Flosalaug í Svínafelli

Bæjarráð Hornfjarðar og rekstraraðilar sorpbrennslustöðvarinnar í Svínafelli í Öræfum hafa ákveðið að hætta starfseminnni vegna umræðu um díoxíð mengun sem stafar af sorpbrennslum.

Flosalaug sem við böðum okkur í eftir langan klifurdag verður jafnframt lokað. Sorpbrennslustöðin Brennu-Flosi í Svínafelli í Öræfum hefur starfað frá árinu 1993. Samhliðauppbyggingu brennsluofnsins byggði fjölskyldan í Svínafelli 1 sundlaugina Flosalaug sem hituð var með orku frá brennsluofninum.

Nú er næsta bað frá Hnappavöllum á Kirkjubæjarklaustri eða austar hjá Hoffellsjökli en þar er að finna fjóra heitapotta sem hitaðir eru af heitu vatni sem kemur úr gamalli rannsóknarborholu. Svo má nefna að það er slík hola sem dælir upp endalausu heitu vatni í Skaftafelli. Spurningin er bara hvenær þeir ætla sér að gera einhverja aðstöðu svo að klifrarar geta aftur legið í heitu vatni eftir góðan klifurdag á völlunum.

http://www.mbl.is/frettir/forsida/2011/03/01/loka_sorpbrennslustodinni_i_oraefum/

Félagarnir í Kjuge

Benjamin Mokri setti saman video frá ferð sem hann fór með Valdimar Björnsson til Kjuge í Svíþjóð í september, 2010. Valdi hitti Benjamin heima hjá honum í Kaupmannahöfn og svo keyrðu þeir yfir í Kjuge þar sem þeir klifruðu í tvo daga.

Valdimar segir að svæðið hafi verið miklu betra en hann átti von á og stefnir á að fara þangað aftur í apríl næstkomandi.

Video 2011

Frankenjura & pfals from Valdimar björnsson on Vimeo.

Stefan gerritsen climbes two very nice routes. The first line is in frankenjura, this 8b has some long moves in steep terrain leading to a bouldery crux. The second line is in Pfals and is all about the end moves!! Video shot by mathieu ceron and edit by valdimar.

Three from pfals from Valdimar björnsson on Vimeo.

This place was so good. We had some days where the sandstone sparkled with friction and on thoughs days your fingers stick to the friendly holds!! Definitely a place to go bouldering.
Thanks mathieu for guiding use around this cool area!
The first boulder is a 6c. In the credits it is missing!

Two from Pfals from Valdimar björnsson on Vimeo.

Stefan Gerritsen climbes two boulders in the Pfals area.
High class sandstone climbing is to be found there.

Bouldering in pfals from Valdimar björnsson on Vimeo.

Living in the woods, climbing all day long, eating different kind of food, meeting brilliant people. Pfals sandstone is awesome and so is the german weissbier.

Tvær frá Jósepsdal from Valdimar björnsson on Vimeo.

Two boulders from Josepsdal. The first one is on the boulder in the bottom of the valley and the second is in the east hill from the bottom boulder.

First up is valdimar and then its up to jósef to finnish with some tricks.

Kjuge sessions part 1 from Valdimar björnsson on Vimeo.

First up is Benjamin and Arnaud. They both climbed this very fun climbed travers called Det gáfulla falket. Then there are two boulders, first one is named Fajers dyno and the last problem is just right of the dyno and is called Dalastark, both 7a.
Shot by Ben, Arnaud, Leon & valdimar.
Music is by Radiohead.

Justyna, Tryggvi, Björn, Hinrik and me decided to clean up this boulder on the way to Munkaþverá (Akureyri, Iceland).

I had tons of fun that day, and I hope many people will climb the problems we brushed off.

Read more: http://klifur.is/is/2011/148-steinn-vie-munkatvera

Psyche up iceland from Valdimar björnsson on Vimeo.

 This is just a short little vid to try and get you guys all psyched up for the upcoming summer of 2011. KOMA SVOOO!!!!! 🙂

 

Svanurinn, Háibjalli from Valdimar björnsson on Vimeo.

