Valbjargargjá

Valbjargjargjá er lítið grjótglímuklifursvæði yst á Reykjanesinu. Valbjargargjáin og svæðið í kring er mjög fallegt og þar er margt að sjá. Margir ferðamennt koma þangað á hverju ári til að skoða. Reykjanes vitinn stendur tignarlega á einni hæðinni og sérst víða að.

Klifrið er mjög skemmtilegt. Leiðirnar eru oft yfirhangandi og með löngum hreyfingum. Um 20 klifurleiðir hafa verið klifraðar á svæðinu sem eru frá 5a til 7c? Upplýsingar um klifurleiðirnar eru í Reykjanes Boulder leiðarvísinum.

Eitthvað er um lausa steina fyrir ofan klettana og er þess vegna oft betra að fara niður í staðin fyrir að toppa leiðirnar.

Leiðarvísir

ForsíðaLeiðarvísir fyrir Valbjargargjá. Í Reykjanes Boulder eru tekin fyrir þrjú klifursvæði á Reykjanesinu og Öskjuhlíðina í Reykjavík.

Sjá meiru um leiðarvísinn.

Myndir

Vaðalfjöll

Flott grjótglímusvæði er í Vaðalfjöllunum en þar er einnig hægt að klifra með dóti. Klifrað er á hrauntöppum úr stuðlabergi. Grjótglímusvæðið er í miklu yfirhangi og er þess vegna gott skjól og gott klifur sem er í erfiðari kanntinum.

 

Steinafjall

Í Steinafjalli eru nokkrir mjög flottir steinar með eðal grjótglímu leiðum. Svæðið er í um 30 mín. akstursfjarlægð frá Hnappavöllum og hefur það verið vinsælt að skreppa þangað þegar rigningarskýið virðist vera beint fyrir ofan Hnappavelli.

Svæðið er um 50 metrum frá þjóðveginum og er því aðgengi að svæðinu mjög þæginlegt.

Í Steinafjalli hefur verið klifrað töluðvert af flottum leiðum en ég veit ekki hvort leiðirnar hafa verið skráðar nokkursstaðar niður. Væri ekki leiðinlegt að fá þessar leiðir hérna inn ef þær eru til.

Stardalur

Það má segja að Stardalur sé hjarta dótaklifurs á Íslandi. Klifrað hefur verið í Stardalshnjúk frá árinu 1978 og var það stærsta og vinsælasta klifursvæði landsins þar til Hnappavellir fundust upp úr 1990. Þar má t.d. finna erfiðustu dótaklifurleið landsins, Sónötu.

Í Stardal er eingöngu klifur, sem tryggt er á hefðbundinn hátt, þ.e. með dóti: hnetum, vinum og hexum. Spungurnar eru allt frá því að vera ókleifir hárfínir saumar upp í 20cm gímöld. Helstu sprungurnar sem hafa verið klifraðar eru fingra- og handasprungur en einnig nokkrar í víðari kantinum.

Þó nokkuð er einnig um viðnámsleiðir, sem liggja utan á stuðlum í stað sprungna milli stuðla. Er þær leiðir yfirleitt tryggðar í sprungur öðru hvoru megin við stuðulinn. Sumar þessara leiða eru tortryggðar.

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast í leiðarvísinum  Stardalur eftir Sigurð Tómas Þórisson.

kort
Sectorar í Stardal

Sauratindar

Í Sauratindum eru fjórar klifraðar leiðir og eru tvær af þeim boltaðar á meðan hinar eru klifraðar í dóti. Boltuðuleiðirnar eru tveggja spanna og um 60m langar. Mælum við með því að þeir sem heimsækja þetta svæði klifri upp á klettana og skrifi afrek sín í gestabók. Gestabókin er í vörðu rétt fyrir ofan klettana.

Upprunalega voru það Ísfirðingar sem fóru fyrst að klifra á þessu svæði. Árið 1995 opnuðu drengirnir Eiríkur Gíslason, Hörður Harðarson , Ólafur Th Árnason og Ragnar Þrastarson fyrstu leiðina. Árið 1997 boltuðu Árni Gunnar, Gregory , Jökull bergmann og Rúnar Óli tvær leiðir, nefnist sú austari PrimaNoche (5.9). Dagur Halldórs og Stefán Steinar voru skammt undan þetta sumar og opnuðu seinni dótaleiðina , City Slickers (5.7/5.8).

