Hnappavallaleiðarvísi frestað

Útgáfu á væntanlegum grjótglímu leiðarvísi fyrir Hnappavelli hefur verið frestað til næsta sumars. Í staðinn verður hægt að gera betri leiðarvísi næsta sumar og með fleiri leiðum. Margar leiðir sem hafa verið klifraðar átti eftir að fara yfir, merkja gráður og upplýsingar um leiðirnar. Einnig er mikil vinna eftir í kortagerð fyrir svæði.

Stefnt verðu á að gefa út tvo leiðarvísa næsta sumar. Það verður þá Hnappavallaleiðarvísirinn og svo líklega grjótglímu leiðarvísir fyrir Vaðalfjöll eða klifurleiðarvísir fyrir Vestfyrði.

Klifurveggur á Egilsstöðum tekinn niður

Klifurveggurinn í Íþróttamiðstöð Egilsstaða hefur verið tekinn niður. Veggurinn var staðsettur í einu horni í stórum íþróttasal og hann var ekki mikið notaður samkvæmt starfsmönnum þar. Veggurinn var frekar lítill grjótglímuveggur og með nett yfirhang. Höldurnar voru einnig fremur litlar og hann því ekkert sérstaklega byrjendavænn. Fyrir lengra komna var þetta hins vegar fínasti veggur. Veggurinn hefur hugsanlega verið færður eitthvað annað.

Nýr leiðarvísir

Fyrsti steinninn var settur niður í dag í nýja Hnappavallaleiðarvísinn sem verið er að vinna í. Leiðarvísirinn er sá þriðji í röðinni af þessari grjótglímu leiðarvísa syrpu og fær hann nafnið “Hnappavellir Boulder”. Leiðarvísirinn verður í sama þema og þeir fyrri, nú með grænt litaþema.

 

Fyrsti steinn í HádegishamriUm 120 klifurleiðir og project hafa verið skráð niður en vonast er til að fjöldi þeirra verði í um 140 – 160 þegar leiðarvísirinn verður gefinn út.  Ekki er vitað með vissu hvenær leiðarvísirinn verður gefinn út, mikil vinna liggur fyrir höndum, en það verður líklegast í lok sumars eða í haust. Þetta verður þá stærsti grjótglímu leiðarvísirinn sem gefinn hefur verið út á Íslandi.

Ný leið á Hnappavöllum

Ný leið hefur verið boltuð á Hnappavöllum. Leiðin er staðsett í Hádegishamri, og er hægra megin við hina alræmdu og óklifruðu leið Föðurlandið. Þessar leiðir er ekki að finna í Hnappavallaleiðarvísinum þar sem þær eru báðar boltaðar eftir útgáfu hans en þær eru hægra megin við Litlu Lúmsku Leiðina.

Heiðurinn af leiðinni eiga þeir Jósef Sigurðsson og Guðlaugur Ingi Guðlaugsson en þeir boltuðu hana nú um helgina og hafa gefið henni nafnið Herra Alheimur. Gráða leiðarinnar hefur enn ekki verið fest, en hún mun vera eitthvað um 5.10a.

Einnig er rétt að minnast á það að þessa sömu helgi klifraði Egill Örn Sigþórsson Fantasíu 5.13a (7c+) og Jósef fór Hláturhúsið 5.12b (7b) sem er stórglæsilegt.

Nordic Youth Camp í Finnlandi

Nú hefur hópur ungra og efnilegra klifrara lagt land undir fót og haldið til Turku í Finnlandi.  Klifrararnir taka þátt í Nordic Youth Camp sem eru norrænar klifurbúðir haldnar árlega. Í búðunum verður áhersla lögð á sportklifur og grjótglímu, bæði úti og inni.
Hægt er að fylgjast með hópnum á facebook  en búðirnar standa yfir dagana 26.06.2011-02.07.2011.

http://www.facebook.com/group.php?gid=105724649483067

Við óskum þeim góðrar ferðar og góðs gengis !

Í þessu samhengi er vert að minnast á að erfiðasta leið Finnlands, Syncro 8c, sem var klifruð af Tomi Nytrop fyrstum manna árið 2006 var klifruð aftur. Samkvæmt síðunni http://27crags.com/ var það þýski klifrarinn Christian Bindhammer sem endurtók leikinn fyrir tveim dögum eða þann 23. Júní 2011 og telur hann leiðina jafnvel bera gráðuna 8c+.

Af sportklifri og Hnappavöllum..

HnappavallakortEflaust hafa þónokkrir velt fyrir sér hvaða leið sé í Pöstinni lengst til vinstri en nefnist hún Vippan og henni hefur verið gefin gráðan 5.11b. Kristín Martha Hákonardóttir á heiðurinn af boltun hennar.

