Vaðalfjöll 27. júní ´09

Ég fékk símtal frá Eyþóri fyrr í vikunni er ég sat einn í vinnunni horfandi upp í loftið að filgjast með eðli húsflugna, það hljóðaði svona “Blessaður! Vaðalfjöll næstu helgi! Þú kemur er það ekki?” Það rann umsvifalaust af mér og ég skellti mér á Micrunni vestureftir. Ferðin var smooth alla leiðina og stóð bíllinn sig eins og hetja er hún lagði vaðalfjöllin undir dekk (og maga). Við strákarnir hittumst á miðri leið í Bjarkarlundi og vorum síðan vinsamlegast beðnir um að hætta að sína fólki fallegu kraftmiklu bílana okkar þar sem þeir væru bara einum of góðir og fólk væri farið að verða öfundsjúkt. Við féllumst á það og dröttuðumst uppeftir.

Þegar í klettana var komið tókum við fljótt eftir því að kalk frá því um páskana var ennþá á veggnum. Þetta segir okkur aðeins eitt, að það er alltaf gott veður fyrir vestan! Yfirhang klettsins gerir það líka að verkum að það rignir nánast aldrei á hann, það kuð vera um 35-45 gráður.

Í kvöldsólini og brakandi blíðu byrjuðum við síðan og hættum ekki fyrr en sólin hvarf á bakvið fjallstoppana.

Leiðirnar eru endalausar. Lágviðustaðir 6b+, fyrir neðan hana kemur Neðri Lágviðustaðir 6c, Bone braking fistfurcker 6c+, Pungbindið 6c, Dömubindið ? og síðan Left radical eckro punk 8a+. Það eru fleiri en ég bara man þær ekki í augnablikinu. Tobo er í vinnslu (eða verður það vonandi bráðum).

Þetta var hetju helgi. Klifrað var eins og aldrei fyrr, veisla á Ketilstöðum og dansað í kringum elda.

Ég segi ekki meir! Þið verðir bara að fara þangað!!

Klifurmót á Laugarvatni

Óformlegt klifurfélag Laugarvatns hélt á dögunum klifurmót fyrir nemendur Háskólans á Laugarvatni og Menntaskólans á Laugarvatni. Klifrað var á vegg björgunarsveitarinnar Ingunnar. Keppnisfyrirkomulagið var þannig að klifraðir voru fimm léttir probbar og tveir efstu í karla og kvennaflokki fengu svo að glíma við tvö aukaprobba í bráðabana.

 

Keppnin var hörkuspennandi í karlaflokki en svo fór að Loftur Gísli Jóhannesson sigraði í bráðabana. Í kvennaflokki var keppnin aldrei spennandi en Maríanna Þórðardóttir skildi aðra keppendur eftir og var sú eina sem lauk við fjóra af fimm byrjunarprobbunum. Doddy sá um skipulagningu og uppsetningu leiða.

 

Laugvetningar binda vonir við að áhugi klifrara á svæðinu aukist og að veggurinn góði fái meiri notkun. Haustið byrjar rólega en vonandi verður hægt að halda úti góðu starfi á veggnum í vetur. Hugmynd er um að halda klifurmót eftir áramót og bjóða þá Klifurhúsinu í kaffi og klifur. Hvetjum klifurapa landsins til að kíkja í heimsókn og skoða aðstæður.

Hnappavellir 28. ágúst ´09

Annað skiptið sem ég klifra á Hnappavöllum og veðrið klikkaði auðvitað ekki! Ég, Eyþór og Andri fórum saman í bíl á föstudagskvöldið. Við héldum okkur vel vakandi á leiðinni og mættum eldhressir á svæðið kl 02:00 um nóttina og af því að við erum svo umhiggjusamir vöktum við Rakel og Kjarra (sofandi inní bíl) svo að þaug gætu tjaldað tjaldinu sínu.

Allir vöknuðu kl 9 um morguninn og voru hæst ánægð með það. Sérstaklega Rakel og Kjarri. Við smelltum í okkur smá morgunmat og byrjuðum að klifra!

Kristó, Lóa og Ásrún komu síðan um miðjan dag og þá byrjuðu kraftaverkin! Kristó, Andri, Eyþór og Valdi fóru að bouldera á meðan ég og stelpurnar klifruðum einhvað örlítið erfiðara í línu. Er ekki með á hreinu hversu erfitt allir fóru en eitt er víst að allir skemtu sér vel enda veðrið geðveikt alla helgina!

Við fórum síðan heim á sunnudaginn dauðþreitt og skildum meirihlutann af puttaskinninu okkar eftir.

Ein mynd segir meira en þúsund orð þannig að ég hef þetta ekki lengra að sinni.

Adios Amigos!

