Akrafjall

Við rætur Akrafjalls er grjótglímusvæði. Mikið er af klettum og klettabeltum á svæðinu en flestar klifurleiðirnar eru á litlu svæði nálægt veginum.

Klettarnir eru 4-6 metra háir og bjóða upp á góða glímu. Lendingin er mjög góð og stutt í Berjadalsána til að svala þorstanum eða henda sér í kalt bað!

Klifursvæðið er ennþá nokkuð nýtt og er fólki ráðlagt að taka með sér vírbursta til að taka í burtu mosa sem enn er víða á klettunum.

Nokkrar sportklifurleiðir eru í Akrafjalli. Þær eru lengst til hægri (suður) ef horft er framan á klettana og svo er Leiðin Stjakinn stök lengst til vinstri.

Leiðarvísir í PDF: Klifurhandbók Akrafjall

Norðursvæði

 1. Stjakinn – 5.11a?

Suðursvæði

 1. Bakþankar – 5.6 trad
 2. Vopnahlé – 5.8 trad
 3. Flórídaskaginn – 5.8
 4. Bakþankar – afbrygði – 5.6
 1. Lýsisperlan – 5.8/9
 2. Hreiðrið – 5.10d
 3. Varðmenn spýjunar – 5.5
 4. Skírarinn – 5.8/9
 5. Írskir dagar – 5.5
 6. Sætur álfur – 5.5
 7. Ljótur álfur (A.K.A. Gyllinæðin) – 5.10a
 8. Vírbursti nr. 3 – 5.6
 9. Sólarmegin – 5.10c

Directions

Þegar komið er upp úr göngunum er keyrt í átt að Akranesi en beygt til hægri á Akrafjallsvegi (51) áður en að bænum er komið. Eftir ruslahaugana er beygt til hægi og inn á malarveg. Keyrt með ánni fram hjá motorcross brautinni og að bílastæðinu við Selbrekku. Klettarnir sjást áður en að bílastæðinu er komið.

Map

Video

Leave a Reply

Skip to toolbar