Skessa 6b 5.10c

Leið 2a á mynd, afbrigði af Tröll (leið 2 á mynd).

Leiðin byrjar í undirgripi undir litla þakinu og er farin á köntum hægra megin við boltalínu á fésinu ásamt því að nota juggarann í miðjunni og ísskápatak til vinstri undir fyrsta bolta.

FF. Hildur Björk Adolfsdóttir

Crag Háibjalli
Sector Klettar
Type sport

Video

Lyklafell

Lyklafelli er lítið og nýtt búldersvæði nálægt Reykjavík. Nokkrar búlderleiðir hafa nú verið klifraðar þar en klettarnir bjóða enn upp á eitthvað magn óklifraðra leiða.

Aðkoma og klifursvæðikort Lyklafells.

1) Svarthöfði – Grjótglíma
2) Grjótglíma
3) Aldan – Grjótglíma / sport(?)
4) Grjótglíma
5) Hornið/Hellirinn – Grjótglíma
6) Ljósuklettar – Sport/trad
7) Grjótglíma / sport
8) Grjótglíma

Uppfærsla

Innskráningarkerfið hefur verið lagað og geta þess vegna allir búið sér til aðgang (loksins) á klifur.is. Ef þú hefur áhuga á því að bæta vefinn, eins og að bæta leiðalýsingu eða bæta inn myndbandi, hafðu þá samband við mig í jafetbjarkar@gmail.com og ég geri þig að Editor. Ég minni á hjálparsíðurnar á Upplýsingar (sjá neðst).

Þá er einnig búið að uppfæra Google kortið inn á Klifursvæði síðunni og kort inn á klifursvæðunum hafa verið virkjuð.

Frumburðurinn 6b+ 5.10b

Leið númer 1 á mynd. 11 metrar, 8 tvistar. Sex í leið og tveir boltar í akkeri, hægt að hreinsa akkeri með því að fara ofan við og teygja sig í tvistana.

Fyrsta leiðin sem gengið er að þegar komið er í gilið. Liggur frá vinstri juggara og upp til hægri í átt að akkeri. Endar í sama akkeri og Englaryk 5.9 og leiðirnar deila líka seinasta bolta fyrir akkerið.

(Bjarki Guðjónsson & Magnús Arturo Batista 2020)

Crag Munkaþverá
Sector Nýji sector
Type sport

Gríman 5.10d

Leið 8.1

20m

Mjó sprunga vestast í leikhúsþakinu, næsta sprunga vinstra megin við Óperu . Lúmsk þraut í gegnum þakið (EK), þaðan fer leiðin svo beint upp sprunguna milli D7 og D8.

Útilokun: leiðin er klifruð án þess að stíga út í Stúkuna, þ.e. ekki nota næstu sprungu og stuðul vinstra megin.

Rory Harrison & Sigurður Ýmir Richter, 17. júní 2020

Crag Stardalur
Sector Leikhúsið
Type trad
Skip to toolbar