Zupp 5a

Steinn 5 í Svínafelli, leið 4.

Standandi byrjun á miðri bakhlið steinsinis. Leiðin einkennist af stórum undirtökum og einhverjum gróðri á leiðinni upp. Auðveldasta klifurleiðin upp á steininn og þægileg leið til að komast til að skoða efri hluta hinna leiðanna.

Crag Öræfi
Sector Svínafell
Stone 5
Type boulder

Maríuhellar

Í og við Maríuhella er eitthvað í boði af stuttri grjótglímu og er bergið þar furðu heillegt og traust miðað við Búrfellshraunið í Heiðmörk. Eflaust hefur einhver fjöldi þrauta verið klifraður hér, en allar upplýsingar vantar, og eru því nýjar skráðar hér.

Eins og á við með flest önnur íslensk nútímahraun, er bergið mjög hvasst, og því kjörið rifjárn til að safna í skráp á fingurgómunum.

Hangikjöt 5.12a

Upprunalega stigaklifurleið í Fallastakkanöf en var fríklifruð sumarið 2012.

Skemmtilega frásögn frá frumferð á leiðinni sem stigaklifurleið má finna í ársriti Ísalp frá 2002.

Spönn 1: 5.12? eða A1. Laus fríhangandi stuðull sem ber að varast. Enn bolti í stans ofan á lausa stuðlinum
Spönn 2: 5.11c/d eða A+.  Annar laus stuðull, ekki jafn mikið vandamál og í fyrstu spönn, en samt varasamur.
Spönn 3: 5.10d/11a eða A++.
Spönn 4: 5.10a. eða A++. Stutt og trikkí, smá um laust grjót síðustu 4m

FF: Guðmundur Tómasson & Styrmir Steingrímsson, 10. apríl 2001

FFF: Denis Van Hoek & Marianne Van der Steen, 26. ágúst 2012

Crag Fallastakkanöf
Type trad

Video

Vinstri orgelpípur 5.10c

Leið 2, 5.10c, 90m

Leiðin fylgir Stefninu í Nöfinni, nema í stað þess að klifra stóru sprunguna alla leið, er hliðrað yfir í næstu gróf til hægri og þaðan upp í annan stans. Hentar vel ef mjög stórar tryggingar eru ekki með í för.

In the south of Iceland and to the east of Skaftafell there is, at Borgarhafnarfjall, a 120m basalt crag known as Fallastakkanöf. It is only one hour above the main road and can be seen sticking up like giant organ pipes. The rock is mainly good, it dries quickly and is a good place to visit from the excellent campsite at Skaftafell, should bad weather be passing over the high mountains to the north.

Snaevarr Gudmundsson and I established two routes here, one in 1985 (5c, 5c, 5b) more or less straight up the middle, and the other at Easter 1992 (5c, 6a, 5b). This route starts up the cracks just right of the prominent detached pillars and left of our 1985 route. The third pitch is common to both routes. A usual rack of wires and Friends will suffice, but add an extra large Friend. (Scott 1993)

Skemmtilega frásögn frá frumferð leiðarinnar má finna í ársriti Ísalp frá 2017.

Spönn 1: 5.10 (gráðuð 5c þá)
Spönn 2: 5.10+ (gráðuð 6a þá)
Spönn 3 5.9 (gráðuð 5b þá)

FF: Doug Scott og Snævarr Guðmundsson, páskar 1992

Crag Fallastakkanöf
Type trad

Flóðalabbi 5.6

Leið 4

Dótaleið í óvenjulegu, skemmtilegu bergi. Fínasta tilbreyting fyrir þá sem eru farnir að þekkja boltuðu leiðirnar í Pöstunum helst til náið.

Aðal erfiðleikarnir eru í lóðréttum veggnum fyrir ofan við aðalklifursvæðið. Hægt er að komast að leiðinni upp brekkuna vinstra megin, en getur líka verið gaman að lengja leiðina og brölta upp stóru sprunguna vinstra megin við Vippuna (innan við 5.4).

Nefnd eftir uppátækjasama draugnum sem séra Magnús á Hörgslandi kvað niður á sínum tíma í mýrinni undir klifurleiðunum.

Crag Pöstin
Type trad

Indjáninn 5.10a

Leið númer 4.

10 m, Var frekar erfið leið fyrir sinn tíma. Þetta er ein lóðrétt sprunga sem endar á dálitlum slúttandi kafla. Mestan hluta leiðarinnar er klifrið í “layback” og einungis hægt að “jamma” fremsta hluta fingranna inn í sprunguna. Erfiðust í toppinn.

Eitthvað hefur verið rætt um að bolta Indjánann vegna þess hve erfitt er að tryggja hann

FF: Páll Sveinsson, Hvítasunna 1987.

Crag Kjarni
Sector Arnarklettur
Type trad
Skip to toolbar