Þverárbardagi 7c 5.12d
13 m, 6 boltar auk tveggja bolta akkeris með sighring.
Þverárbardagi er staðsett hægra megin við Karlinn í brúnni og Undir brúnni (https://www.klifur.is/problem/undir-brunni) og er því lengst til hægri af leiðum í Munkanum. Leiðin er létt yfirhangandi að karakter og byrjar á góðum gripum þar til komið er að stóru og góðu undirgripi. Eftir undirgripið er leiðin krefjandi alveg að 6 bolta. Þaðan er svo þæginlegt klifur að akkerinu. Gráðan er óstaðfest þar til hún fær fleiri klifranir en er líklega á efri mörkum 5.12. Leiðin nú önnur tveggja mjög erfiðra leiða í Munkanum, ásamt Brjálæði 5.12c sem er fyrir löngu klassík.
Leiðin var boltuð í maí 2018 og farin ári seinna, 26. maí 2019. Fær hún mikil meðmæli frá þeim sem hafa séð eða prófað.
(Friðfinnur Gísli Skúlason, 2019)
Crag | Munkaþverá |
Type | sport |