Boreal 5c 5.7

Rauð lína númer 2 á mynd.

Fundin boltuð og frumfarin af Guðjóni Snæ Steindórssyni og Snævarri Guðmundssyni.

Fyrst klifruð í maí 2013

Aðkoman tekur um það bil 90 mín og er það brött ganga upp grýtta fjallshlíð. Grjótið er allt laust en er það stórt að gangan er ekki eins og að ganga í skriðu. Einhver teymi hafa átt í erfiðleikum með að finna leiðina, vonandi kemur myndin af góðum notum. Það á að vera blátt prússik í fyrsta bolta, það er til að gera leiðina sýnilegri ef verið er að leita af henni, það táknar ekki að leiðin sé project.

Leiðin er þægilega boltuð alla leið og er því “byrjendavæn” ef svo má að orði komast. Leiðin er samt sem áður alvarleg, hún er langt af jörðinni og það er laust grjót á vissum stöðum. Því ber augljóslega að klifra með hjálm eins og venjan er í fjölspannaklifri.

Ekki er þörf á að taka með sér dótaklifurbúnað, hnetur vini eða fleyga. Þetta er hins vegar langt slabbklifur svo að klifurskór í víðari kantinum eru sniðugir.

1. spönn –30m 4c (áður 5.5) – 5 boltar, slab
2. spönn– 40m 4c (áður 5.5) – 6 boltar, slabb
3. spönn– 50m 5b (áður 5.7) – 10 boltar, slabb/þrep
4. spönn– 50m 5b (áður 5.7) – 14 boltar, slabb/horn
5. spönn– 35m 4a (áður 5.3) – 1 bolti, skriða/þrep
6. spönn– 45m 4c (áður 5.5) – 12 boltar, slab
7. spönn– 30m 5b (áður 5.7) – 7 boltar, slabb/sprunga
8. spönn– 40m 4b (áður 5.4) – 8 boltar, slabb/grófir
9. spönn– 48m 4b (áður 5.4) – 5 boltar, slabb/grófir
10. spönn– 55m 4a (áður 5.3) – 4 boltar, slabb/gróið
11. spönn– 55m 4a (áður 5.3) – 3 boltar, slabb/skriða

Alls 478 m

Tveir boltar í öllum megintryggingum, 4 í brattasta kaflanum. Meðaltalsbil á milli bolta segir ekkert til um þéttleikan en boltar raðst eftir því hve erfitt klifrið er.

Frá enda leiðar eru ca 30 m á toppinn á Kambhorni.
Hægt er að síga beint niður leiðina, búið er að koma fyrir sigakkerum fyrir það, best er samt að síga úr toppakkerinu niður norður hliðina á Kambhorni. Þá þarf bara að síga einu sinni og svo rölta niður skriður.

Við bendum á facebooksíðuna Klifur í Vestrahorni, hún hefur að geyma skemmtilegar myndir frá frumferðinni, ásamt ferðasögum frá ýmsum teymum sem hafa látið vaða í hana.

Crag Vestrahorn
Sector Kambhorn
Type sport

Video

Skurk 6a+ 5.9

Leið númer 5 á mynd

Boltuð sumarið 2016 af Jón Heiðari Rúnarssyni og Fríðfinni Gísla Skúlasyni.

Nefnd eftir hljómsveitinni sem Jón Heiðar leikur í. Skemmtilegt byrjunarkrúx sem reynir mikið á að setja þyngd á fæturna.

Crag Munkaþverá
Sector Nýji sector
Type sport

Öræfi

Í Öræfunum leynast góðir steinar hingað og þangað og talsvert er örugglega ófundið enn. Stæðsta grjótglímusvæðið í Öræfunum eru Hnappavellir en þeim eru gerð skil sérstaklega á svæðinu “Hnappavellir”

Svæðin sem að hefur verið klifrað á í Öræfunum er í Hafrafelli og Svínafelli

Hafrafell

Við Hafrafell er stakur steinn sem klifrað hefur verið á. Hugsanlegt er að svæðið hafi fleiri steina sem ekki hafa fundist enn.

Blóðsteinninn er stakur steinn hjá bílastæðinu  við Hafrafell við Svínafellsjökul. Steinninn er úr gæða basalti á meðan að flest annað í kring er úr Móbergi eða Þursabergi. Allar leiðir á Blóðsteininum byrja sitjandi. Varist auðveldu leiðirnar, því að ferðamenn sem skoða jökulinn eru þekktir fyrir að leita skjóls bakvið steininn og ganga örna sinna.

