægt er að nota.

Ofarlega á veggnum var komið fyrir kassa sem myndar skemmtilegt þak til að klifra á og einnig aðstöðu fyrir björgunarsveitamenn til að gera æfingar.

Það er ekki hægt að legja klifurskó á staðnum.

Opnunartími

Sumar:
Helgar: 11:00-17:00
Virka daga: 8:00-20:00

Vetur:
Mánudag til fimmtudags 16:00-20:00
Föstudaga 15:00-19:00
Laugardaga 11:00-14:00
Sunnudaga lokað

Verð

Það kostar 500 krónur til að komast í vegginn og þá er einnig hægt að fara í sund og heitan pott.

Myndir

 

Kort


View Rock climbing – Iceland in a larger map

Ferð til Kanada og Ameríku

Robbi klifrar í Joshua TreeVinirnir Ásbjörn, Róbert, Daníel, Ingvar og Rannveig komu á dögunum úr hetjuferð sinni til Kanada og Ameríku. Hópurinn sem var styrktur af fyrirtækjum og félögum lagði af stað 4. janúar síðastliðinn og kom heim til Íslands í lok apríl.

Ferðin byrjaði í Seattle í Bandaríkjunum. Þar verslaði hópurinn sér bíl sem var svo ekið til Kanada þar sem var skíðað og ísklifrað. Eftir þriggja mánaða veru í Kanada var svo haldið til Ameríku þar sem var meðal annars klifrað í Joshua Tree og Red Rocks.

Áður en lagt var af stað í ferðina kom hópurinn sér upp heimasíðu þar sem er hægt að lesa um ferðina og skoða flott video sem þau settu inn.

Smella hér til að sjá nánar úr ferð.

Nýr og betri Valshamar

Jósef klifrar í ValshamriNýr leiðarvísir er kominn á netið. Leiðarvísirinn er af Valshamri í Eilífsdal og voru það Sigurður, Skarphéðinn og Björgvin sem áttu þetta framtak. Leiðarvísirinn var gefinn út í fyrra í ársriti Ísalp.

Nokkrar nýjar leiðir hafa bæst við síðustu ár og er nú fjöldi leiða í hamrinum 25 talsins. Flestar leiðirnar eru boltaðar og eru frá 5.4 upp í 5.11+.

Hægt er að sækja leiðarvísinn hér.

 

Súlur

Heimilisfang: Hjalteyrargata 12
Sími: 460-7550
Heimasíða: sulur.is
Netfang: sulur@sulur.is

Veggurinn skiptist í grjótglímu og leiðsluklifur og nær allt að 8 metra hæð. Nokkuð er um merktar leiðir sem er hægt að klifra eftir.

Á þriðjudögum og fimmtudögum eru “Opin kvöld” frá kl. 20:00 og þá er opið fyrir alla sem vilja koma og klifra.

Umsjónarmenn veggsins:
Magnús Smári | S: 691-1513 | Netfang: magnus@klifur.is
Jón Heiðar | S: 892-2147

Opnunartími

Þriðjudagar og fimmtudagar:

Opin kvöld eftir kl: 20:00

Verð

Eitt skipti: 500 kr.

Myndir

 

Kort


View Rock climbing – Iceland in a larger map

Björk

Heimilisfang: Haukahraun 1
Sími: 565-2311
Heimasiða: www.fbjork.is
Netfang: fbjork@fbjork.is

Fimleikafélagið Björk starfrækir klifurdeild innan félagsins. Þar æfa um 80 krakkar á öllum aldri klifur. Einnig geta klifrarar komið og klifrað í veggnum á opnunartíma hússins. Allan búnað er hægt að fá leigðan á staðnum en gerð er krafa um grunnkunnáttu í línuklifri til þess að geta klifrað í línuklifurveggnum.

Í Björk er 7 metra hár línuklifurveggur og einnig er boulderveggur. Í línuklifurveggnum er aðallega klifrað með ofanvaði. Námskeið fyrir foreldra eru haldin tvisvar sinnum á ári og eru þau auglýst sérstaklega.

Opnunartími

Vetur:
Mánudaga til föstudaga 08:00 til 23:00

Sumar:
Mánudaga til föstudaga 08:00 til 23:00
Laugardaga og sunnudaga 09:00 til 19:00

Lokað í júlí

Verð

Eitt skipti: 800 kr.
Eitt skipti 18 ára og yngri: 400 kr.

Myndir

Kort


View Rock climbing – Iceland in a larger map

Sportklifur

Sportklifur

Sportklifurleiðir eru vanalega um 8 til 30 metrar og eru klifrararnir tryggðir með línu. Á sportklifursvæðum er búið að koma fyrir augum í klettunum til þess að tryggja klifrarana. Til eru mismunandi aðferðir við að klifra leiðir. Þar ber helst að nefna: Beint af augum, Flash (Leiftra), rauðpunt eða ofanvaður.

 

Það er nauðsynlegt að stíga fyrstu skrefin í klettaklifri með vönum leiðbeinenda eða sækja námskeið í sportklifi.

Búnaður

Til þess að geta stundað sportklifur utanhúss þarf hver klifrari að eiga: klifurskó, kalkpoka og belti. Sá búnaður sem er “sameiginlegur” er: klifurlína, læst karabína, ca. 8 tvistar og tryggingartæki (t.d. túba eða grigri).

TútturkalkpokiBeltiKlifurlína KarabínaTvisturTúbaGrigri

Sjá nánar um búnað

Klifursvæði

Það eru sportklifursvæði víða um landið en það stærsta er Hnappavellir í Öræfasveit. Valshamar er mikið sótt af klifrurum á fögrum sumarkvöldum og er afar byrjendavænt. Það er staðsett í Eilífsdal í Esjunni.

Námskeið

Klifurfélag Reykjavíkur heldur reglulega námskeið fyrir byrjendur á sumrin. Nánari upplýsingar um námskeiðin eru að finna á heimasíðu Klifurhússins.

Myndir

Skip to toolbar