Boltaðar leiðir í Akrafjalli sumarið 2016

hamarinn

Í sumar voru boltaðar nokkrar leiðir í Akrafjalli, rétt fyrir ofan Akranes (um 45 mín frá Rvk). Leiðirnar eru fjórar og allar í sama hamri, fyrir utan eina staka leið, en í hamrinum hefur verið klifrað í nokkurn tíma í ofanvaði. Nú hafa leiðirnar verið boltaðar og sett sigakkeri, sem auðvelt er að nálgast að ofan fyrir þá sem vilja klifra í ofanvaði. Mælt er með að klifra með hjálm í hamrinum og forðast að klifra lang út fyrir boltalínu þar sem eitthvað er um laust og sprungið grjót.

Í hamrinum eru fjórar leiðir boltaðar.

“Hreiðrið 5.10c/d”. Byrjar á brölti upp stall, takið varlega í grjótið. Leiðin hefst fyrir alvöru á sléttum vegg á litlum köntum og tæpum fótum. Powerhreyfing í geðveikt undirtak og svo eru nokkrar tæpar hreyfingar til viðbótar upp að litlu þaki og yfir það. Eftir það er smá slabb, kantar og fótavinna. Orginal leiðin er hugsuð beint upp feisið án þess að taka út fyrir hornin hægra eða vinstra megin og ekki nota stóru juggarana í hliðunum (áberandi góð tök). Ef allt er notað er leiðin mun léttari, 5.10a. En endilega smakkið á henni og gefið álit. 9 boltar í leiðinni. Fyrst leidd af Þórði Sævarssyni sem boltaði ásamt Sigurði Tómasi Þórissyni.

“Varðmenn spýjunnar”, 5.5. Dregur nafn sitt af varðmönnum í Fýlslíki sem spúa eldi og brennistein á alla sem komast upp í miðja leið. Ekki freistast langt út úr leið. Leiðin byrjar í skemmtilegu yfirhangi á góðum juggurum. Við tekur slabb (framhjá hreiðrunum) sem lýkur á góðum stalli. Eftir það er þægilegt klifur upp í topp. Þéttboltuð leið, góð byrjendaleiðsla.
“Írskir dagar”, 5.5. Þægileg leið upp smá stall. Krúxið er að vippa sér upp á slabbið en þar stendur maður mjög vel í góðri brekku. Eftir slabbið er létt klifur beint upp eftir boltalínunni. Var boruð og boltuð á Írskum dögum, bæjarhátíð Akurnesinga.
“Ljótur álfur”, 5.8. Leiðin er gömul og var boltuð af félögum úr Björgunarfélagi Akraness. Leiðin byrjar á slabbi og upp í góða hvíld undir litlu þaki. Áfram yfir þakið á litlum köntum og jafnvægishreyfingum. Endar á þægilegum tökum upp í topp.

Norðan við bílastæðið er ein stök leið boltuð.

“Stjakinn 5.11a”. Grjótglímuþraut í leiðslu, þrír boltar og eitt auga og setja sling utan um grjótið efst fyrir akkeri, þægilegt að ganga í að ofan. Ber nafn sitt af grjóti sem stendur upp úr jörðinni og líklegt til að stjaksetja þá sem detta. Tryggjari þarf að vera vel vakandi. Byrjar vinstra megin í góðri flögu og fer vinstra megin upp eftir sprungum, grípið varlega. Þverar til hægri undir yfirhangið og svo upp hægra megin í dýrðlega holu sem er eins og einhver hafi mótað hana í höndum. Toppar svo með látum. Töff leið. Þórður Sævarsson boltaði og leidd fyrstur.

Bendi áhugasömum á að skoða leiðavísi fyrir Akrafjall: https://drive.google.com/file/d/0Bwig2xc5HxGybGVNZmhadGl1dE0/view

Fuþark 6a+ 5.9

Mynd 5A á mynd, boltuð sumarið 2015.

Deilir byrjun með Símonsleið en fylgir síðan vinstri sprungunni upp frá syllunni í miðjunni. Hefur upp á mjög fjölbreytt klifur að bjóða sem mynnir síst á sprunguklifur.

Fuþark hnias er nafnið á klassískasta rúnastafrófinu sem notast var við. Leiðin fékk nafn sitt þar sem að hún varð til við það að skoða gamalt project eftir Árna Gunnar en endaði síðan á að fara aðra línu til að halda erfiðleikanum samfelldari. Einnig má sjá hinar ýmsu rúnir út úr veggnum með fjörugu ýmyndunarafli.

Crag Hnappavellir
Sector Vatnsból
Type sport

Ósfell

Ósfell er grjótglímusvæði nálægt Hólmavík. Í kringum Hólmavík liggja mörg klettabelti en úr einu þeirra fyrir neðan Ósfell hafa nokkrir flottir steinar hrunið úr og myndað þetta ágæta klifursvæði. Bergið hentar mjög vel til klifurs og lendingarnar eru yfirleytt mjög fínar.

Steinarnir eru sumir hverjir mjög flottir, sérstaklega einn sem er áberandi stór steinn ofarlega á svæðinu sem hefur rúllað hvað lengst frá klettabeltinu. Allar hliðar steinsins eru yfirhangandi og á honum hafa verið klifraðir nokkrir mjög flottir probbar. Steinnin hefur stundum verið kallaður Rósin vegna þess hvernig hann er í laginu.

Hafið í huga að klifursvæðið er inni á landi fólksins í Ós og skulum við því vera tillitssöm og ganga einstaklega vel um svæðið.

Skip to toolbar