Saurgat Satans 5.10b

Boltuð fjölspannaleið, ágætlega langt á milli bolta á sumum stöðum, slabb allan tíman.

Aðkoma: Gengið beint upp brekkuna frá tjaldsvæðinu, ætti ekki að taka mikið meira en korter. Best er svo að síga niður leiðina aftur þar sem hún fer ekki alveg upp á topp, muna að setja hnúta á endana á línunni!

Búnaður: 12-15 tvistar ætti að vera feiki nóg, ekki vitlaust að kippa 2-3 hnetum með, ekki nauðsinlegt samt. Mælt er með því að vera með hjálm allan tíman! Nesti, lína, bakpoki, kalk, klifurskór, tryggjaradúnn og góða skapið.

Leiðarlýsing: Leiðin er sjö spannir, 150+m. Leiðin er orðin nokkuð gróin og því er skynsamlegt að fara ekki í hana strax eftir rigningardag, ágætt að bíða 2-3 daga frá rigningu, endilega hreinsa burt mosa og þess háttar eftir þörfum.

Spönn 0: Brött grasbrekka upp að fyrsta akkeri,ekki boltuð enda ekki eiginlegt klifur. Ekki þörf á að fara í klifurskó eða tryggja. Mælt er með á leiðinni niður að síga samt úr akkerinu, þetta er eiginlega of bratt til að ganga niður.

Spönn 1: Byrjar á að travisa aðeins út til hægri og stefnir svo út á lítið þak, endar á góðri syllu, 5.10a

Spönn 2: Hér þarf að sýna varúð til að fara ekki út úr leið! Ef haldið er beint áfram upp frá akkerinu, þá er maður kominn inn í dótaleiðina Ódyseif, það er einn ryðgaður bolti 8-10m fyrir ofan akkerið og fleygur sem er hálfur inni, ekki fara þangað! Í staðinn þarf maður að travisa fyrir hornið hægra megin við akkerið og þá kemur maður að flottum vegg með góðum stall undir fyrir tryggjara og yfir veggnum er stærðarinnar þak, fer ekki fram hjá neinum. Þessi spönn er sennilega tæknilega erfiðasta spönnin í leiðinni, endar á syllu stall með grasi. Mikill sportklifur fílingur í þessari spönn, 5.10b

Spönn 3: Léttasta spönnin í leiðinni, að spönn 0 undanskyldri. Hér fer klifrarinn frá gras-syllu-stallinum upp stuttan vegg, yfir horn og svo í hvarf frá tryggjara. Klifrarinn heldur áfram upp frekar beint að næsta akkeri, 5.9

Spönn 4: Ágætlega löng spönn, hér fer að teygjast á boltunum. Nokkuð augljós beint upp, 5.10a/b

Spönn 5: Mjög stutt spönn menn hafa freistast til að taka spönn 5 og 6 saman, það er hins vegar alveg rosalega gott fyrir sálina að gera það ekki, 5.10a

Spönn 6: Meðal löng spönn, tvö ágætis boltabil. Liggur nokkurn veginn beint upp og endar í akkeri, 5.10a/b

 

Crag Vestrahorn
Sector Kambhorn
Type sport

Video

Dýnuframkvæmdir í Klifurhúsinu

Í dag var farið í að laga dýnurnar sem urðu fyrir vatnsskemmdum og verður svo farið í að setja splunkunýtt appelsínugult segl yfir þegar dýnunum hefur verið komið í lag. Töluðverð bleita var undir dýnunum og þurfti að henda slatta af þeim. Klifurhúsið fær fleiri dýnur frá Góða hirðinum strax eftir áramót og verður þá klárað að ganga frá. Þangað til veður bara hluti af veggjunum opinn. Hægt er að sjá opnunartímann yfir hátíðarnar á klifurhusid.is.

Hér er smá time-lapse myndband frá í dag.

Ísafjörður

Klifursvæðin í kringum Ísafjörð eru nokkur en hafa mjög gott af frekari skráningu þar sem að af nægu er að taka og bergið almennt fastara í sér heldur í kringum Reykjavík. Helstu svæðin í kringum Ísafjörð eru: 

Arnarneshamar
Sauratindar
Naustahvilft
Kirkjubólshvilft

Í kringum Ísafjörð er einnig mikið af skráðu vetrarklifri. Naustahvilft, Kirkjubólshvilft, Súðavíkurhamrar, Óshlíð og fleiri og fleiri. Nánari upplýsingar um vetrarklifur í Ísafjarðardjúpi má finna á heimasíðu Íslenska Alpaklúbbsins

Arnarneshamar

Í Arnarneshömrum eru fimm boltaðar leiðir. Bergið lýtur út fyrir að vera laust í sér en er rock solid Ísafjarðarmegin en er aðeins lausara í einu leiðinni sem er Súðavíkurmegin.

Fínasta klifur í mikilli nálægð við sjóinn. Leiðirnar hefðu gott af meiri umferð til að ná að hreinsa betur alskonar gróður úr leiðunum. Einhver augu fara að koma á endurnýjunartíma.

Gaman að nefna að göngin sem liggja í gegnum Arnarneshamra eru þau elstu á Íslandi.

 

  1. Skutull – 6a+
  2. Álft – 6a+
  3. Seyði – 5c
  4. Hestur – 5c
  5. Skata – 6b

Sauratindar

Back to top

Í Sauratindum eru fjórar klifraðar leiðir og eru tvær af þeim boltaðar á meðan hinar eru klifraðar í dóti. Boltuðu leiðirnar eru tveggja spanna og um 60m langar. Mælum við með því að þeir sem heimsækja þetta svæði klifri upp á klettana og skrifi afrek sín í gestabók. Gestabókin er í vörðu rétt fyrir ofan klettana.

