Hólmavík

Hólmavík er fyrsta bæjarfélagið sem komið er að á Vestfjörðum. Vestfirðir eru þekktir fyrir að hafa þéttara og fastara berg heldur en suðurlandið og suðvesturhornið.

Í Hólmavík hefur eitthvað verið farið af grjótglímuþrautum en einnig eru hærri hamrar þar sem að nokkrar spotklifurleiðir eru í vinnslu.

1. Inni í bænum

1. Vömbin – project
2. Tannlausi álfurinn – 5A
3. Roy Rogers – 5B
4. Estrogen – 6A+
5. Daiya – 5C
6. Oumph – 6C

 

Garún Garún 7a+ 5.11d

Leið númer 12 á mynd

3m hægra megin við Gandreið (leið númer 4)

Stíf leið og erfið aðkoma. Best er að klifra Svarta turninn eða ganga upp gilið þar, ganga svo eftir toppnum á Búahömrum og síga niður á sylluna þar sem að leiðirnar eru. Sigboltar eru til staðar uppi.

FF: Sigurður Tómas Þórisson og Valdimar Björnsson

Crag Búahamrar
Sector Nálin
Type sport

Svarti turninn 6a 5.8

Leið númer 31 á mynd

Staðsetning:

Búahamrar í Esju, um 100 metrum vestan við Rauða turninn.

F.F.: 6/7/´09 – Andri Bjarnason, Freyr Ingi Björnsson, Sveinn Friðrik Sveinsson (Sissi).

Lýsing leiðar:

1. spönn: 5.7 – 30 m.

2. spönn: 5.8 – 15 m.

3. spönn: 5.3 – 50 m (tengispönn, brekka með stuttu hafti).

4. spönn: 5.8 – 10 m.

Fyrsta spönn er löng og brött á köflum, erfiðust fyrstu 15 metrana. 9 boltar og tveggja-bolta megintrygging.

Önnur spönn liggur upp einskonar berggang og endar í víðum strompi og þar er krúxið. 5 boltar og tveggja-bolta megintrygging.

Þriðja spönn liggur upp grasbrekku sem leiðir að stuttu og léttu klettahafti með einum bolta. Þar fyrir ofan er stutt brekka upp í eins-bolta megintryggingu.

Fjórða spönn liggur upp víða sprungu (off-width). Á einum stað þrengist sprungan og verður þar mjög hentug fyrir meðalstóran hnefa. 4 boltar og tveggja-bolta megintrygging.

Niðurleið:

Við mælum eindregið með því að klifrarar gangi niður. Best er að fara nokkra metra til vesturs og þar niður gil, fylgja svo klettaveggnum þar til komið er að þröngu og bröttu gili. Sjá leiðarvísi.

Búnaður:

60 metra lína + 11 tvistar.

ATH!!

Við erum búnir að hreinsa leiðina nokkuð vel en þó geta leynst staðir þar sem bergið er laust. Því er nauðsynlegt að nota hjálm. Varast skal að klifra út úr leið í fyrstu spönn.

Njótið vel! Það væri gaman að heyra frá þeim sem klifra leiðina, t.d. athugasemdir um gráðun o.s.frv.

Leiðarvísir og myndir

Crag Búahamrar
Sector Turnarnir
Type sport

Vopnahlé 5.7

Leið nr 2.

Ekki óvitlaust að vera frekar statískur og blíður í hreyfingum þar sem tvö megingripin í og undir þakinu eru greinilega ekki hluti af klettinum.
Fleygur var skilinn eftir í tortryggðari kaflanum í byrjun.

FF(?) Sigurður Ýmir Richter

Crag Akranes
Sector Suðursvæði
Type trad

Bakþankar 5.6

Leið nr 1.

Leiðin fylgir greinilegri sprungu upp miðjan vegginn, og er ýmist í eða vinstra megin við sprunguna.
Ágætis byrjun og dálítið í fangið með góðum tryggingum. Léttist ofar, en eftir því sem ofar dregur verður klifrið líka lausara, illtyggjanlegra og almennt bara leiðinlegt.

