Draugakálfurinn Slorsi 5c 5.8

Leið númer 20 á mynd.

Leiðin ferðast um vegg og hliðrar hægt og rólega til hægri undir stórum þökum. Í lokin þarf að hliðra aðeins til vinstri til að komast í akkerið.

Kálfurinn Slorsi átti heima á bæ í Norðurfirði áður en að hann dó. Hann gekk aftur og hrellti fólk á bænum þannig að kalla þurfti til prest til að særa Slorsa í burtu.

FF: Bryndís Bjarnadóttir og Magnús Arturo Batista, 2018

Crag Norðurfjörður
Sector Sögu svæði
Type sport

Tilberi 6a 5.9

Leið númer 23 á mynd, er inni í breiðum stromp sem er áberandi þegar maður stendur undir veggnum. 30m

Tilberi er galdravera sem yfirleitt er sköpuð af norn. Til að byrja með þarf að grafa upp mannsrif úr kirkjugarði og vefja það í gráan ullarflóka. Rifið þarf að bera við brjóst og ganga til kirkju. Við altari kirkjunar á í þrígang að spýta messuvíni í barminn og á rifið. Rifið á þá að lifna við og verða hinn svo kallaði tilberi. Aðal notagildi tilbera var að senda þá á næstu bæi til að stela mjólk frá kú og koma með aftur til tilberamóðurinnar. Að launum fyrir mjólkina þarf tilberinn að fá að sjúga blóð innanlæris á tilberamóðurinni.

Ef sigið er innan í strompnum nuddast línan á nokkrum stöðum við svolítið hvassar brúnir þannig að betra er að síga utan við strompinn og teygja sig inn í hann eftir tvistunum til þess að hreinsa leiðina. Klifrið varlega fyrstu metrana í leiðinni því bergið þar gæti verið örlítið laust.

FF: Michael Walker, 2017

Crag Norðurfjörður
Sector Sögu svæði
Type sport

Nábrækur 5c 5.8

Leið númer 24 á mynd

Nábrækur eru galdraflíkur sem að reynt var að búa til á öldum áður. Til að byrja með þurfti að gera samning við mann, áður en að hann deyr. Eftir andlát þarf að grafa hann upp úr kirkugarði og fletta af honum skinnbuxunum, þ.e. allt skinn frá ofanverðu mitti og niðurúr. Mikilvægt er að ekki komi gat á skinnið við þessa aðgerð, því að þá munu buxurnar ekki virka. Til að virkja buxurnar að þessu loknu þarf að setja pening í punginn á buxunum. Mikilvægt er að stela peningnum frá fátækri ekkju á einni af þremur stórhátíðum ársins. Því næst er farið í buxurnar og eiga þær að gróa við mann, jafn óðum og farið er í þær. Erfitt er að fara úr þeim en það er hægt ef að annar aðili samþykkir að fara í þær. Sá aðili verður að fara í hægri skálmina jafnóðum og þú ferð úr þeim.

FF: Erla Guðný Helgadóttir og Jónas G. Sigurðsson, 2017

Crag Norðurfjörður
Sector Sögu svæði
Type sport

Tékkóslóvakía 6b 5.10b

Leið númer 2 á mynd.

Tékkóslóvakía varð til í lok fyrri heimstyrjaldarinnar úr landsvæði sem áður tilheyrði Ungverjalandi. Pólitískst ósætti var á milli Tékka og Slóvena, þar sem erfiðlega gekk að komast að samkomulagi með marga hluti sem lutu að stjórnun landsins. Sátt komst á að sennilega væri bara best að skipta landinu í tvennt. Var það gert 1. janúar 1993. Nýju löndin nefndust Tékkland og Slóvakía.