Annars er vert að benda á nýtt fyrirkomulag kamars-, bolta- og tóftarsjóðs Hnappavalla. Nú er öllum þeim klifrurum sem ætla að nýta sér svæðið bent á að fjárfesta í Hnappavallakortinu.

Það fæst í Klifurhúsinu og kostar 1000 krónur. Einnig er hægt að greiða með millifærslu á reikning 111-26-503810 kt:410302-3810 Skýring: Kamar.

Meðfylgjandi er mynd af þessu glæsilega korti.

Afrek frá Rodellar

Félagarnir Kristján Þór, Egill Örn og Jósef komu á dögunum heim frá klifurferð til Rodellar á Spáni.

Félagarnir Kristján Þór, Egill Örn og Jósef komu á dögunum heim frá klifurferð til Rodellar á Spáni.

Drengirnir stóðu sig eins og hetjur og klifruðu margar leiðir og bar þar hæst að Egill og Kristján klifruðu leiðina Familia Manson 8a+ og Jósef klifraði El Pequeno Bravo 7c. Með þessu bættu Egill og Jósef sig um gráðu.

Auk þess að klifra þessar leiðir fór Kristján eina 7c beint af augum, Egill fór tvær 7b+ beint af augum og Jósef eina 7a+ beint af augum.

Allt þetta ásamt mörgum fleiri afrekum er hægt er að skoða á 8a síðunum hjá strákunum, en þær má nálgast með því að smella á nöfnin þeirra hér að ofan.

Til hamingju með góðan árangur strákar!

Glænýtt myndband úr Jósepsdal

Vinur okkar Jonatan Van Hove hefur sett saman annað klifurmyndband en hann er sá sem setti saman myndbandið af steininum hjá Munkaþverá.

Það er alltaf hressandi að skella sér í Jósepsdalinn. Ef þið eruð að hugsa um að kíkja er gott að hafa í huga að til þess að komast alla leið þar helst að vera á jeppa eða á þokkalega háum bíl. Það er hægt að komast að brekkunni sem fer upp og inn í dalinn en það er ekki ráðlagt að fara lengra á fólksbíl. Það kemur smá slæmur kafli snemma á veginum hjá krossbrautinni en þar er hægt að fara út af veginum til vinstri á aðeins betri slóða.

Kisi
Úthorn
Jósefsdalur er ekki til

Steinn við Munkaþverá

Grjótglíma við MunkaþveráJonatan ásamt fríðu föruneyti hefur hreinsað stein við Munkaþverá og segir hann steininn vera góðan, að á honum séu gæðaleiðir og í kringum hann góð lending. Þau fundu um 10 leiðir á steininum og er mynd af honum meðfylgjandi.

Við þökkum þeim kærlega fyrir lofsvert framtak og hvetjum alla til að senda inn upplýsingar um klifur víðsvegar um landið.

 

Eldgos og aska

Að sögn bænda á Hnappavöllum er grátt yfirlitum og mistur í lofti. Skyggnið er um 1,5 km og vindur þó nokkur.  Aðstæður eru ekki eins slæmar og á milli Klausturs og Freysnes. Ekki er vitað til þess að klifrarar hafi verið á staðnum þegar eldgosið hófst en flugbjörgunarsveit var þar við æfingar. Það má búast við áhrifum eldgossins í einhvern tíma og hugsast getur að klifrarar eyði sumrinu í að blása burt ösku úr klifurleiðum en við vonum auðvitað hið besta.

Annnars fór sumarið á Hnappavöllum vel af stað og um síðustu helgi voru þar um 12 manns.

Klifursvæði

Nú þegar sumarið er gengið í garð og klifrarar víðsvegar um landið flykkjast á hin ýmsu klifursvæði er vert að hafa í huga nokkrar almennar umgengnisreglur :

-Við skiljum við svæðið eins og við komum að því. Allt rusl er tekið með til byggða og ekkert skilið eftir.

-Í samskiptum við landeigendur skal kurteisi vera í hávegum höfð.

-Forðast skal í lengstu lög að raska umhverfi og ásjónu svæðanna.

Áður en haldið er á ný svæði er ráðlegt að kynna sér hvort einhverjar sérstakar umgengnisreglur eigi við á viðkomandi svæði.

Þetta ætti að stuðla að áframhaldandi aðgangi að klifursvæðum landsins.

Góðar stundir og gleðilegt KLIFURsumar!

 

 

Sumar & klifur

Nú er mann aldeilis farið að lengja í sumarið og ef segja má, þá er nú stutt í að það fari að vora. Já, við vitum það öll að vorið er rétt handan við hornið, vorið er í loftinu.