 Reykjanes peninsula holds numerous bouldering areas. This one was originally a small trad area but there are also some nice boulders. Jafet and me brushed this bloc last summer and took a cool session, the surrounding isnt like your typical icelandic surrounding, there are tall trees and plenty of vegetation and the boulder it self is even quite high. The boulder got named the swan and is about F6b. More info on klifur.is.

 

Hnappavellir.Miðskjól from Valdimar björnsson on Vimeo.

Three routes from the camping sector in Hnappavellir. The first one is climbed by siggi and the line is called öræfabúgí, it is a sandbag 5.12a but a very good one at that.. Second runner up is jonni and he does tífolí. Tífólí is a bouldery 5.12b which you can test your self on after a long day of climbing, well, only since its next to your tent 😉 The third route is named tóftin and also all the buisness is about the crux of the route, real nice and tricky! Andri climbed this one last summer.

 

 

climbing with my friends in kjuge sweden

 

Þriðja mót vetrarins

Kjartan klifrar á nýmáluðum veggnum

Þriðja klifurmót vetrarins var haldið í Klifurhúsinu í dag. Mótið var með hefðbundnu sniði, 20 klifurleiðir og tvær klukkustundir, 25 klifurleiðir og ein klukkustund fyrir 12 ára og yngri. Á mótinu voru ný grip sem Klifurhúsið er nýbúið að fá í styrk. Fótfesturnar (skrúfuðu festurnar) hafa eflaust ekki farið fram hjá neinum, neon gul og rauð. Höldurnar voru einnig flottar og yndislega gróf.

Fólk var ánægt með leiðirnar og mótið heppnaðist vel. Mótsstjóri var Eyþór Konráðsson og fékk hann hjálp frá Kristó, Valda og Jósef við að setja upp leiðirnar.

Myndir frá mótinu eru komnar á fésbókina.

12 ára og yngri:
1. Guðmundur Freyr Arnarsson 108 stig
2. Davíð Jónsson 79 stig
3. Sveinn Brynjar 70 stig

1. Ríkey 91 stig
2. Helena Hrund 88 stig
3. Sara Dögg 63 stig

13-15 ára:
1. og 2. Helgi Ólafsson og Hilmar Ómarsson 129 stig
3. Stefán 108 stig

1. Bryndís 77 stig

16 ára og eldri:
1. Kjartan Björnsson 201 stig
2. Andri Már Gunnarsson 187 stig
3. Kjartan Jónsson 183 stig

1. Kristín Martha Hákonardóttir 88 stig
2. Ásrún Mjöll Stefánsdóttir 86 stig
3. Vilborg Hlöðversdóttir 81 stig

Klifur annáll 2010

Hróðmar klifrar Magic Mouse 6cMargt aðdáunarvert hefur gerst í klettaklifri  hér á fróni en einnig voru unnin nokkur klettaklifurafrek fyrir utan landsteinanna. Farið var til El Chorro um jólin 2009 þar sem Jónas Grétar Sigurðsson, Andri Már Ómarsson, Heiðar Þór Jónsson og Eyþór Konráðsson klifruðu allir leiðina Eye of the Storm sem ber gráðuna 7c.  Félagarnir Kristján Þór Björnsson og Hjalti Andrés héldu til Kjugekull í Svíþjóð og klifraði Kristján þar þrautina Lithium 7c+-8a. Í febrúar lögðu Kjartan Björn og Valdimar Björnssynir land undir fót og ílentust í Katalóníu á Spáni. Þar rauðpunktaði Valdimar 8b leiðirnar Photoshot í Margalef og Boui Prou í Siurana. Kjartan rauðpunktaði Anabolicu 8a í Siurana og Trio Ternura í Santa Linia. Auk þess klifraði hann leiðina El Ejaculator, Santa Linya í fyrstu atrennu. Kjartan Jónsson og Egill Örn Sigþórsson rauðpunktuðu Borinator í Ceuse, Fakklandi haustið 2010. Hún er þeirra fyrsta 8a leið. Haustið 2010 hélt Valdimar Björnsson til Danmerkur. Þar setti hann upp leiðir fyrir opið danskt grjótglímumót. Þarnæst hélt hann til Nurnberg, Þýskalandi og klifraði leiðina Plan B sem er 8b og leiðina Respect 8a+. Einnig fór hann Gamba 8a og fór í fyrstu atrennu leiðina The big easy 7c í Pfals.

