Skátamót 5b 5.6

Leið númer 10 á mynd

Byrjar á brölti upp slabb og þar tekur við stutt yfirhang þar sem farið er vinstra megin við stóran stall. Þegar upp á stallinn er komið tekur við klifur á litlum köntum og sprungum upp í topp. Deilir akkeri með Vírbursta nr. 3, allavega fyrst um sinn. Hreinsun tók nokkurn tíma þar sem mikið var um mosa og drullu, laust grjót og flögur. Klifrara eru því beðnir um að fara varlega í fyrstu atrennu, klifra mjúklega og nota hjálm.

Crag Akranes
Sector Suðursvæði
Type sport

Mulningur 5a 5.5

Leið númer 9 á mynd

Leið sem byrjar hægra megin við hrygginn og fer upp losaralegasta hluta hamarsins. Fer upp á þægilegum tökum í byrjun en verður síðan þynnri fyrir miðju. Þegar yfir miðjuna er komið tekur við brölt upp í akkeri (tveir sigboltar). Leiðin ber nafn með rentu þar sem heilu blokkirnar voru hreinsaðar úr leiðinni og mikið var um laus tök. Algjör hjálmaskylda í þessari leið og farið rólega í hana til að byrja með.

Crag Akranes
Sector Suðursvæði
Type sport
Skip to toolbar