Yfirleitt er útiklifurtíðin byrjuð þegar páskafríið hefst. Nú er það líka víst að ef maður virkilega vill komast í útiklifur þá er það hægt, svo snemma sem í mars. Ef ég segi sjálfur frá þá var ein besta helgin sem ég hef átt á Hnappavöllum einnmit í mars. Allt var á kafi í snjó en sólin var uppi, það var heiðskírt og logn. Þessir aðstæður voru einstakar fyrir gott klifur.

Nú er mann aldeilis farið að lengja í sumarið og ef segja má, þá er nú stutt í að það fari að vora. Já, við vitum það öll að vorið er rétt handan við hornið, vorið er í loftinu.

Yfirleitt er útiklifurtíðin byrjuð þegar páskafríið hefst. Nú er það líka víst að ef maður virkilega vill komast í útiklifur þá er það hægt, svo snemma sem í mars. Ef ég segi sjálfur frá þá var ein besta helgin sem ég hef átt á Hnappavöllum einnmit í mars. Allt var á kafi í snjó en sólin var uppi, það var heiðskírt og logn. Þessir aðstæður voru einstakar fyrir gott klifur.

Það verður spennandi að sjá hvernig menn skipuleggja ferðir sínar þetta sumarið enda er eldsneytisverð hátt. Góð lausn er að fylla alltaf bílinn af fólki og kaupa kvöldmatinn saman sem hópur. Það eru rúmir 350 km aðra leið á Hnappavelli frá Reykjavík sem samsvarar um 700 km báðar leiðir. Miðað við núverandi verð á 95 octan bensíni myndi það kosta bíl sem eyðir 7 lítrum á hundraði u.þ.b. 11.200 krónur. Með því að deila bensín kostnaði niðar á fjóra gera þetta um 2800 krónur á mann.

Nú borða allir eðal mat á Hnappavöllum, allt annað en eðal matur myndi líklega hafa neikvæða áhrif á klifrið hjá manni. Segjum að þú kaupir mat fyrir tvö til þrjú þúsund kall og leggur það saman við bensín verðið þá myndi Hnappavallaferðin kosta þig rúmlega fimm til sex þúsund krónur.

Þetta er ekki svo slæmt. Hvernig myndir þú verðsetja ferð á Hnappavelli, sem veitir þér tvo fulla daga af hetju klifri, ef verður leyfir 😉 og tvo og hálfan dag með klifurvinum og félögum þínum. Eru fimm til sex þúsund krónur þá of miklir peningar?

En hvað um það! Það eru margar sportleiðir sem bíða eftir mönnum og einnig er fullt af grjótglímu probbum, sem hafa beðið allan veturinn eftir að komast í snertingu við okkur enn og aftur.

Það eru ansi margir með sín eigin prójekt og hafa unnið stíft í allan vetur til þess að ná markmiðum sínum nú í sumar.

Í stuttu máli þá verður mjög spennandi að sjá árangurinn hjá mönnum eftir sumarið og miðað við það hversu sterkir margir hafa orðið á síðastliðnu ári þá verður haustið sérlega fréttnæmt.

Svo smellti ég saman stuttu myndbandi frá ýmsum leiðum á Hnappavöllum og Jósepsdal til þess að gera biðina eftir sumrinu styttri 🙂

Skógurinn á Reykjanesi

Valdimar hefur sett saman enn eitt klifurmyndbandið. Í þessu myndbandi sem heitir “Svanurinn, Háibjalli” erum við Valdi að prófa í fyrsta skifti að klifra á þessum skemmtilega steini við Háabjalla á Reykjanesinu. Steinninn var vel mosavaxinn og við gáfum okkur góðan tíma í að þrífa steininn.

Í byrjun reyndum við að klifra leið sem liggur upp miðjan steininn. Leiðin er í nettu yfirhangi og fer upp slópera og lítil grip. Sú lína er ennþá óklifruð. Svanurinn 6b, fer aðeins til hægri og endar í langri hreyfingu upp á brún í flottan vasa.

Á steininum eru einnig Funky Joe 6a+ og Litlu flugurnar 6a.

Frumskógur á Reykjanesi

Valdimar hefur sett saman enn eitt klifurmyndbandið. Í þessu myndbandi sem heitir “Svanurinn, Háibjalli” erum við Valdi að prófa í fyrsta skifti að klifra á þessum skemmtilega steini við Háabjalla á Reykjanesinu. Steinninn var vel mosavaxinn og við gáfum okkur góðan tíma í að þrífa steininn.

Í byrjun reyndum við að klifra leið sem liggur upp miðjan steininn. Leiðin er í nettu yfirhangi og fer upp slópera og lítil grip. Sú lína er ennþá óklifruð. Svanurinn, 6b, fer aðeins til hægri og endar í langri hreyfingu upp á brún í flottan vasa.

Á steininu eru einnig Funky Joe 6a+ og Litlu flugurnar 6a.

