Grettisbeltið 5.11a

E3 5c (5.11a)
Gula línan
Tæpir 40m, 50% slabb, 50% í fangið
Langar hreyfingar á tröllagripum í viðvarandi slútti og tryggingarnar allar akkúrat þar sem maður vill hafa þær. Draumur plast-dótaklifrarans.
Leiðin byrjar á tvem samsíða sprungum og fer þaðan beint upp slabbið. Þegar undir bratta vegginn er komið, er stuttum, brotnum sprungum fylgt upp um hálfan vegginn, en rétt áður en slær af hallanum í grónu grófinni er stefnan tekin lóðbeint til vinstri á enn betri sprungu (veggurinn þveraður við stóru holuna). Þeirri sprungu er fylgt upp á topp í gegnum tvö þök og endar á hvalreki upp yfir brúnina.
Nei, enga bolta takk!
Sigurður Ýmir Richter, 2020
Crag | Norðurfjörður |
Sector | Íþróttir & leikjasvæði |
Type | trad |
First ascent | |
Markings |