FF: Stefán Steinar Smárason

Crag Norðurfjörður
Sector Landafræði svæði
Type sport

Júgóslavía 6b 5.10b

Leið númer 3 á mynd

Júgóslavía varð til í kjölfar fyrri heimstyrjaldarinnar og var að stórum hluta gerð úr landi sem áður tileyrði Ungverjalandi. Mikil spenna var í Júgóslavíu en ágætlega gekk að halda henni í lágmarki allt til 1980 þegar að Júgóslavía tók að liðast í sundur. 13 árum síðar, 1993, hafði Júgóslavía skiptst upp í: Slóveníu, Króatíu, Bosníuog Hersagóvínu, Svartfjallaland, Serbíu og Makedóníu. Nafnið merkir land suður slavana og vísar til skildleika þeirra við norður slavana í Póllandi og nágrannalöndum þess.

FF: Stefán Steinar Smárason, kringum um 2000

Crag Norðurfjörður
Sector Landafræði svæði
Type sport

Aurora 6a

Start low to the right at The Fist boulder. Long reach to the left into two nice crimpers and end in Naglinn. 6A.

Has a small extension that starts further to the left and then follows the same route, 6C.

Crag Akranes
Sector Suðursvæði
Type boulder

Video

Stemmari 6c

Steinn 7 í Svínafelli, leið 1.

Sitjandi byrjun í góðum djúpum þriggja putta vasa fyrir vinstri hendi. Fer upp til vinstri og miðar á toppinn á þríhyrndu hliðinni sem að leiðin er á, topout til hægri.

Mjög góð leið og flest allt sem getur brotnað úr leiðinni er sennilega farið nú þegar.

Crag Öræfi
Sector Svínafell
Stone 7
Type boulder

Tveggja turna tal 6a 5.8

Leið 32 á mynd.

Leið á milli Svarta turnsins og Angurboðu. Leiðin byrjar á áberandi stall þar sem að Angurboðu skorningurinn byrjar.

Spönn 1: Byrjar á stallinum á stölluðu klifri í nokkuð grónu landslagi en mjög fljótlega eykst hallin, gróðurinn minkar og leiðin verður áhugaverðari. Fullboltuð, 5.7 ca. 25m.

Spönn 2: Byrjar á góðri syllu í boltuðu akkeri og fer beint upp vegg en stefnir svo fljótlega inn í áberandi stromp á þokkalegum tökum. Frá toppnum á strompinum er létt stallað klifur upp á brún. Fullboltuð, 5.8 ca 25m.

Leiðin endar á svipuðum stað og önnur spönnin í Svarta turninum, þar hafa klifrarar val um að ganga niður úr leiðinni eða fara í loka spönnina í svarta turninum.

FF: Bjartur Týr Ólafsson og Jónas G. Sigurðsson, 6. júní 2018. Tvær spannir, fullboltuð, 5.8, 50m.

Crag Búahamrar
Sector Turnarnir
Type sport

Piparkorn 5a

Steinn númer 1 í Svínafelli, leið númer 2.

Standandi byrjun og færir sig upp til vinstri í top out.

Það er sennilega möguleiki á sitjandi byrjun, en lykiltak brotnaði í slíkum tilraunum. Þessi steinn er úr þursabergi og því aðeins lausari í sér.

Crag Öræfi
Sector Svínafell
Stone 1
Type boulder

Steinvala 6a

Steinn númer 2 í Svínafelli, leið númer 1.

Leiðin sem snýr frá vegslóðanum. Byrjar sitjandi í mjög stórum og áberandi juggara. Juggarinn skröltir aðeins en ætti ekki að losna af nema að mjög harkalega sé gengið um.

Frábær leið.

Crag Öræfi
Sector Svínafell
Stone 2
Type boulder

Leirbað 6a

Steinn 2 í Svínafelli, leið 3.

Byrjar sitjandi alveg vinstramegin á hlið 2. Löng hreyfing upp til hægri í áberandi góðan kant. Kanturinn var með smá mosabarði á og eitthvað af leðju í gripinu.

Crag Öræfi
Sector Svínafell
Stone 2
Type boulder

Göltur null

Steinn 5 í Svínafelli, leið 1. Project

Standandi byrjun í undirgripum, ferðast upp til hægri og mynnir dálítið á Jón Pál í Jósepsdal. Sameinast Gullinbursta í áberandi flötum juggara. Löng leið, fullt af hreyfingum.

Crag Öræfi
Sector Svínafell
Stone 5
Type boulder
Skip to toolbar