Miðrif 5.8
Leið númer 9 á mynd
Erfið klettaklifurleið og opin í erfiðasta hluta. Gráðuð IV+/V, eða 5.7/8
FF: Jón Geirsson og Snævarr Guðmundsson, 10. apríl 1985,
Crag | Búahamrar |
Sector | Rifin |
Type | trad |
Leið númer 9 á mynd
Erfið klettaklifurleið og opin í erfiðasta hluta. Gráðuð IV+/V, eða 5.7/8
FF: Jón Geirsson og Snævarr Guðmundsson, 10. apríl 1985,
Crag | Búahamrar |
Sector | Rifin |
Type | trad |
Leið númer 8 á mynd
Gráða IV / 5.4
FF: Jón, Kristinn og Þorsteinn, október 1986
Crag | Búahamrar |
Sector | Rifin |
Type | trad |
Leið númer 7 á mynd
Vinstramegin við Rifin eru tvö áberandi horn, stefnt er á vinstra hornið og því svo fylgt upp á brún. IV+ (5.7) 80m Mjög skemmtileg leið í góðu bergi.
FF: Páll Sveinsson og Guðmundur Helgi Christensen, 3. nóvember 1990
Crag | Búahamrar |
Sector | Rifin |
Type | trad |
Leið númer 2 á mynd
Klettarif austan við Skráargatið.
FF. Snævarr Guðmundsson, Árni Tryggvason og Páll Sveinsson, nóvember 1989 (2 spannir, 5.7).
Crag | Búahamrar |
Sector | Lykkjufall |
Type | trad |
Leið númer 1 á mynd
Gilið beint fyrir ofan bæinn Skriðu.
Leið upp mjög áberandi gil í klettaveggnum sunnan við 55 gráður norður. Einu erfiðleikarnir voru í fyrstu klettaspönninni og er hún lV. gráða eða 5.6.
FF: Jón Geirsson, Kristinn Rúnarsson og Þorsteinn Guðjónsson, haust 1986
Crag | Búahamrar |
Sector | Lykkjufall |
Type | trad |
Leið upp Ofanleitishamar frá áberandi syllu í sjávarmálinu, eini staðurinn til að komast að klettunum neðan frá á nokkur hundruð metra kafla.
Ff: Jón Vigfússon, 13. febrúar 1928, einfarin án nokkurs búnaðar. 20m. Eiginleg erfiðleikagráða er óþekkt að svo stöddu.
Báturinn Sigríður VE240 barðist utan í Ofanleitishamar og Jón Vigfússon náði að stökkva af bátnum yfir á syllu í berginu. Bátinn rak aðeins frá klettunum en hann kom svo aftur að og restin af áhöfn Sigríðar náði að stökkva til Jóns á sylluna. Því næst brotnaði báturinn í spón.
Leiðin var klifruð um há vetur og mikið af hömrunum voru ísaðir og mikill snjór var í þeim. Jón gerði atlögu við hamarinn sem að var talinn ókleyfur. Jón klifraði upp hamarinn með einn sjóhanska í munninum til að nota við að ryðja snjó frá handfestum og skólaus á sokkunum.
Klifrið hófst, bergið er frekar laust í sér og yfirhangandi nálægt brúninni. Jón náði að komast til byggða og láta vita af félögum sínum á syllunni.
Crag | Vestmannaeyjar |
Sector | Ofanleitishamar |
Type | trad |
13 m, 6 boltar auk tveggja bolta akkeris með sighring.
Þverárbardagi er staðsett hægra megin við Karlinn í brúnni og Undir brúnni (https://www.klifur.is/problem/undir-brunni) og er því lengst til hægri af leiðum í Munkanum. Leiðin er létt yfirhangandi að karakter og byrjar á góðum gripum þar til komið er að stóru og góðu undirgripi. Eftir undirgripið er leiðin krefjandi alveg að 6 bolta. Þaðan er svo þæginlegt klifur að akkerinu. Gráðan er óstaðfest þar til hún fær fleiri klifranir en er líklega á efri mörkum 5.12. Leiðin nú önnur tveggja mjög erfiðra leiða í Munkanum, ásamt Brjálæði 5.12c sem er fyrir löngu klassík.
Leiðin var boltuð í maí 2018 og farin ári seinna, 26. maí 2019. Fær hún mikil meðmæli frá þeim sem hafa séð eða prófað.
(Friðfinnur Gísli Skúlason, 2019)
Crag | Munkaþverá |
Type | sport |
Leið númer 7 á mynd. 11m, 8 tvistar. Tveir boltar í akkeri, hægt að hreinsa akkeri með því að fara ofan við og teygja sig í tvistana.
Ein af tveimur 5.6 leiðum í Munkanum. Hrun varð í klettunum árið 2013 og hrundi allstór kafli við leiðirnar Talía/Bókin sem skildi eftir sig stórt ljóst “sár” á veggnum. Talía og Bókin eru ekki samar eftir þetta en úr varð ný leið, “Ljósbrot”. Lóðrétt stór sprunga á góðum gripum og fótum, fer fyrir horn til hægri og upp. Fjölbreyttar hreyfingar alveg upp í akkeri.