Þetta svæði bíður upp á mikla möguleika og væri gaman að sjá fleiri gera sér ferð þangað uppeftir og setja uppnýjar leiðir.

Viljum við minna sérstaklega á að hjálmar eru nauðsinlegir á þessu svæði og ef fólk ætlar þangað að vetri til ber að kanna snjóflóðahættu!

Norðurfjörður

PDF úrgáfu af leiðarvísinum má finna hér undir Aðrir leiðarvísar -> Grjótglíma, sport og dótaklifur.

Norðurfjörður sá sínar fyrstu leiðir upp úr aldarmótum, þegar Stefán Steinar Smárason boltaði fimm leiðir í firðinum.

Ekki voru margir sem lögðu leið sína út í Norðurfjörð og datt svæðið í gleymsku þar til sumarið 2016 þegar að Magnús Arturo Batista og Bryndís Bjarnardóttir gengu upp að klettunum og sáu að þarna voru rosalegir möguleikar fyrir sportklifur.

Seinna þetta sama sumar sigu Magnús og Jónas G. Sigurðsson niður línu sem að eftir mikla hreinsun varð að leiðinni Blóðbað.

Styrkir frá GG sport, Klifurhúsinu, Boltasjóð og Ísalp settu svo af stað verkefnið að koma upp sportklifri í Norðurfirði. Eins og stendur eru leiðirnar á svæðinu að verða 20 talsins og mikið meira á leiðinni.

Svæðið skiptist niður í sex sectora sem að hver um sig hefur nafnaþema sem samsvarar til spurningaflokks í spurningaspilinu geysivinsæla, Trivial Pursuit.

Sögu sector

Stæðsti sectorinn á Ströndum, þéttnin á leiðum er að verða þokkaleg en samt nóg af línum eftir.

 1. Grjótkast – 5.10a – opið project
 2. Eldibrandur – 5.12a – opið project
 3. Blómin á þakinu – 5.9
 4. Týnda síldin – 5.10b
 5. Tyrkjaránið – 5.11a – lokað project
 6. Baskavígin – 5.9
 7. Landnám – 5.10c
 8. Siðaskiptin – 5.?? – opið project
 9. Trékyllir – 5.?? – leitar að einhverjum til að klára sig
 10. Blóðbað – 5.10a
 11. Leið í vinnslu – 5.10
 12. Draugakálfurinn Slorsi – 5.8
 13. Tilberi – 5.9
 14. Nábrækur – 5.8
 15. Galdrafár – 5.6

Tækni & vísinda sector

Næsti sector við Sögusectorinn, verður sennilega næstur í röðinni að fá nýjar leiðir á sig.

 1. DNA – 5??
 2. Faxvélin – 5.10b

Íþrótta & leikja sector

Engar leiðir enn, en nóg í boði af bergi.

Dægrardvalar sector

Hér eru hæðstu veggirnir á svæðinu. Allur sectorinn er í kringum 50m og því verður sennilega allur sectorinn fjölspannaklifur með 2-3 spanna leiðum.

 1. Ísbjarnarblús – leið í vinnslu

Landafræði sector

Þessi sector er beint fyrir ofan bæinn Steinstún. Hér eru tvær leiðir frá Stefáni sem voru boltaðar um aldarmótin. Þær eru í áberandi gili, með möguleika á mun fleiri leiðum.

 1. Tékkóslóvakía – 5.10
 2. Júgóslavía – 5.10

Bókmennta & lista sector

Hér eru engar leiðir sem stendur en flottir möguleikar á leiðum í léttari kantinum.

Stakar leiðir

 1. Þrjátíudalastapi – 5.5 trad

Leirvogsgil

Leirvogsgil er norðaustan við Mosfellsbæ og tekur það innan við 10 mínútur að keyra þangað frá bænum. Þetta er lágt klettabelti sem sem liggur fyrir ofan Leirvogsá.