Sumar í Vaðalfjöllum

Skólinn var byrjaður en hverjum er ekki sama…! Stefnan var tekin beint upp í Vaðalfjöllin við fyrst tækifæri! Bíllinn var fylltur af Dýnum, mat, bjór og hinum og þessum bráðnauðsinjum (n**tó**k?). Á leiðinni til Kristós keyrðum við fram á roadkill dauðans, það var köttur í svona 20 hlutum splattaður yfir ALLANN veginn og var hann tekinn með í nesti. Við komum seint um kveld til hina ástkæru Ketilstaða og voru kertaljósin tendruð og klósettið prufukeyrt.

Continue reading

TRUBUE Auto belay

TRUBUE Auto belaySkátaland hefur fengið umboð fyrir Trubeu Auto belay. Þessi græja er sjálfvirkur tryggjari sem tryggir klifrara og slakar honum niður ef hann vill fara niður. Græjan stillir sig sjálf eftir þyngd (10-150 kg) og er alltaf tilbúin.

Nánari upplýsingar um þessa græju má finna á heimasíðu Eldorado walls eða  www.eldowalls.com. Skátaland mun setja þennan búnað upp til prufu á næstu vikum.

Þeir sem hafa áhuga á þessum búnaði hafið samband við Helga hjá Skátalandi netfangið er helgi@skatar.is.

Meira um mótið

Um næstkomandi helgi verður haldið Norðurlandamót ungmenna í grjótglímu. Mótið fer fram í höfuðborg Svíþjóðar, Stokkhólmi, og munu átta íslenskir klifrara taka þátt í að þessu sinni. Klifrararnir eru þau: Ásrún, Andri, Kjarri, Hilmar, Bryndís, Guðmundur, Ríkey og Helena. Öll hafa þau æft af kappi hjá Klifurhúsinu og Björkinni undanfarin ár.

Á sunnudaginn verða úrslitin í beinni útsendingu á heimasíðu sænska klifursambandsins. Við hvetjum alla til þess að fylgjast með okkar þátttakendum.

Við óskum þeim öllum góðs gengis.

Meira um mótið

Um næstkomandi helgi verður haldið Norðurlandamót ungmenna í grjótglímu. Mótið fer fram í höfuðborg Svíþjóðar, Stokkhólmi, og munu átta íslenskir klifrara taka þátt í að þessu sinni. Klifrararnir eru þau: Ásrún, Andri, Kjarri, Hilmar, Bryndís, Guðmundur, Ríkey og Helena. Öll hafa þau æft af kappi hjá Klifurhúsinu og Björkinni undanfarin ár.

Á sunnudaginn verða úrslitin í beinni útsendingu á heimasíðu sænska klifursambandsins. Við hvetjum alla til þess að fylgjast með okkar þátttakendum.

Við óskum þeim öllum góðs gengis.

Valdimar klifrar 8b+ !

Valdimar Björnsson hefur náð þeim stórglæsilega árangri að vera fyrsti Íslendingurinn til að klifra leið af gráðunni 8b+ eða 5.14a.

Leiðin ber nafnið Darwin Dixit og er í Laboratory sectornum í Margalef á Spáni. Það tók Valda aðeins 8 daga í heildina að klára leiðina.

Til hamingju með þennan frábæra árangur Valdi og gangi þér vel í næstu projectum !

Sasha DiGiulian

Ef þið hafið ekki heyrt á þetta nafn minnst, ættuð þið að leggjast í smá rannsóknarvinnu.

Þessi 18 ára stelpa frá Bandaríkjunum hefur nú klifrað sína fyrstu 9a (5.14d) leið. Það gerði hún í Red River Gorge í Bandaríkjunum nú fyrir örfáum klukkutímum. Það tók hana ekki meira en 3 daga og 6 tilraunir svo það má búast við enn stærri afrekum frá þessari stelpu í náinni framtíð. Sasha er þar með þriðja konan til þess að klifra leið af þessu erfiðleikastigi en áður hafa Josune Bereciartu og Charlotte Durif náð þessum frábæra árangri.

Áfram konur/stelpur !!!!!!

Uppfærsla á Hnappavallaleiðarvísi

Eins og áður hefur komið fram hér á vefnum hefur heldur betur bæst við fjölda klifurleiða úti í Hádegishamri á Hnappavöllum. Af þessu tilefni setti Jón Viðar smá viðbót við leiðarvísinn á netið

HádegishamarEins og áður hefur komið fram hér á vefnum hefur heldur betur bæst við fjölda klifurleiða úti í Hádegishamri á Hnappavöllum. Af þessu tilefni setti Jón Viðar smá viðbót við leiðarvísinn á netið. Þess má geta að allar leiðirnar er að finna hægra megin við þær leiðir sem fyrir voru í klettabeltinu.

Einnig var boltuð ný leið í Salthöfða, hún fékk nafn og gráðu Strumpaland 5.3

Þakkir til Jóns fyrir þetta framtak.

Hugmyndir frá Selfossi

Í sumar voru klifuráhugamenn frá Selfossi að skoða stóra steinhnullunga sem voru í námu þar skammt frá. Sú hugmynd kom upp að flytja steinana frá námunni í Selfoss og koma þeim þannig fyrir að gott væri að stunda grjótglímu í þeim. Nokkur alvara var fyrir að framkvæma þessa hugmynd og væri gaman að fá að heyra hvernig þetta fór.

