Norðurfjörður

PDF úrgáfu af leiðarvísinum má finna hér undir Aðrir leiðarvísar -> Grjótglíma, sport og dótaklifur.

Norðurfjörður sá sínar fyrstu leiðir upp úr aldarmótum, þegar Stefán Steinar Smárason boltaði fimm leiðir í firðinum.

Ekki voru margir sem lögðu leið sína út í Norðurfjörð og datt svæðið í gleymsku þar til sumarið 2016 þegar að Magnús Arturo Batista og Bryndís Bjarnardóttir gengu upp að klettunum og sáu að þarna voru rosalegir möguleikar fyrir sportklifur.

Seinna þetta sama sumar sigu Magnús og Jónas G. Sigurðsson niður línu sem að eftir mikla hreinsun varð að leiðinni Blóðbað.

Styrkir frá GG sport, Klifurhúsinu, Boltasjóð og Ísalp settu svo af stað verkefnið að koma upp sportklifri í Norðurfirði.

2021 fékk vekefnið styrk frá sjóðnum Áfram Árneshreppur upp á 400.000 sem mun ganga úr skugga um að verkefnið nái að halda áfram næstu árin.

Eins og stendur eru leiðirnar á svæðinu ríflega 42 talsins og mikið meira á leiðinni.

Svæðið skiptist niður í sex undirsvæði sem að hvert um sig hefur nafnaþema sem samsvarar til spurningaflokks í spurningaspilinu geysivinsæla, Trivial Pursuit.

Sögu svæði

Stæðsti sectorinn á Ströndum, þéttnin á leiðum er að verða þokkaleg en samt nóg af línum eftir.

 1. Grjótkast – 5.10a
 2. Eldibrandur – 5.11a
 3. Ólympíufari – 5.10d
 4. Blómin á þakinu – 5.9
 5. Týnda síldin – 5.10b
 6. Nornahár – 5.8 – trad
 7. Síldarárin – 5.8/9
 8. Dalalæða – 5.8
 9. Ottoman – 5.10d
 10. Tyrkja-Gudda – 5.10a
 11. Tyrkjaránið – 5.11a
 12. Baskavígin – 5.9
 13. Landnám – 5.10c
 14. Siðaskiptin – 5.10d
 15. Grallarinn í Gúttó – 5.10b – trad
 16. Sauður í bjarnarfeld – 5.10b/c
 17. Trékyllir – opið óklárað verkefni
 18. Blóðbað – 5.10a
 19. Þorskastríðið – 5.9
 20. Draugakálfurinn Slorsi – 5.8
 21. Leið í vinnslu
 22. Guð blessi Ísland – 5.11a
 23. Tilberi – 5.9
 24. Nábrækur – 5.8
 25. Galdrafár – 5.6

Tækni & vísinda svæði

Næsti sector við Sögusectorinn, næstur í röðinni til að auka þéttni leiða.

 1. Kindin Dolly – 5.8 – trad
 2. DNA – leið í vinnslu
 3. It must be some kind of… hot tub time machine – 5.10a R – trad
 4. Grasafræði – 5.7
 5. Nýjasta tækni og vísindi – 5.8 – trad
 6. Laser Show – 5.12b
 7. Akademía – 5.10b
 8. Coronavirus – 5.8/5.7
 9. Ritvélin – 5.11b
 10. Strengjafræði – 5.7
 11. Nifteind – leið í vinnslu

Íþrótta & leikja svæði

 1. Píla – 5.11a-c
 2. Grettisbeltið – 5.11a – trad

Dægrardvalar svæði

Hér eru hæðstu veggirnir á svæðinu. Allur sectorinn er í kringum 50m og því verður sennilega allur sectorinn fjölspannaklifur með 2-3 spanna leiðum.

 1. Jaja Ding Dong – 5.9/5.7
 2. Fiðlarinn í þakinu – 5.13a
 3. Ísbjarnarblús – leið í vinnslu
 4. Blaðahlauparinn – leið í vinnslu
 5. Leið í vinnslu

Landafræði svæði

Þessi sector er beint fyrir ofan bæinn Steinstún. Hér eru tvær leiðir frá Stefáni sem voru boltaðar um aldarmótin. Þær eru í áberandi gili, með möguleika á mun fleiri leiðum.