Á Hnappavöllum sumarið 2010 opnaði Valdimar leiðina Þar sem tæpt er tæpast 5.12b. Einnig vígði hann grjótglímuþrautina Sugar for my honey sem hlaut gráðuna 7c og er staðsett í Þorgilsrétt austur og slíkt svo eina erfiðustu grjótglímuþraut á Íslandi, en henni hefur verið gefin gráðan 8a og nefnist hún Kamarprobbinn . Hún var farin í ofanvaði vegna grýttrar lendingar. Fleira markvert átti sér stað í Örfæfasveitinni en þar sótti Kjartan Björn Björnsson Slátrarann heim og hafði betur. Sigurður Tómas Þórisson fór leiðina Metrosexual 7c. Andri Már rauðpunktaði Tóftina og Frakkinn Adrien Boulon opnaði leiðina Addis Ababa 7c+ í Gimlukletti. Grjótglímuþrautum hefur fjölgað svo um munar á Hnappavöllum og eru þær nú skráðar nær 120 talsins. Hnappavallamaraþon var haldið í þriðja skipti sumarið 2010 og fór allt vel að lokum þó skiptst hafi á skin og skúrir.  Mikil uppbygging var á Tóftinni og eiga hjónin Jón Viðar og Unnur veg og vanda að sæluhúsi fyrir klifrara.

Jafet Bjarkar Björnsson gaf út leiðarvísinn Jósepsdalur Boulder árið 2009 og Reykjanes Boulder árið 2010. Hann hefur ennfremur haldið úti vefsíðunni www.klifur.is með miklum sóma og á heiður skilinn.

Byrjað var að stunda grjótglímu í Vaðalfjöllum sumarið 2009 og hefur fjöldi grjótglímuþrauta vaxið mikið þar vestra sumarið 2010.

Ásrún Mjöll Stefánsdóttir

Stórgrýti við Gígjökul

Mikil skriða varð við Gígjökul þegar vatn braust niður úr Eyjafjallajökli eftir að eldgosið hófst. Úr skriðunni komu margir tröllvaxnir steinar og voru klifrarar mjög spenntir yfir að fara að skoða þá og sjá hvort þeir væru klifurhæfir.

Félagarnir Valdimar Björnsson og Benjamin Mokry skruppu fyrir skömmu suður og skoðuðu steinana. Steinarnir eru stórir og mikilfenglegir en þeir henta ekki vel til klettaklifurs. “Hjá steinunum er fullkomin lending, alveg slétt og ekki stórgrýtt” sagði Valdi. “Bergið var hins vegar svolítil vonbrigði, laust í sér og auðvelt að brjóta höldurnar úr því, ekki ósvipað berginu í steinunum í Stóruskriðu við Dyrfjöll á austurlandi”. Aðkoman að svæðinu var góð og mjög gaman að skoða svæðið þó svo að ekki hafi verið mikið klifrað. Félagarnir vara þó við kviksyndum á svæðinu og voru því heldur fengnir að frost var í jörðu.

Gígjökull er einn af tveimur skriðjöklum sem falla úr Eyjafjallajökli og skríða þeir norður í Þórsmörkina. Hinn skriðjökullinn heitir Steinholtsjökull.

 

Annað klifurmót vetrarins í KH

Annað klifurmótið af fjórum var haldið í Klifurhúsinu um helgina. Búið var að hreinsa gripin af öllum veggjum og setja upp nýjar fyrsta flokks leiðir fyrir mótið. Leiðirnar í ár voru skemmtilegar og margar hverjar erfiðar. Leiðirnar voru settar upp af Eyþór, Kristó og Valda.

 

Eins og flestir vita er búið að skipa nýja stjórn í Klifurhúsinu og var gaman að sjá nýtt skipulag á geymslum, lager og búri. Einnig er einn veggurinn ný málaður og flottur.

Sjá myndir.