The Bloodstone is a single boulder next to the parking lot at Hafrafell by the Svínafellsjökull glacier. The boulder is good quality basalt while most of the other boulders in the area are poor quality tuff. All problems on the Bloodstone have a sit start. Be careful on the easy problems behind the boulder as tourists checking out the glacier have been known to use the shelter from the boulder to relieve themselves there.

Stefnis hliðin
1. Project
2. Stefnið 6B

One on one hliðin
1. Stefnið 6B
2. One on one 6C
3. Spiritual Athleticism 7B

The Archer hliðin
1. Spiritual Athleticism 7A
2. The Archer 7A
3. Project

Rip, rap og rup hliðin
1. Rip 5B
2. Rap 5C
3.Rup 5B

Svínafell

Á austurodda Svínafells, alveg við og í jökulgarðinum frá Virkisjökli eru þó nokkrir stórir steinar úr mismunandi bergi. Einhverjir eru úr mjög föstu basalti en aðrir úr þursabergi eða móbergi. Jökullinn hefur staðið sig vel í að slípa all laust af þeim og þeir henta flestir vel til grjótglímu.

Steinn 1 – Piparkorn – Peppercorns

Austurhlið

  1. Grófmalað – 5B
  2. Piparkorn – 5A

Steinn 2 – Steinvala – The Tiny Rock

Hlið 1

1. Steinvala – 6A

Hlið 2

2. Leirbað – 6A
3. Klaufdýr – 5B
4. Roadside – 5A

Steinn 3

Steinn 4 –

  1. Árnaproj

Steinn 5 – Galtasteinn – The Hog Boulder

Hlið 1

1. Göltur – Proj

Hlið 2

2. Gullinbursti – Proj (6C+/7A?)
3. Voila – 5C
4. Zupp – 5A

Steinn 6 –

Steinn 7 – 45° steinninn

  1. Stemmari – 6C
  2. The pocket problem – ???

Steinn 8 –

Ugla 5b 5.6

Leið númer 29 á mynd.

Sumarið 2016 ákvað Palli, sem að eigin sögn hafði talað “digurbarklega” um að setja upp fleiri leiðir í Búahamra, að láta hendur standa fram úr ermum. Hann henti upp tveimur leiðum rétt vinstra megin við Svarta turninn. Ugla er 25-30m og með eitthvað á milli 15 og 18 bolta. Algengt er að fólk vant Hnappavöllum klári tvistana sína áður en leið er lokið. Einnig hefur talsvert verið um að fólk sé að rífa út grip í leiðinni, svo klifrið af nærgætni, notið hjálm.

FF: Páll Sveinsson, 2016

Crag Búahamrar
Sector Turnarnir
Type sport

Stúlkan í turninum 5c 5.7

Leið númer 30 á mynd

Sumarið 2016 ákvað Palli, sem að eigin sögn hafði talað “digurbarklega” um að setja upp fleiri leiðir í Búahamra, að láta hendur standa fram úr ermum. Hann henti upp tveimur leiðum rétt vinstra megin við Svarta turninn. Stúlkan í turninum er 25-30m og með eitthvað á milli 15 og 18 bolta. Algengt er að fólk vant Hnappavöllum klári tvistana sína áður en leið er lokið. Einnig hefur talsvert verið um að fólk sé að rífa út grip í leiðinni, svo klifrið af nærgætni, notið hjálm.

FF: Páll Sveinsson, 2016

Crag Búahamrar
Sector Turnarnir
Type sport

Kollafjörður

Kollafjörður, og í raun allir Vestfirðir hafa lítið verið skoðaðir með tilliti til klifurs en þó er heill hellingur í boði þar. Kollafjörður en með a.m.k eitt innskot eða berggang  sem að bíður upp á sportklifur. Vorið 2016 setti Haraldur Ketill Guðjónsson upp fystu leiðina í firðinum í þessu heillega innskoti. Hugsanlega er pláss fyrir eina til tvær sportklifurleiðir í viðbót á þessum vegg. Aðalmöguleikar Kollafjarðar og nærliggjandi fjarða liggja sennilega í grjótglímu.

Burstabær 8b 5.13d

Leið númer 11

Enn ein viðbótin í hæðsta svæði Hnappavalla og vonandi eiga fleiri eftir að fylgja í kjölfarið.

Leiðin er með tvö akkeri. Ef klifrað er upp að neðra akkerinu telst leiðin vera 5.11d. Fyrri hlutinn er lóðréttur og eltir sprungur og holur upp sléttan vegg. Ofar breytist hún og verður meira eins og langur boulderprobbi með krúxið á lokakaflanum. Holur kantar og slóperar. Þrjár stjörnur.

FF: Valdimar Björnsson, 2016

Crag Hnappavellir
Sector Salthöfði
Type sport
Skip to toolbar