Tag Archives: klettar

Vestrahorn

We took a road trip to this place last summer and the two day bouldering session turned out to be more than we expected!

This place offers great bouldering and if you dont want to go there just to climb boulders then you have trad and sport multipitch cliffs to treat your nerves with.

Vestrahorn is the biggest Gabbro intrusion in iceland.

Leiðir:
Mr. X 6b
Kjarra dyno 6b+
Svartbakur 7c
Two against nature 7b
Grjót löndun 7b

Leiðarvísar

Hnappavellir Boulder

Hnappavellir BoulderHnappavellir er stærsta klifursvæði á Íslandi og þar er tonn af klifurleiðum. Í þessum leiðarvísi eru 140 klifurleiðir á Hnappavallahömrum og í Salthöfða. Flott kort og góðar leiðarlísingar koma þér örugglega á svæðið og svo eru steinar og svæði merkt vel þannig að þú fáir að klifra flottustu boulder vandamál með sem minnstum fyrirvara.

Myndir í leiðarvísinum eru í lit og lífið hefur aldrei verið betra. Og auðvitað er leiðarvísirinn bæði á íslensku og ensku.

 

Eftir: Jafet Bjarkar Björnsson
Útgáfuár: 2013
Klifursvæði: Hnappavellir
Tegund klifurs: Boulder
Sölustaðir: Klifurhúsið

Reykjanes Boulder

ForsíðaÍ Reykjanes Boulder eru tekin fyrir þrjú klifursvæði á Reykjanesinu og Öskjuhlíðina í Reykjavík. Svæðin eru öll í minni kantinum en engu að síður skemmtileg í klifri og falleg og þar að auki nálægt höfuðborginni. Í Öskjuhlíðinni stíga margir fyrstu skrefin sín í grjótglímu og er þá gott að hafa leiðarvísinn við höndina.   Í Reykjanes Boulder eru skráðar 108 grjótglímuleiðir sem eru frá 5a til 7c.

Eftir: Jafet Bjarkar Björnsson
Útgáfuár: 2010
Klifursvæði: Gálgaklettar, Hörzl, Valbjargargjá, Öskjuhlíð
Tegund klifurs: Boulder
Sölustaðir: Klifurhúsið

Jósepsdalur Boulder

Jósepsdalur front pageSnemma á þessari öld var byrjað að klifra í Einstæðingi í Jósepsdal. Sumarið 2007 fóru klifrarar að klifra í steinunum í brekkunni og leyndist þar fjöldinn allur af háklassa grjótglímuþrautum. Nú hafa hátt í 100 þrautir verið klifraðar á svæðinu sem er orðið stærsta grjótglímusvæðið á suðvestur-horninu.

Eftir: Jafet Bjarkar Björnsson
Útgáfuár: 2009
Klifursvæði: Jósepsdalur
Tegund klifurs: Boulder
Sölustaðir: Klifurhúsið

Hnappavallahamrar Klifurhandbók

Leiðarvísirinn er uppfullur af fróðleik um þetta stærsta klifursvæði Íslands. Í hann eru skráðar allar kletta-, ís- og dótaklifurleiðir sem klifraðar hafa verið á Völlunum. Einnig eru þar að finna þó nokkrar grjótglímuþrautir.

Eftir: Jón Viðar Sigurðsson og Stefán Steinar Smárason
Útgáfuár: 2008
Klifursvæði: Hnappavellir
Tegund klifurs: Sportklifur og dótaklifur
Sölustaðir: Klifurhúsið

PDF:

Endalok Strandgötu

Mynd: Heiðar ÞórKlettabeltið við Strandgötu í Hafnarfirði hefur verið rifið niður. Framkvæmdir hófust í dag um hádegi og var þá byrjað að brjóta niður klettana með fleyg á beltisgröfu. Heiðar Þór fór á svæðið í dag og talaði við vinnumenn á svæðinu og sögðu þeir ástæðuna fyrir framkvæmdunum vera slysahætta, að þetta væri allt saman að losna.

Mikil eftirsjá er eftir þessu klifursvæði þó svo það hafi ekki verið stórt. Á svæðinu voru nokkrar góðar klifurleiðir og þar með Reykjavíkurperlan (7a), ein flottasta leið höfuðborgarsvæðisins. Þar að auki var klifursvæðið á góðum stað í hjarta Hafnarfjarðar.

Reykjavík Boulder leiðarvísirinn sem hefur verið í vinnslu síðan síðasta sumar var væntanlegur í næstu viku en hefur nú verið frestaður þar sem klifursvæðið á Strandgötu var tekið fyrir í honum. Hægt er að ná í Strandgötusíðurnar úr leiðarvísinum hér fyrir neðan.

Strandgata PDF

Skip to toolbar