FF(?) Sigurður Ýmir Richter

Crag Akranes
Sector Suðursvæði
Type trad

Sætur álfur 5a 5.5

Leið númer 6

6. Sætur álfur (5.5) Léttari útgáfa af Ljóta álfinum, en hentar ekki öllum sem byrjendaleið (alla vega ekki í leiðslu). Sæti álfurinn liggur upp hornið vinstra megin á stórum tökum upp á ögn tæpt slabb og sameinast Ljóta álfinum við þriðja bolta.
Leiðirnar voru hreinsaðar eftir bestu getu en nálgist þær af skynsemi til að byrja með og notið hjálm.

FF: Þórður Sævarsson

Crag Akranes
Sector Suðursvæði
Type sport

Skírarinn 6a+ 5.9

Leið númer 4

4. Skírarinn (5.8-9?) var boltuð á Skírdag og liggur beint upp breiða sprungu í byrjun á þægilegum tökum en þverar ögn til vinstri undir áberandi stóra flögu í miðri leið (ekki fara mikið í flöguna). Erfitt klifur yfir slabb á tæpum fótum og köntum, ekki fara út fyrir slabbið á vinstri hlið. Sameinast leið 5 þegar komið er yfir slabbið. Létt og skemmtileg eftir það. Leiðina má sjálfsagt gera erfiðari með því að fara beint upp slabbið í byrjun og sleppa sprungunni.

FF: Þórður Sævarsson

Crag Akranes
Sector Suðursvæði
Type sport

Lýsisperlan 6a+ 5.9

Leið númer 1

Lýsisperlan (5.8-9?), liggur alveg upp hornið og sameinast leið 2 um miðja leið. Lyktar áberadi af Múkka spýju. Byrjar á brölti upp á stall, létt klifur. Vel í fangið eftir það og tæpt klifur á litlum köntum og flögum en breytist fljótt í stór og þægileg tök. Flott leið, ekki ósvipuð nágrannanum hægra megin, Hreiðrinu.

FF: Þórður Sævarsson

Crag Akranes
Sector Suðursvæði
Type sport

Ljótur álfur 6a+ 5.9

Leið númer 7.

Leiðin er gömul og var boltuð af félögum úr Björgunarfélagi Akraness. Leiðin byrjar á slabbi og upp í góða hvíld undir litlu þaki. Áfram yfir þakið á litlum köntum og jafnvægishreyfingum. Endar á þægilegum tökum upp í topp. Sagan segir að leiðin hafi einhvern tíman gengið undir nafninu Gyllinæð. Eins og margar leiðir er þessi léttari ef hún er farin meira til vinstri á stærri tökum og þásniðið framhjá þakinu, þá varla meira en 5.7-5.8.

Crag Akranes
Sector Suðursvæði
Type sport

Varðmenn spýjunnar 5a 5.5

Leið númer 3

Mjög góð byrjendaleið. Dregur nafn sitt af varðmönnum í Fýlslíki sem spúa eldi og brennistein á alla sem komast upp í miðja leið. Ekki freistast langt út úr leið. Leiðin byrjar í skemmtilegu yfirhangi á góðum juggurum. Við tekur slabb (framhjá hreiðrunum) sem lýkur á góðum stalli. Eftir það er þægilegt klifur upp í topp. Þéttboltuð (10 boltar) og hentar vel í fyrstu leiðslu.

Crag Akranes
Sector Suðursvæði
Type sport

Hreiðrið 6b+ 5.10b

Leið númer 2.

Byrjar á brölti upp stall, takið varlega í grjótið. Leiðin hefst fyrir alvöru á sléttum vegg á litlum köntum og tæpum fótum. Powerhreyfing í geðveikt undirtak og svo eru nokkrar tæpar hreyfingar til viðbótar upp að litlu þaki og yfir það. Eftir það er smá slabb, kantar og fótavinna.

Ef leiðin er klifruð á hefðbundin hátt og allt í faðmfjarlægð frá boltalínunni er notað þá fær leiðin 5.10b.

Hreiðrið er líka með svokallaða eliminate útgáfu. Ef aðeins eru notuð tök á feisinu, ekki út fyrir hornin til vinstri eða hægri (áberandi góð tök), þá fær leiðin gráðuna 5.10d.

