Þrátt fyrir að íslenska sumarveðrið árið 2018 hafi ekki verið það besta hafa margir komist út og klipið í grjót. Hér er smá stikla úr einni klifurferð sem var tekin í rjómablíðu.
Draugakálfurinn Slorsi 5c 5.8
Leið númer 20 á mynd.
Leiðin ferðast um vegg og hliðrar hægt og rólega til hægri undir stórum þökum. Í lokin þarf að hliðra aðeins til vinstri til að komast í akkerið.
Kálfurinn Slorsi átti heima á bæ í Norðurfirði áður en að hann dó. Hann gekk aftur og hrellti fólk á bænum þannig að kalla þurfti til prest til að særa Slorsa í burtu.
FF: Bryndís Bjarnadóttir og Magnús Arturo Batista, 2018
Crag | Norðurfjörður |
Sector | Sögu svæði |
Type | sport |