Það var byrjað að klifra á svæðinu rétt fyrir 1990 í hæsta hluta klettabeltisins. Þar er meðal annars fyrsta 5.12 leið landsins, Leiðin undir Esjunni sem Björn Baldursson klifraði 1990. Núna er búið að finna mikið af grjótglímuþrautum af öllum stærðum og gerðum í klettabeltinu.

Búahamrar

Í Búhömrum er eitthvað að finna af sportklifri og grjótglímu. Þar eru sportklifurleiðirnar Rauði turninn og Svarti turninn sem er fjölspanna klifurleið.

Bergið getur verið svolítið laust í sér þannig að það er æskilegt, sérstaklega fyrir tryggjara að vera með hjálm.

Bjarnarfjörður

Það eru u.þ.b. 10 leiðir á svæðinu og flestar þeirra eru slabbandi eða lóðréttar. Klettarnir eru frá 2 til 6m og er erfiðleiki leiðanna mjög margbreytilegur. Svæðið er í hlíð og er lendingin þess vegna oft í brekku. Leiðirnar hafa verið nefndar eftir Norðurhlið Eiger á einhvern hátt.(Upplýsingar frá Klifurhúsið.is)

Spurning hvort einhver eigi þessar leiðir skráðar hjá sér og sé til í að deila gleðinni með okkur?

Skinnhúfuklettar

Klifrað hefur verið á Skinnhúfuklettum í Vatnsdal síðan 1989. Klifrarar fóru þangað fyrst til að klifra í stórum stuðlabergshamar sem sést vel frá veginum en kom þá í ljós að hamarinn var laus í sér og óhæfur til klifurs. Klifrað var á Skinnhúfuklettum í staðin og fengu klettarnir þá nafnið Sárabótin.

Bergið í Skinnhúfuklettum getur verið svolítið hvasst og hrjúft. Klifrið er oft svolítið sértakt, oft mikið jafnvægis og fingraklifur. Ekki mjög byrjendavænt klifur.

Í dalnum hafa fundist margar fornleifar og núna í sumar komu hauskúpur rúllandi á móti bónda sem var að grafa í landinu sínu. Voru það fornleifar frá því um 100 árum eftir að fólk settist að hér á Íslandi.

Pöstin

Í Pöstunum eru 13 boltaðar leiðir og 2 skráðar dótaleiðir, 10-25 metra háar. Klettarnir, sem eru gamlir sjávarhamrar, eru fallega mótaðir og klifrið þar er mjög skemmtilegt. Lengst af voru aðeins þrjár boltaðar leiðir á svæðinu (Perestrojka, Geirvartan og Langi seli) og aragrúi af dótaleiðum, en svæðið hefur svæðið verið tekið í gegn, leiðirnar endurboltaðar og settar upp 10 nýjar sportleiðir.

Klifursvæðið er á landareign bóndans á Hvammi og hann hefur gefið klifrurum leyfi til að klifra þarna með því skilyrði að umgengni sé góð.

Postin

 

Munkaþverá

Munkaþverá er staðsett um 15 km. sunnan við Akureyri og er klifursvæðið ofan í gili fyrir neðan brúna. Í Munkaþverá er klifrað í sportklifri og dótaklifri og eru klettarnir frá 10 – 15 metra háir. Til er leiðarvísir af svæðinu sem er hægt að sækja hér til hliðar.

Úr leiðarvísi:
Klifurleiðirnar í Munkanum eru af ýmsum gerðum og gráðum, en flestar einkennast þær af tæknilegu klifri í lóðréttum veggjum á köntum og í grunnum sprungum. Nokkrar leiðir fylgja alfarið sprungukerfum (Dóni, Góðir vinir, Hornið) og eru þær tryggðar á hefðbundinn hátt (dótaklifur) og stendur ekki til að bolta þær leiðir. Fjölmargar leiðir í Munkanum eru frábærar og er hiklaust hægt að mæla með eftirfarandi leiðum:

 • Karlinn í brúnni
 • Stóru mistökin
 • Undir brúnni
 • Sófus
 • UV

Klifurveggurinn í Patreksfirði

Helgina 9. og 10. október fórum við Kristó, Örvar, Jafet og Ásrún til Patreksfjarðar að halda smá klifurnámskeið. Björgunarsveitin Blakkur þar í bæ er búin að byggja mjög fínan klifurvegg, um fimm metra háan. Við byrjuðum á því að skrúfa allar festur sem voru þá á veggnum niður og skrúfa upp um 15 nýjar þrautir og gráða þær alveg eins og í Klifurhúsinu. Svo komu ungmenni úr björgunarsveitunum á Ísafirði og Patreksfirði og reyndu við þrautirnar. Við fórum einnig yfir grunnatriði í línuklifri. Við vorum mjög ánægð með hvernig námskeiðið gekk og  mikill áhugi var fyrir þessu öllu saman. Krakkarnir stóðu sig vel þrátt fyrir að þau hafi flest öll þurft að klifra á tánum.

Myndir komnar á fésið : )

Reykjanes Boulder tilbúinn

Nýji klifur leiðarvísirinn Reykjanes Boulder er loksins kominn í búðir. Í leiðarvísinum eru tekin fyrir fjögur grjótglímu klifursvæði; Öskjuhlíð, Gálgaklettar, Valbjargargjá og Hörzl við Hauga. Fjöldi leiða á svæðunum er á milli 18-44 og eru þær samtals 108 í bókinni. Ekkert af þessum svæðum hafa áður komið út í leiðarvísi og er þetta góð viðbót við klifurmenninguna á Íslandi.

Vísirinn er í sama stíl og Jósepsdalur Boulder sem var gefinn út í fyrra nema bara flottari. Hægt er að nálgast leiðarvísinn í Klifurhúsinu og Fjallakofanum.

Klifur í Háskóla Íslands á Laugarvatni

Við Háskóla Íslands á Laugarvatni er kenndur klifuráfangi þar sem farið er í helstu grunnatriði klifurs. Í haust hafa nemendur verið duglegir að klifra og heimsótt helstu klifursvæðin á  suðvesturhorninu, Valshamar, Stardal og Hvanngjá á Þingvöllum.

Hápunktur áfangans var svo helgarferð á Hnappavelli 17-19. september. Þar var klifrað frá föstudegi fram á nótt til sunnudags. Allir fundu eitthvað við sitt hæfi og klifraðar leiðir voru til dæmis Grámosinn glóir 5.4, Góð byrjun 5.5, Músastiginn 5.6, Páskaliljur 5.7, Þetta eru fífl Guðjón 5.8, Stefnið 5.9 og Can Can 5.10b.

Eitthvað var reynt við grjótglímu en þar sem fæstir höfðu komið á Hnappavelli áður vantaði tilfinnanlega leiðarvísi fyrir grjótglímu á Hnappavöllum. Þó var ein ný “grjótglímuleið” klifruð þess helgi, F-16.

Aðstaðan á Hnappavöllum er til fyrirmyndar og tóftin kom að góðum notum þegar kólna fór á kvöldin. Veðrið þess helgi var líka alveg til fyrirmyndar, logn og glampandi sól.

Eðlustökksmót Klifurhússins

Elmar reynir að slá ÍslandsmetiðDænómót var haldið í gær í Klifurhúsinu. Mótið var með sama sniði og verið hefur undandfarin ár. Keppt var í yngri og svo eldri flokki og stóð keppnin langt fram á kvöld. Andri Már Ómarsson og Elmar Orri Gunnarsson jöfnuðu Íslandsmetið sem Andri setti í fyrra og stukku 240 cm. Katrín Hrund Eyþórsdóttir sigraði í kvennaflokki.

Í dænómóti þurfa keppendur að stökkva á nett yfirhangandi vegg upp og til hliðar í 45°. Vegalengdin milli gripanna sem er stokkið úr og það sem er svo gripið í er mæld og stendur Íslandsmetið nú í 240 cm. Vegna lögunar veggsins í Klifurhúsinu þurftu Elmar og Andri að stökkva 247 cm. til að komast áfram en það er tveimur cm. meira en er venjulega bætt við hæðina. Heimsmetið í eðlustökki er 277,5 cm. sem Peter Würth setti árið 2008.

Nokkrar myndir voru teknar í mótinu og er hægt að skoða þær hér.

Skip to toolbar