9 boltar

Fyrst leidd af Þórði Sævarssyni sem boltaði ásamt Sigurði Tómasi Þórissyni.

Crag Akranes
Sector Suðursvæði
Type sport

Stjakinn 7b 5.12a

Grjótglímuþraut í leiðslu, þrír boltar og eitt auga og setja sling utan um grjótið efst fyrir akkeri, þægilegt að ganga í að ofan. Ber nafn sitt af grjóti sem stendur upp úr jörðinni og líklegt til að stjaksetja þá sem detta. Tryggjari þarf að vera vel vakandi. Byrjar vinstra megin í góðri flögu og fer vinstra megin upp eftir sprungum, grípið varlega. Þverar til hægri undir yfirhangið og svo upp hægra megin í dýrðlega holu sem er eins og einhver hafi mótað hana í höndum. Toppar svo með látum. Töff leið.

FF: Þórður Sævarsson

Crag Akranes
Sector Norðursvæði
Type sport

Dirty Rainbow 5.10a

Fyrsta spönn er boltuð af Árna Stefáni Halldorsen, Eyþóri Konráðssyni og Jónasi G. Sigurðssyni.

Flottur veggur rétt austan megin (hægri) við Saurgat Satans, gæti orðið frábær sportklifursector. Draumurinn er að láta Dirty Rainbow verða að fjölspanna leið, eins langt og mögulegt er að komast þarna upp, svo að hún er leið í vinnslu en fyrsta spönnin er tilbúin og er frábær sportklifur spönn.

Planið var að opna aðgang að þessum vegg með því að byrja á að bolta léttustu mögulegu leið upp á grassyllu sem liggur fyrir ofan allan veggin. Það mun auðvelda leiðasmiðum framtíðarinnar að geta sigið niður og boltað nýjar línur.  Teymið lét vaða í þetta á rigningardegi, því að þá var ekki möguleiki á að bouldera á steinunum fyrir neðan. Jonni byrjaði á að leggja af stað í hálfu dótaklifri og hálfu stigaklifri, bara til að komast upp vegginn og setja bolta á leiðinni á góða staði. Það gekk svona ljómandi vel, fyrstu fjóra boltana, svo var ákveðið að þetta væri ákaflega hægvirkt og frekar lítið solid. Bergið tekur ákaflega illa við tryggingum, allt var rennandi blautt og Jonni var í stífum fjallamennskuskóm. Næst var röðin komin að Eyþóri, hann leggur af stað vel til hægri, upp grasbrekku sem liggur að grassyllunni. Grasbrekkan lýtur út neðan frá fyrir að vera með því léttara sem þú gætir ímyndað þér, en svo er ekki. Brekkan er ótrúlega brött, og það er nánast ekkert sem er hægt að grípa eða stíga á sem telst vera öruggt, auk þess að vera blaut og full af fýlum. Eyþór kemst á stallinn fyrir ofan verðandi leiðina eftir um tvo tíma af klifri, óþægilegasta fall sem hann hefur tekið á klifurferlinum og baðaður í ælu frá 11 fýlum. Hann fixar línu bæði eftir grassyllunni og beint niður verðandi leiðina. Kaldir og blautir komum við okkur niður eftir þetta og Árni sá um að koma einhverjum dögum síðar, júmma sig upp og klára að bolta leiðina.

Frá síðasta bolta og upp í akkeri er mjög torkeift barð og því hefur verið komði fyrir línubút sem er bundinn á milli akkerisins og síðasta bolta. Leyfilegt er að nota línuna til að toga sig þarna yfir, því að þá kemst klifrarinn í talsvert þægilegri stans upp á framhaldið að gera, þ.e. þegar næsta spönn bætist við ofan á þessa.

5.10a – 25-30m – fullt af boltum, sennilega alveg 12-15

 

Crag Vestrahorn
Sector Kambhorn
Type sport

Video

Nemesis 5.8

Fyrst farin í júlí 1982 af Birni Vilhjálmssyni og Einari Steingrímssyni.

Í frumferð leiðarinnar sóló klifraði teymið upp “Gráu slöbbin”, merkt inn II, III og III. Slöbbin leiða upp á hrygg, þar sem að aðal klifurhluti Nemisis fer fram. Klifrað er austan megin við hrygginn.