 1. Transilvanía – 5.10b – Trad
 2. Tékkóslóvakía – 5.10
 3. Júgóslavía – 5.10

Bókmennta & lista svæði

Breitt klettabelti upp af Steinstúni. Hér er rúmgóð hvilft með mjög stórum og bröttum stuðli.

 1. Ópið – 5.11a
 2. Almar í kassanum – 5.10a
 3. Kardemommubærinn – 5.10d
 4. Möskvar morgundagsins – 5.10c/d

Stakar leiðir

 1. Þrjátíudalastapi – 5.5 trad

Directions

Frá Reykjavík eru 328 km til Norðurfjarðar og ætti aksturinn að taka fjórar klukkustundir og 56 mínútur. Innfæddir Norðfirðingar tala um að það séu fjórir tímar til Reykjavíkur en það virðist vera full hratt ef farið er eftir umferðarlögum. Úr Reykjavík er ekið eftir Vesturlandsvegi (1) , þar til komið er að Vestfjarðarvegi (60). Vestfjarðavegurinn byrjar á því að fara yfir Bröttubrekku, í gegnum Búðadal og stuttu síðar yfir Gilsfjörð sem einkennist af Gilsfjarðarfýlunni. Rétt eftir Gilsfjörðinn er beygt inn á Djúpveg (61) en hann leiðir alla leið í Hólmavík.

Frá Ísafirði eru 305 km til Norðurfjarðar og ætti sá akstur að taka fjórar klukkustundir og 33 mínútur. Frá Ísafirði er ekið eftir Djúpvegi (61) út Ísafjarðardjúp. Við botn Djúpsins er farið yfir Steingrímsfjarðarheiði og rétt áður en komið er í Hólmavík er beygt til vinstri inn Strandaveg (643).

Frá Akureyri á heiðurinn af því að vera í lengstri aksturfjarlægð frá Norðurfirði af þessum þremur höfuðstöðum sem hér eru tilteknir. Akstursvegalengdin er 452 km og það ætti að taka sex klukkustundir og 21 mínúta. Frá Akureyri er ekið eftir Hringvegi (1) til “suðurs” eða vestur eins og stefnan liggur í raun. Sá vegur fær nafnið Norðurlandsvegur (1) á einhverjum tímapunkti. Rétt áður en komið er að Staðarskála er beygt inn Innstrandaveg (68) og honum er fylgt alla leið í Hólmavík.

Ef að það tekst að komast til Hólmavíkur, þá er farið frá Hólmavík og er ekið rétt út fyrir bæinn eftir Djúpveg (61) og beygt inn Strandaveg (643). Þeim vegi er fylgt u.þ.b. 100 km þar til að komið er í sjálfan Norðurfjörðinn. Strandvegurinn (643) verður fljótlega að malarvegi eftir að beygt er inn á hann, um 80 km af leiðinni í Norðurfjörð eru ómalbikaðir. Þessi hluti vegarinns er samt sem áður mjög góður og fær öllum fólksbílum.

Þegar komið er í Norðurfjörð er Tjaldsvæðið Urðartindur það fyrsta sem keyrt er framhjá og því næst kemur tjaldsvæði Ferðafélags Íslands. Á milli þessara tveggja tjaldsvæða er vegur sem er merktur Munaðarnes og liggur hann út að sumarhúsinu Munaðarnesi. Frá veginum er gott útsýni yfir á Drangskörð á góðum degi. Þessi vegur liggur líka akkúrat meðfram klettabeltinu og hægt er að leggja bílum meðfram þessum vegi, svo lengi sem að þeir loka alls ekki fyrir umferð.

Frá Munaðarnesveginum er um það bil 10 mínútna gangur upp að klifurleiðunum.

Map

Video

Leave a Reply

Skip to toolbar