Gollum 6c+ 5.11a

Leið 14 🙂 🙂
11m
Þessi fyrrum erfiðasta leið landsins er enn í dag talsverð manndómsraun. Hefst á ágætum gripum sem hverfa fljótlega og við taka fá og smá grip og tæpir fætur. Tæknilega snúin alla leið upp en þó afar gefandi leið. Endar í sama akkeri og Sumardraumur.

Upplýsingar úr Valshamar leiðarvísi.

Crag Valshamar
Type sport

Slabbið 6a+ 5.9

Leið 9 🙂 🙂
12m
Algengast er að hefja leiðina vinsta megin á stuðlinum en hliðra strax yfir til hægri. Þaðan er hægri kantinum fylgt á litlum tökum og tæpum smurningum upp í miðja leið (ek), án þess þó að stíga á slabbið til hægri. Endar á smá krúxi undir akkerinu (ek). Hér verður að treysta viðnáminu..

Upplýsingar úr Valshamar leiðarvísi.

Crag Valshamar
Type sport

Fýlupúki 6b+ 5.10c

Leiðina vantar á mynd, er á veggnum undir sunnanverðum brúarstöplinum („sunnan við brú” í leiðarvísi). Auðvelt er að síga niður að leiðinni úr akkeri í brúarstöplinum.

Gráða í leiðarvísi er röng, en leiðin er víst nær efri hlutanum á 5.10 (b-d). Þó er hægt að taka 5.12-legri útgáfu af leiðinni ef farið er beint upp og sprungan hægra megin ekki notuð.

Munnmælasögur herma að leiðin sé ekki alslæm, og fái minni athygli en hún verðskuldar.

Crag Munkaþverá
Type sport

Undir Brúnni 6a+ 5.9

Leið 24 🙂 🙂 🙂
15m
Byrjar í lítilli geil þar sem klifrað er upp og til vinstri (ek). Þar tekur við léttara klifur upp að bröttu hafti. Þaðan taka við krefjandi hreyfingar (ek) upp að góðum gripum. Lokametrarnir farnir ýmist til vinstri upp brotið eða á köntum framhjá efsta boltanum (erfiðara).

Upplýsingar úr Munkaþverá leiðarvísi.

Crag Munkaþverá
Type sport
Skip to toolbar