Frá hryggnum er farið í skorstein og stefnt að öðru gráu slabbi við “Eyrað”. Gráa slabbið rétti lygilega úr sér þegar að því er komið og er lúmskt erfitt, líkist helst skíðastökkbretti. Er farið upp vinstra megin, inn í stóra horninu og stefnt á stóran stein, sem húkir undir stóru þaki, sem krýnir Gráa slabbið. Þaðan er haldið skáhalt út til vinstri upp á brúnina. Upp á topp er farið eftir gróf (ca 80-100m).

Spönn 1 – Gráða II – “Gráu slöbbin”
Spönn 2 – Gráða III – “Gráu slöbbin”
Spönn 3 – Gráða III – “Gráu slöbbin”
Spönn 4 – 5.5 – “Undir Gráa slabbinu”
Spönn 5 – 5.8 – “Undir Gráa slabbinu”
Spönn 6 – 5.4 – “Undir Gráa slabbinu”
Spönn 7 – 5.4 – “Undir Gráa slabbinu”
Spönn 8 – 5.7 – “Gráa slabbið”
Spönn 9 – 5.8 – “Gráa slabbið”
Spönn 10 – Létt klifur upp á topp – “Ofan við Eyrað”

Útbúnaður: Leiðin er boltalaus og vel gróin. Taka þarf með sér hefðbundinn búnað fyrir sportklifur, auk þess að taka hjálm, hnetusett og vinasett, jafnvel hexur, fleyga og fleyghamar. Mikið er af grónu landslagi, torf og börð, það er því alls ekki vitlaust að hafa með sér klifurísexi og jafnvel létta brodda. Einhverjir hafa stungið upp á golfskóm, með litlum oddum undir.

Frá 1982 hefur leiðin aðeins fengið eina uppferð og það var frumferðin. Frumferðar teymið á víst að hafa mælt með því að enginn myndi leika þessa leið eftir, þar sem að hún var á köflum illtryggjanleg og lítið um grip, nema bara í grasi. Hafið það í huga ef einhver ákveður að reyna að endurtaka þessa leið.

Skemmtilega frásögn frá frumferðinni má finna í 27. fréttabréfi Ísalp

Crag Vestrahorn
Sector Kambhorn
Type trad

Ódysseifur 5.9

Hæð: 200m
Lengd leiðar: 400m
Tími: 6-8 tímar í klifri + tveir tímar niður
Aðkoma: 15 mín frá bíl

Útbúnaður: Léttur klettarakkur, hnetusett + 1/2 vinasett. Aðkoma er sunnan við Kambhorn, ekki hræðast blauta sanda, þeir eru harðari en sýnist…

Leiðin var unnin á árunum 1995-1998 af Guðjóni Snæ Steindórssyni og Snævarri Guðmundssyni. Einnig komu við sögu Björn Vilhjálmsson og Einar Steingrímsson auk Jóns Geirssonar en þeir tveir síðastnefndu tóku þátt þegar leiðin var klifin í heild, um verslunarmannahelgina 1998. Als voru farnar sex ferðir austur og í hverri ferð bættust ein til þrjár spannir við leiðina. Þegar upp var staðið var leiðin alls þrettán spannir. Höfðum við ekið alls um 7000km til að ljúka henni.

Í leiðina, sem er minnst 400m löng, voru settir inn meira en 40 boltar. Þá settum við samtímis og leiðin var leidd. Gabbróið í Vestrahorni er lítið sprungið og því vart hægt að tryggja me hnetum. Þar sem við boltuðum var ekki hægt að tryggja á annan hátt. Aðeins í tveim efstu spönnunnum eru engir boltar. Leiðin fylgir augljósustu línum, þ.e.a.s. sem við sáum út hverju sinni. Í hverri megintryggingu eru yfirleitt tveir boltar og því er auðvelt um vik að síga leiðina niður. Þó er bolti til þess að síga niður efstu 20m af toppinum en bergið þar er fremur varasamt. Eftir það er brölt niður brattar skriður og slöbb.