Úrslit mótsins eru eftirfarandi:

Stelpur 16 ára og eldri
Vilborg 1.sæti
Kristín Martha 2.sæti
Ásrún 3.sæti
Strákar 13-15 ára
Hilmar Ómarsson 1.sæti
Helgi Ólafsson 2.sæti
Sigurður Örn 3.sæti
Stelpur 13-15 ára
Bryndís 1.sæti
Strákar 12 ára og yngri
Sveinn Brynjar 1.sæti
Guðmundur Freyr 2.sæti
Davíð Arnar 3.sæti
Stelpur 12 ára og yngri
Ríkey Magnúsdóttir 1.sæti
Helena 2.sæti
Hekla 3.sæti

Strákar 16 ára og eldri
Kjartan Björnsson 1.sæti
Kjartan Jónsson 2.sæti
Andri Már Ómarsson 3.sæti

Stelpur 16 ára og eldri
Vilborg 1.sæti
Kristín Martha 2.sæti
Ásrún 3.sæti

Strákar 13-15 ára
Hilmar Ómarsson 1.sæti
Helgi Ólafsson 2.sæti
Sigurður Örn 3.sæti

Stelpur 13-15 ára
Bryndís 1.sæti

Strákar 12 ára og yngri
Sveinn Brynjar 1.sæti
Guðmundur Freyr 2.sæti
Davíð Arnar 3.sæti

Stelpur 12 ára og yngri
Ríkey Magnúsdóttir 1.sæti
Helena 2.sæti
Hekla 3.sæti

Klifurveggurinn í Patreksfirði

Helgina 9. og 10. október fórum við Kristó, Örvar, Jafet og Ásrún til Patreksfjarðar að halda smá klifurnámskeið. Björgunarsveitin Blakkur þar í bæ er búin að byggja mjög fínan klifurvegg, um fimm metra háan. Við byrjuðum á því að skrúfa allar festur sem voru þá á veggnum niður og skrúfa upp um 15 nýjar þrautir og gráða þær alveg eins og í Klifurhúsinu. Svo komu ungmenni úr björgunarsveitunum á Ísafirði og Patreksfirði og reyndu við þrautirnar. Við fórum einnig yfir grunnatriði í línuklifri. Við vorum mjög ánægð með hvernig námskeiðið gekk og  mikill áhugi var fyrir þessu öllu saman. Krakkarnir stóðu sig vel þrátt fyrir að þau hafi flest öll þurft að klifra á tánum.

Myndir komnar á fésið : )

Reykjanes Boulder tilbúinn

Nýji klifur leiðarvísirinn Reykjanes Boulder er loksins kominn í búðir. Í leiðarvísinum eru tekin fyrir fjögur grjótglímu klifursvæði; Öskjuhlíð, Gálgaklettar, Valbjargargjá og Hörzl við Hauga. Fjöldi leiða á svæðunum er á milli 18-44 og eru þær samtals 108 í bókinni. Ekkert af þessum svæðum hafa áður komið út í leiðarvísi og er þetta góð viðbót við klifurmenninguna á Íslandi.

Vísirinn er í sama stíl og Jósepsdalur Boulder sem var gefinn út í fyrra nema bara flottari. Hægt er að nálgast leiðarvísinn í Klifurhúsinu og Fjallakofanum.

Klifur í Háskóla Íslands á Laugarvatni

Við Háskóla Íslands á Laugarvatni er kenndur klifuráfangi þar sem farið er í helstu grunnatriði klifurs. Í haust hafa nemendur verið duglegir að klifra og heimsótt helstu klifursvæðin á  suðvesturhorninu, Valshamar, Stardal og Hvanngjá á Þingvöllum.

Hápunktur áfangans var svo helgarferð á Hnappavelli 17-19. september. Þar var klifrað frá föstudegi fram á nótt til sunnudags. Allir fundu eitthvað við sitt hæfi og klifraðar leiðir voru til dæmis Grámosinn glóir 5.4, Góð byrjun 5.5, Músastiginn 5.6, Páskaliljur 5.7, Þetta eru fífl Guðjón 5.8, Stefnið 5.9 og Can Can 5.10b.

Eitthvað var reynt við grjótglímu en þar sem fæstir höfðu komið á Hnappavelli áður vantaði tilfinnanlega leiðarvísi fyrir grjótglímu á Hnappavöllum. Þó var ein ný “grjótglímuleið” klifruð þess helgi, F-16.

Aðstaðan á Hnappavöllum er til fyrirmyndar og tóftin kom að góðum notum þegar kólna fór á kvöldin. Veðrið þess helgi var líka alveg til fyrirmyndar, logn og glampandi sól.