(Bryndís Elva Bjarnadóttir & Magnús Arturo Batista, 2018)
Nýi sector eru leiðirnar frá vinstri að og með brotinu sem varð 2013. Á þessum kafla hafa bæst við 6 leiðir milli 2011-2019. Bókin/Talía er hvítmerkt til viðmiðunar en þær eru númer 1&2 í leiðarvísi fyrir eldra svæðið til hægri, sjá hér: https://www.klifur.is/problem/talia
Crag | Munkaþverá |
Sector | Nýji sector |
Type | sport |
Byrja Sitjandi
Eitt af þeim bestu
Stand start er 7a
Myndband er af stand start
Crag | Setberg |
Type | boulder |
Leið 1, 5.10c, 90m ***
Leiðin fylgir sjálfu stefninu á Nöfinni fyrri tvær spannirnar, og fylgir hún að mestu sömu leið og Vinstri Orgelpípur að því undanskyldu að hún liggur beint upp víðu sprunguna í annarri spönn. Mælum með tryggingum í stærri kanntinum (sprungan tekur við vinum upp í BD C4 #6)
1. spönn, 5.8 20m, byrjar við þrjá brotna stuðla yst á nefinu, fer þaðan upp um 6 metra mjög víða sprungu upp á þokkalegan stall. Nokkrar mögulegar útgáfur af þessari spönn eru í boði.
2. spönn, 5.10c 40m, fer upp augljósu, stóru sprunguna framan á stefninu. Lykilkafli leiðarinnar er um 15-20 metra sprungan sem víkkar úr höndum í mjög vítt offwidth, hágæða sprunguklifur. Eftir sprunguna er brölt-hliðrun til hægri yfir í annan stans.
3. spönn, 5.9 30m, sama lokaspönn og í Orgelpípunum tveim, hornsprungu fylgt upp á topp, í nokkuð lausu bergi á köflum, gott að hafa varann á.
FF: Sigurður Ý. Richter og Magnús Ólafur Magnússon, maí 2019
Crag | Fallastakkanöf |
Type | trad |
20m **
Leiðin merkt með gulu (rauðu línur hvoru megin eru Lúsífer og 7-up)
Leiðin byrjar á utanverðu nefinu hægra megin við lúsífer, hægra megin við stóra þakið neðst, og upp á stóra syllu. Þaðan er utanverður stuðullinn (EK) klifinn upp á topp á skemmtilegum tökum. Bannað að nota tök í vinstri sprungu og stuðli.
FF: Sigurður Ý. Richter, 2019
Crag | Stardalur |
Sector | Miðvesturhamrar |
Type | trad |
Leið nr 5, 18m
Leiðin er fyrir miðju svæðinu og byrjar upp áberandi sprungu en liggur síðan utan á stuðlinum til vinstri.
FF: Hallgrímur Örn Arngrímsson, sumarið 2006
Crag | Stardalur |
Sector | Stiftamt |
Type | sport |
Vinstri (græna) línan á mynd. 20m
Leiðin er í suðurhluta Amtarinnar og er 5.7 ef stigið er í stuðulinn vinstra megin en 5.9 ef eingöngu er klifrað á fésinu.
FF: Hrappur og Rafn Emilsson, sumarið 2006
Crag | Stardalur |
Sector | Stiftamt |
Type | sport |
Hægri (bláa) línan á mynd, 20m
Hægra megin við Guðlast, aðeins laus í byrjun en batnar hjá litlu þaki. Léttara 5.8 afbryggði er vinstra megin í henni.
FF: Ólafur Ragnar Helgason og Haukur Hafsteinsson, sumarið 2006
Crag | Stardalur |
Sector | Stiftamt |
Type | sport |
Merkt með rauðum hringjum á mynd.
Krakka og byrjendaleið. Hliðrun sem endar á stalli hægra megin.
Crag | Akranes |
Sector | Suðursvæði |
Type | boulder |
Fjólublá lína á mynd.
Krakka og byrjendaleið. Byrja standandi hægra megin og upp á topp.
Crag | Akranes |
Sector | Suðursvæði |
Type | boulder |
Græn lína á mynd.
Krakka og byrjendaleið. Byrja standandi í sprungu og toppa.
Crag | Akranes |
Sector | Suðursvæði |
Type | boulder |
Blá lína á mynd
Krakka og byrjendaleið. Byrjar í undirtaki og krimper.
Crag | Akranes |
Sector | Suðursvæði |
Type | boulder |
Rauð lína á mynd
Krakka og byrjendaleið á klettinum vinstra megin við endann á grjótgarðinum. Byrja standandi í hliðargripi. Má ekki stíga á grjótgarðinn.
Crag | Akranes |
Sector | Suðursvæði |
Type | boulder |