Á Geldinganesinu, rétt hjá Grafarvoginum, er steinanáma sem hefur ekki verið unnið í í þó nokkurn tíma. Í henni eru steinar sem eitthvað hefur verið klifrað í en aðgengi, umhverfi og klifur er ekki upp á marga fiska og það hefur ekki verið mikið sótt. Spurningin er hvort sá möguleiki sé raunhæfur að flytja steinana í bæinn. Þá væri aðgengið að steinunum betra og einnig væri hægt að stjórna því að einhverju leiti hvernig steinarnir snúa þannig að þeir væru sem hentugastir fyrir klifur. Spurningin er bara hvort steinarnir séu hentugir, hvort það sé hentugur staður fyrir þá og hvort hægt sé að fá einhverja styrki hugsanlega frá Reykjavíkurborg til að framkvæma þetta.

Þetta er verðugt verkefni til að skoða og hvet ég ykkur klifuráhugamenn á Íslandi til að athuga þetta. Ekki veitir af meira klifri í bæinn.

Hvítar strendur, brim og sjávarklettar

Andri klifrar í miklu yfirhangi

Fyrir skömmu koma vaskur hópur klifrara heim frá Mallorca þar sem hópurinn mátaði sig í nokkrar deep water solo klifurleiðir. Þetta er í fyrsta skipti sem íslenskur hópur fer í klifurferð sem þessa en deep water solo merkir það að klifurleiðirnar eru í sjávarhömrum og þegar klifrararnir detta falla þeir niður í hyldýpið fyrir neðan sig.

Til þess að svala forvitni þeirra sem vilja vita hvaða leiðir hópurinn klifraði þá ber okkur að nefna nokkrar þeirra á nafn. Andri Már klifraði Afroman (7b) sem er 18 metra leið í miklu yfirhangi. Leiðin sem Klem Loskot sést klifra í einni Dosage myndanna og hann nefndi In the Night, Every Cat is Black (8a) var klifurð af Kjartani Birni. Ein stelpnanna í hópnum, Ásrún Mjöll, klifraði Hercules (6c) sem er í hellinum Snatch Area á Cala Barques. Hópurinn klifraði á ýmsum svæðum og þar má nefna Cala Barques, Cova de Diablo, Porto Cristo- Tower of Falcons, Es Pontas og Porto Colom.

Föruneytið hélt prýðis myndasýningu eftir mótið á sem haldið var á síðastliðinn sunnudag og viljum við þakka fyrir skemmtilegt myndefni.

Föðurlandið sigrað

Valdimar Björnsson klifraði leiðina Föðurlandið núna fyrr í mánuðnum. Leiðin var boltuð af Jósef og Kristjáni fyrir tveimur árum en hefur verið opið verkefni síðan. Margir af bestu klifrurum landsins spreytt sig á því en engum tekist ætlunarverkið. Leiðin er í Hádegishamri sem er nyrsta klettabeltið á Hnappavöllum. Segja má að leiðin einkennist af nokkrum afar erfiðum hreyfingum og minnir frekar á erfiða grjótglímuþraut – leiðin telur ekki nema 12 metra. Valdimar hyggur að leiðin sé líklega 5.13c eða 5.13d.

Annað sem helst er í fréttum frá Hnappavöllum er að í Hádegishamri eru núna komnar 7 nýjar leiðir. Ekki er vitað um nákvæmar gráður og nöfn á leiðunum en þær eru á bilinu 5.4-5.10c. Kjörið að ná einni góðri ferð austur áður en veturinn gengur í garð og máta sig í þessar.

Klifurnámskeið á Hnappavöllum

Evrópa unga fólksinsÞann 12. til 17. ágúst var haldið klifur og útivistarnámskeið á Hnappavöllum, styrkt af Evrópu unga fólksins. Til að byrja með voru sjö klifrarar skráðir en á öðrum degi slóst sá áttundi í hópinn. Veðrið lék við hópinn allan tímann og allir völdu sér leið til að vinna í yfir námskeiðið. Öllum krökkunum gekk vel klifrið og þurftu flestir að velja sér oftar en einu sinni nýtt verkefni þar sem það fyrra var klárað með stæl. Það ber að nefna tvö afrek sem voru unnin á námskeiðinu; Guðmundur fór Miklagljúfur 5.11a og Bryndís klifraði Janus 5.10a. Allir á námskeiðinu lærðu grunnatriðin í línuklifri eins og að tryggja, þó svo að margir hafi kunnað það fyrir, ásamt því að þræða akkeri.

Ævintýraleg ferð var farin í sund á Höfn og einnig út í skipsflak sem niðri við sjóinn sunnan af Hnappavöllum. Mikill áhugi var fyrir grjótglímu í hópnum og bjuggu klifrararnir til nokkrar nýjar þrautir. Allir skemmtu sér konunglega og vildu flestir koma aftur að ári ef það væri í boði.

Skip to toolbar