Eðlustökksmót Klifurhússins

Elmar reynir að slá ÍslandsmetiðDænómót var haldið í gær í Klifurhúsinu. Mótið var með sama sniði og verið hefur undandfarin ár. Keppt var í yngri og svo eldri flokki og stóð keppnin langt fram á kvöld. Andri Már Ómarsson og Elmar Orri Gunnarsson jöfnuðu Íslandsmetið sem Andri setti í fyrra og stukku 240 cm. Katrín Hrund Eyþórsdóttir sigraði í kvennaflokki.

Í dænómóti þurfa keppendur að stökkva á nett yfirhangandi vegg upp og til hliðar í 45°. Vegalengdin milli gripanna sem er stokkið úr og það sem er svo gripið í er mæld og stendur Íslandsmetið nú í 240 cm. Vegna lögunar veggsins í Klifurhúsinu þurftu Elmar og Andri að stökkva 247 cm. til að komast áfram en það er tveimur cm. meira en er venjulega bætt við hæðina. Heimsmetið í eðlustökki er 277,5 cm. sem Peter Würth setti árið 2008.

Nokkrar myndir voru teknar í mótinu og er hægt að skoða þær hér.

Nýr klifurveggur í Þórshöfn

Nýr klifurveggur hefur verið settur upp í íþróttahúsinu í Þórshöfn. Veggurinn fékk eitt bil í íþróttahúsinu á milli tveggja límtrésbita sem mynda boga þaksins í íþróttahúsinu. Veggurinn er 4,7 metrar á breidd og 8,25 metrar á hæð og er möguleiki á því að lengja hann. Neðst niðri er veggurinn nánast lóðréttur en verður meira yfirhangandi eftir því sem ofar dregur. Ofarlega á veggnum er stór kassi með góðu þaki en þar getur björgunarsveitin æft björgunaraðgerðir eins og sprungubjörgun. Boltar og akkeri eru í veggnum þannig að bæði er hægt að æfa þar ofanvaðs- og sportklifur. 200 klifurgrip voru fengin frá Nicros í Bandaríkjunum til að setja á vegginn.

Friðfinnur Gísli Skúlason kom hugmyndinni af stað og fékk hjálp smiða til að setja vegginn upp en veggurinn var kostaður af Ungmennafélagi Langnesinga, Björgunsveitinni Hafliði og Langanesbyggð.

Hraðaklifurmót á menningarnótt

Hér sést frækilegt heimsmet í HöfðatorgsklifriKlifurhúsið stendur fyrir hraðaklifurmóti á Höfðatorgsturninum á menningarnótt milli 14 til 16.

Skráning verður á staðnum og verða keppendur að geta bundið sig sjálfir og leitt, því ólíkt í fyrra verður leiðsluklifur núna en ekki ofanvað.

Þeir sem hafa áhuga á því að taka þátt verða að mæta korter í tvö til að skrá sig.

Ekki þykir ólíklegt að sigurvegarar gangi frá þessu með fulla vasa af gulli auk frægðar og frama, og jafnvel bikar.

Austur-Klofningur

Við fórum tveir félagar frá Laugarvatni að skoða nýtt grjótglímusvæði staðsett á Miðdalsfjalli rétt fyrir ofan Laugarvatn. Leiðin lá upp jeppaslóða við Miðdal og er svæðið um fimm kílómetra frá afleggjaranum. Slóðinn er frekar leiðinlegur en þokkalegur jepplingur ætti að ráða við hann.

Svæðið er klettabelti sem liggur skammt frá Gullkistunni, sem er lítill áberandi hnúkur ofan á Miðdalsfjalli, sem geymir eina boltaða leið, Jómfrúin (5,5). Lendingin undir flestum leiðum er þokkaleg en stundum mikill halli og eitthvað um stóra grjóthnullunga. Grjótið er sumstaðar mjög hvasst, hálfgjört hraun, og lítið viðnám í því.

Við fundum einn stakan stein á svæðinu og glímdum við hann, ásamt því að kíkja á skemmtilegt yfirhang í klettabeltinu. Fjölmargar leiðir litu dagsins ljós og enn fleiri “projekt”. Það verður án efa glímt við svæðið aftur á næstunni.

