Súlur-Power 6b+ 5.10b

Leið númer 6 á mynd. 12m, 7 tvistar. Tveir boltar í akkeri, hægt að hreinsa akkeri með því að fara ofan við og teygja sig í tvistana. Veisla af fjölbreyttum hreyfingum alla leið á topp. Létt yfirhangandi kaflar framhjá tveimur bumbum gerir leiðina spennandi í samfelldu klifri samkvæmt gráðunni. Góð leið.

(Friðfinnur Gísli Skúlason, Magnús Arturo Batista & Victoria Buschman, 2019)

Crag Munkaþverá
Sector Nýji sector
Type sport

Bifröst 5.9

Leið númer 5 á mynd, 220m

Leiðin liggur upp klettahrygg undir höfuðvegg Kambhorns.

  1. spönn: 5.6, 20m, 5 boltar
  2. spönn: 5.5, 30m, 5 boltar
  3. spönn: 5.7, 20m, 8 boltar
  4. spönn: 5.9, 50m, 10 boltar
  5. spönn: 50m óboltuð tengispönn
  6. spönn: 5.7, 50m, 8 boltar

Við frumferð var leiðin að stórum hluta blaut og rök og eru því góðar líkur á að gráðurnar séu ekki alveg réttar og ætti að taka þeim með fyrirvara.

Leiðarlýsing: Leiðin býður upp á alvöru fjallaklifurfíling og reynir oft meira á útsjónarsemi og vandvirka fótavinnu heldur en að toga fast. Leiðin einkennist af blönduðu klifri þar sem brattarikaflar og mosagrónar syllur skiptast á. Leiðin er fullboltuð og var hreinsuð eftir bestu getu en þó geta enn verið lausir steinar og grip sem klifrarar skulu vera vakandi fyrir.

  1. spönn hefst á hliðrun til hægri eftir stöllum. Hér geta verið laus grip í byrjun, sérstaklega ef hliðrað er of ofarlega. Við fjórða bolta er hætt að hliðra og klifið beint í góðu bergi upp uns komið er upp á mosagróna syllu. Þaðan er gengið inn að ljósum kletti í stans.
  2. Úr stansi er hliðrað til hægri og farið upp á litla syllu. Athugið að hér var/er Fýlshreiður. Af syllunni er klifrað upp stuttan en brattan vegg á góðum gripum sem verður svo aflíðandi og endar á stuttri mosagróinni syllu. Af henni er gengið inn að stuttu hafti og eftir það tekur við þægilegur stans.
  3. Jafnvægisklifur beint af augum upp úr stansi þar til komið er að lítilli syllu. Þaðan er farið upp hægra megin, upp að syllu sem á hvíla nokkrir steinar sem sitja fastir undir mikli bjargi þar á syllunni. Klifið upp á þá syllu vistra megin við bjargið og upp á það. Þaðan er komið á litla syllu þar sem við stutt haft (2m) í lélegu bergi þar sem fátt er um tök og reynir á jafnvægiskúnstir. Þaðan er gengið inn að stansi.
  4. Spönnin er þrískipt og verður mögulega settur inn stans eftir brattasta kaflann. Klifið upp um 15m brattan vegg þar sem reynir jafnt á kraft, jafnvægi og fótavinnu. Úr honum er komið upp á litla syllu og eftir það léttist klifrið til muna (5.3-5.4) en berggæðin minnka einnig. Af þessum sökum er talsvert lengra milli bolta, en gott berg til boltunar fannst aðeins á örfáum stöðum. Klifið er nokkuð beint af augum um 20m og loks eru um 15m boltalausir (ágætt til klifurst en ekki til boltunar) inn að stansi.
  5. Gengið er upp mosagróna brekku úr stansi og þaðan hliðrað inn að loka hryggnum.
  6. Úr stansi er klifið beint upp stutt haft og þaðan beygt til hægri. Leiðin eltir þaðan hrygginn nálægt hægri brúninni þar sem skiptist á léttara klifur í lakara bergi og stífara klifur í betra bergi.

Aðkoma: Farið upp frá Bretabúðunum upp brekku og undir fyrstu klettaveggina (þar er Saurgat Satans á horninu). Héðan er mælt með því að fólk setji upp hjálma. Þaðan er haldið áfram upp og til vesturs eftir grasbrekkum undir klettaveggjunum uns komið er fyrir hornið. Þaðan er haldið áfram upp grófa skriðu og hryggurinn birtist þá fljótlega.  Þaðan geta glöggir fylgt (nokkuð ógreinilegum) slóða sem liggur fyrst yfir grófa skriðu og þaðan í hlykkjum upp heldur fastari skriðu (þá rétt vestan við hrygginn). Að endingu er hliðrað til austurs inn að neðsta hluta hryggjarins. Nokkrar litlar vörður eru á leiðinni. Áætlaður uppgöngutími er um 30-45mín.

Niðurleið: Athugið að hægt er að ganga/klöngrast úr öllum stönsum til vesturs til þess að komast úr leiðinni ef svo ber undir. Frá efsta akkeri er létt klöngur um 10m þar til komið er á topp hryggjarins sem er ávalur malarhryggur. Þaðan er farið niður til vinstri (inn að stóru veggjunum) og niður frekar lausar og varasamar skriður. Mælt er með því að fikra sig fljótlega í vestur þar sem skriðurnar eru fastari og þaðan er komið inn á sömu leið og lýst var til uppgöngu.

 

 

FF: Árni Stefán Halldorsen og Íris Ragnarsdóttir Pedersen, haust 2017

Crag Vestrahorn
Sector Kambhorn
Type sport

Suðurkantur 5.5

Græn lína númer 3 á mynd

Dótaklifur.

Leiðin er alls um 300m en erfiðleikarnir eru í neðstu 150 metrunum. 5 spannir af gráðu 5.3 – 5.7. Leiðin fylgir Suðuregginni á vesturveggnum. Tími: 3 klst.

FF: Snævarr Guðmundsson og Jón Geirsson 1988 (1990?)

Crag Vestrahorn
Sector Kambhorn
Type trad

Vesturveggur 5.6

Gul lína númer 1 á mynd.

Á talsvert sameiginlegt með Bæði Boreal og Suðurkantinum.

Fysta klifurleiðin upp á Vestrahornið. Það tók þá félaga um tvær og hálfa klukkustund að klífa leiðina sem er 450m löng. Að þeirra sögn er bergið með því besta sem þeir hafa kynnst og stórkostlegt til klifurs. Að þeirra mati var leiðin af IV. gráðu en erfiðast (crux) 5.6 (V/V+). Fyrstu 80-100 metrarnir voru erfiðastir.

FF: Snævarr Guðmundsson og Jón Geirsson, 21. ágúst 1981

Crag Vestrahorn
Sector Kambhorn
Type trad
Skip to toolbar