Upprunalega voru það Ísfirðingar sem fóru fyrst að klifra á þessu svæði. Árið 1995 opnuðu drengirnir Eiríkur Gíslason, Hörður Harðarson , Ólafur Th Árnason og Ragnar Þrastarson fyrstu leiðina. Árið 1997 boltuðu Árni Gunnar, Gregory , Jökull bergmann og Rúnar Óli tvær leiðir, nefnist sú austari Prima Noche (5.9). Dagur Halldórs og Stefán Steinar voru skammt undan þetta sumar og opnuðu seinni dótaleiðina , City Slickers (5.7/5.8).

Þetta svæði bíður upp á mikla möguleika og væri gaman að sjá fleiri gera sér ferð þangað uppeftir og setja upp nýjar leiðir.

Viljum við minna sérstaklega á að hjálmar eru nauðsynlegir á þessu svæði og ef fólk ætlar þangað að vetri til ber að kanna snjóflóðahættu!

1. Fyrsta – 5.8/9 – Trad
2. Prima Noche – 5.9 – Sport
3. Önnur – 5.8/9 – Sport
4. City Slackers – 5.7/5.8 – Trad

Naustahvilft

Back to top

Naustahvilft er sætið í fjallinu fyrir ofan Eyrina á Ísafirði. Á veturna myndast mikill ís sem snýr í norður og helst í aðstæðum mest allan veturinn. Sjá nánar á isalp.is. Hvað klettaklifur varðar, þá eru stórir og stæðilegir steinar í botninum á hvilftinni og hefur eitthvað verið stundað af grjótglímu þar.

Kirkjubólshvilft

Back to top

Kirkjubólshvilft er næsta hvilft inn fjörðinn á eftir Naustahvilft. Af sama skapi myndast líka ís í hvilftinni sem má skoða betur á isalp.is og þarna hefur verið stunduð einhver grjótglíma þó svo að þar séu ekki alveg jafn margir steinar eins og í Naustahvilft.

Back to top

Stóra lekamálið í Klifurhúsinu

Veðrið fór varla fram hjá neinum í gærkvöldi. Stóru gluggarnir bakvið veggina í Klifurhúsinu þoldu augljóslega ekki þetta veður og fóru að mígleka með kvöldinu. Sem betur fer voru menn á staðnum sem tókst að redda málunum á frumlegan hátt.

Myndir frá Andra Már og Eyþór.

Með því að setja upp stórann plastdúk fyrir aftan vegginn tókst að leiða vatnstrauminn (sem var skuggalega mikill) í átt að brunastiganum þar sem komið var fyrir stórum fötum til að grípa vatnið.

Þessu hefur verið bjargað í bili og Klifurhúsið er í fínu lagi eftir nóttina. Það er þó augljóst að gera þarf við gluggana í húsinu og eflaust þakið líka.

298 klifurleiðir á Hnappavöllum

Klifurnördar

Í dag tókum við Jafet, Eyþór og Jonni gott session og settum inn allar klifurleiðir sem skráðar eru í Hnappavalla Klifurhandbókinni eftir Jón Viðar og Stefán Steinar. Allar klifurleiðir úr leiðarvísunum hans Sigga Tomma (Gerðuberg, Munkaþverá, Stardalur og Valshamar) hafa einnig verið skráðar.

Þegar klifursvæðin eru borin saman sést að Hnappavellir er lang stærsta klifursvæðið okkar þar sem eru núna skráðar 298 klifurleiðir. Það næst stærsta er Stardalur með 87 klifurleiðir og svo Jósepsdalur með 76 leiðir. Það á hins vegar eftir að skrá leiðir úr Vestrahorni þar sem eru um 200 klifurleiðir. Samtals eru núna 812 klifurleiðir skráðar á Klifur.is.

Með því að hafa allar klifurleiðirnar skráðar í tölvutæku formi getum við loks auðveldlega talið leiðirnar á Hnappavöllum en leiðirnar 298 skiptast svona:

  • Grjótglíma: 139
  • Sportklifur: 138
  • Dótaklifur: 21

Þetta er held ég stórt skref fyrir litla klifursamfélagið okkar á Íslandi. Þessar upplýsingar sem við höfum safnað saman í gegnum árin eru það sem gerir klifrið á Íslandi eins skemmtilegt og það er og nú hefur aðgengið að þessum upplýsingum aldrei verið betra. Með allar þessar klifurleiðir skráðar á sama stað er auðvelt að uppfæra stóru klifursvæðin og klifrarar geta farið og upplifað ný klifursvæði án þess að það þurfi að vera til prentaður leiðarvísir. Nú er bara að byrja að skipuleggja næsta sumar. Er ekki eitthvað klifursvæði sem þú átt eftir að skoða?

Ég get ekki sett inn þessa grein fyrr en ég hef þakkað leiðarvísasmiðunum fyrir að vera súper nettir á að leyfa okkur að nota allar upplýsingarnar sem þeir hafa sett svo mikla vinnu í að safna saman. Takk kærlega!

Kúreki norðursins 7b 5.12a

Leið 9

32m

Hæsta leiðin á Hnappavöllum. Fjórtán boltar. Verkefni sem Kristín Martha byrjaði á að skoða og gaf Jonna svo leyfi til að klára. Langt og þétt krúx, talsvert í fangið eftir að Kúreki norðursins greinist frá Karlinum í tunglinu.

Jónas Grétar Sigurðsson, 2013

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Crag Hnappavellir
Sector Salthöfði
Type sport

Video

Skip to toolbar