Endalok Strandgötu

Mynd: Heiðar ÞórKlettabeltið við Strandgötu í Hafnarfirði hefur verið rifið niður. Framkvæmdir hófust í dag um hádegi og var þá byrjað að brjóta niður klettana með fleyg á beltisgröfu. Heiðar Þór fór á svæðið í dag og talaði við vinnumenn á svæðinu og sögðu þeir ástæðuna fyrir framkvæmdunum vera slysahætta, að þetta væri allt saman að losna.

Mikil eftirsjá er eftir þessu klifursvæði þó svo það hafi ekki verið stórt. Á svæðinu voru nokkrar góðar klifurleiðir og þar með Reykjavíkurperlan (7a), ein flottasta leið höfuðborgarsvæðisins. Þar að auki var klifursvæðið á góðum stað í hjarta Hafnarfjarðar.

Reykjavík Boulder leiðarvísirinn sem hefur verið í vinnslu síðan síðasta sumar var væntanlegur í næstu viku en hefur nú verið frestaður þar sem klifursvæðið á Strandgötu var tekið fyrir í honum. Hægt er að ná í Strandgötusíðurnar úr leiðarvísinum hér fyrir neðan.

Strandgata PDF

Grjótglíma í nágrenni Reykjavíkur

Jonni klifrarEftir að hafa heyrt orðróm um ágæti námusteinanna í Geldinganesi ákváðu þeir Jónas (Jonni) og Kári að skoða svæðið nánar. Í námunni fundu þeir fjóra ágætis steina og klifruðu á þeim um 15-20 leiðir sem þeir skýrðu og gráðuðu. Leiðirnar eru í léttari kantinum en eflaust er hægt að bæta við nokkrum leiðum. Jonni var ánægður með árangurinn og útilokar ekki að þarna sé hægt að finna fleiri steina. Eftir daginn tóku félagarnir leiðirnar saman og settu í smá leiðarvísi en hann er hægt að sækja hér.

Nokkrar nýjar grjótglímuleiðir hafa einnig verið klifraðar á Háabjalla og hafa leiðirnar verið skráðar inn á Klifur.is.

Hnappavallarmaraþon 2010

Helgina 9. – 11. júlí verður hnappavallarmaraþonið (Hnappóþon) 2010 haldið. Það er þriðja hnappavallarmaraþonið í röðinni og reynt er að halda í sömu hefðir og hafa myndast síðustu tvö ár.

Keppt verður í tveggja manna liðakeppni eftir sömu stigum og keppt var eftir í fyrra. Einnig er um að ræða “Ghettoblaster” þema og allir sem taka þátt þurfa að taka með sér einhverskonar hljómflutningstæki, ipod hátalara eða annað sem framleiðir tónlist og veitt verða aukaverðlaun fyrir bestu tónlistina.

Rétt er að taka fram að sjálft mótið fer algjörlega fram á laugardeginum, svo allir ættu að geta lagt snemma af stað á sunnudaginn til að horfa á úrslitaleikinn í HM.

Nánari upplýsingar um Hnappóþon 2010 má finna á heimasíðu klifurhússins

Erfiðasti Boulderprobbi á Íslandi klifraður!

Þann 19. júní gerðust merk tímamót á Hnappavöllum þegar hann Valdimar Björnsson klifraði Kamar probbann 7C+ (8a?) sem er erfiðasta boulderleið á Íslandi. Kamar probbinn er staðsettur fyrir aftan hinn víðfræga kamar á Hnappavöllum. Settur hefur verið upp bolti fyrir ofan leiðina og fór Valdi hana í toprope, hins vegar er beðið eftir hetju sem vill láta ljós sitt skína og high ball-a hana þar sem leiðin er 7m.

Undanfarin ár hefur áhuginn á boulderi farið stig vaxandi. Margir nýjir probbar hafa verið klifraðir og mörg ný boulder klifursvæði uppgötvuð, þar má nefna Vaðalfjöll sem er talið vera eitt besta bouldersvæðið á Íslandi þótt ekki sé langt síðan klifrarar byrjuðu að klifra þar á fullu.

Til hamingju Valdi með þennan merka sigur og við bíðum öll spennt eftir 8a eða 8a+.

Skip to toolbar