Leiðin byrjar við enda stóru syllunar og fylgir henni út að hryggnum. Þaðan liggur hún í stórum dráttum eftir honum. Erfiðasti kaflinn er spönn nr. 4 (5.8). Þar fyrir ofan eru horn og grófir klifraðar og í lokin upp í bogalaga grassprungu (spönn 7). Ofan hennar er farin grassylla sem liggur til vinstri (spönn 8). Þaðan er stefnan tekin á hornið. Á myndinni er leiðin merkt nokkuð nákvæmlega. Til þess að losna við það að villast er sniðugast að hafa myndina með þegar leiðin er klifuð til að forðast óþarfa tafir.

Snævarr Guðmundsson

Á seinni árum hefur nálægðin við sjóinn eitthvað farið illa með þessi 40 augu sem eru í leiðinni. Sögur herma að einhver þeirra hafi verið úr áli og að þau brotni nokkuð auðveldlega af veggnum. Núna eru þó nokkur ár liðin síðan leiðin var klifruð síðast og væri frábært ef einhver gæti skorið úr þessu fyrir okkur, ásamt því að gefa okkur ca gráður á spannirnar.

Crag Vestrahorn
Sector Kambhorn
Type trad

Boreal 5c 5.7

Rauð lína númer 2 á mynd.

Fundin boltuð og frumfarin af Guðjóni Snæ Steindórssyni og Snævarri Guðmundssyni.

Fyrst klifruð í maí 2013

Aðkoman tekur um það bil 90 mín og er það brött ganga upp grýtta fjallshlíð. Grjótið er allt laust en er það stórt að gangan er ekki eins og að ganga í skriðu. Einhver teymi hafa átt í erfiðleikum með að finna leiðina, vonandi kemur myndin af góðum notum. Það á að vera blátt prússik í fyrsta bolta, það er til að gera leiðina sýnilegri ef verið er að leita af henni, það táknar ekki að leiðin sé project.

Leiðin er þægilega boltuð alla leið og er því “byrjendavæn” ef svo má að orði komast. Leiðin er samt sem áður alvarleg, hún er langt af jörðinni og það er laust grjót á vissum stöðum. Því ber augljóslega að klifra með hjálm eins og venjan er í fjölspannaklifri.

Ekki er þörf á að taka með sér dótaklifurbúnað, hnetur vini eða fleyga. Þetta er hins vegar langt slabbklifur svo að klifurskór í víðari kantinum eru sniðugir.

1. spönn –30m 4c (áður 5.5) – 5 boltar, slab
2. spönn– 40m 4c (áður 5.5) – 6 boltar, slabb
3. spönn– 50m 5b (áður 5.7) – 10 boltar, slabb/þrep
4. spönn– 50m 5b (áður 5.7) – 14 boltar, slabb/horn
5. spönn– 35m 4a (áður 5.3) – 1 bolti, skriða/þrep
6. spönn– 45m 4c (áður 5.5) – 12 boltar, slab
7. spönn– 30m 5b (áður 5.7) – 7 boltar, slabb/sprunga
8. spönn– 40m 4b (áður 5.4) – 8 boltar, slabb/grófir
9. spönn– 48m 4b (áður 5.4) – 5 boltar, slabb/grófir
10. spönn– 55m 4a (áður 5.3) – 4 boltar, slabb/gróið
11. spönn– 55m 4a (áður 5.3) – 3 boltar, slabb/skriða

Alls 478 m

Tveir boltar í öllum megintryggingum, 4 í brattasta kaflanum. Meðaltalsbil á milli bolta segir ekkert til um þéttleikan en boltar raðst eftir því hve erfitt klifrið er.

Frá enda leiðar eru ca 30 m á toppinn á Kambhorni.
Hægt er að síga beint niður leiðina, búið er að koma fyrir sigakkerum fyrir það, best er samt að síga úr toppakkerinu niður norður hliðina á Kambhorni. Þá þarf bara að síga einu sinni og svo rölta niður skriður.

Við bendum á facebooksíðuna Klifur í Vestrahorni, hún hefur að geyma skemmtilegar myndir frá frumferðinni, ásamt ferðasögum frá ýmsum teymum sem hafa látið vaða í hana.

Crag Vestrahorn
Sector Kambhorn
Type sport

Video

Skip to toolbar