Flosalaug í Svínafelli

Bæjarráð Hornfjarðar og rekstraraðilar sorpbrennslustöðvarinnar í Svínafelli í Öræfum hafa ákveðið að hætta starfseminnni vegna umræðu um díoxíð mengun sem stafar af sorpbrennslum.

Flosalaug sem við böðum okkur í eftir langan klifurdag verður jafnframt lokað. Sorpbrennslustöðin Brennu-Flosi í Svínafelli í Öræfum hefur starfað frá árinu 1993. Samhliðauppbyggingu brennsluofnsins byggði fjölskyldan í Svínafelli 1 sundlaugina Flosalaug sem hituð var með orku frá brennsluofninum.

Nú er næsta bað frá Hnappavöllum á Kirkjubæjarklaustri eða austar hjá Hoffellsjökli en þar er að finna fjóra heitapotta sem hitaðir eru af heitu vatni sem kemur úr gamalli rannsóknarborholu. Svo má nefna að það er slík hola sem dælir upp endalausu heitu vatni í Skaftafelli. Spurningin er bara hvenær þeir ætla sér að gera einhverja aðstöðu svo að klifrarar geta aftur legið í heitu vatni eftir góðan klifurdag á völlunum.

http://www.mbl.is/frettir/forsida/2011/03/01/loka_sorpbrennslustodinni_i_oraefum/

Félagarnir í Kjuge

Benjamin Mokri setti saman video frá ferð sem hann fór með Valdimar Björnsson til Kjuge í Svíþjóð í september, 2010. Valdi hitti Benjamin heima hjá honum í Kaupmannahöfn og svo keyrðu þeir yfir í Kjuge þar sem þeir klifruðu í tvo daga.

Valdimar segir að svæðið hafi verið miklu betra en hann átti von á og stefnir á að fara þangað aftur í apríl næstkomandi.

Video 2011

Frankenjura & pfals from Valdimar björnsson on Vimeo.

Stefan gerritsen climbes two very nice routes. The first line is in frankenjura, this 8b has some long moves in steep terrain leading to a bouldery crux. The second line is in Pfals and is all about the end moves!! Video shot by mathieu ceron and edit by valdimar.

Three from pfals from Valdimar björnsson on Vimeo.

This place was so good. We had some days where the sandstone sparkled with friction and on thoughs days your fingers stick to the friendly holds!! Definitely a place to go bouldering.
Thanks mathieu for guiding use around this cool area!
The first boulder is a 6c. In the credits it is missing!

Two from Pfals from Valdimar björnsson on Vimeo.

Stefan Gerritsen climbes two boulders in the Pfals area.
High class sandstone climbing is to be found there.

Bouldering in pfals from Valdimar björnsson on Vimeo.

Living in the woods, climbing all day long, eating different kind of food, meeting brilliant people. Pfals sandstone is awesome and so is the german weissbier.

Tvær frá Jósepsdal from Valdimar björnsson on Vimeo.

Two boulders from Josepsdal. The first one is on the boulder in the bottom of the valley and the second is in the east hill from the bottom boulder.

First up is valdimar and then its up to jósef to finnish with some tricks.

Kjuge sessions part 1 from Valdimar björnsson on Vimeo.

First up is Benjamin and Arnaud. They both climbed this very fun climbed travers called Det gáfulla falket. Then there are two boulders, first one is named Fajers dyno and the last problem is just right of the dyno and is called Dalastark, both 7a.
Shot by Ben, Arnaud, Leon & valdimar.
Music is by Radiohead.

Justyna, Tryggvi, Björn, Hinrik and me decided to clean up this boulder on the way to Munkaþverá (Akureyri, Iceland).

I had tons of fun that day, and I hope many people will climb the problems we brushed off.

Read more: http://klifur.is/is/2011/148-steinn-vie-munkatvera

Psyche up iceland from Valdimar björnsson on Vimeo.

 This is just a short little vid to try and get you guys all psyched up for the upcoming summer of 2011. KOMA SVOOO!!!!! 🙂

 

Svanurinn, Háibjalli from Valdimar björnsson on Vimeo.

 Reykjanes peninsula holds numerous bouldering areas. This one was originally a small trad area but there are also some nice boulders. Jafet and me brushed this bloc last summer and took a cool session, the surrounding isnt like your typical icelandic surrounding, there are tall trees and plenty of vegetation and the boulder it self is even quite high. The boulder got named the swan and is about F6b. More info on klifur.is.

 

Hnappavellir.Miðskjól from Valdimar björnsson on Vimeo.

Three routes from the camping sector in Hnappavellir. The first one is climbed by siggi and the line is called öræfabúgí, it is a sandbag 5.12a but a very good one at that.. Second runner up is jonni and he does tífolí. Tífólí is a bouldery 5.12b which you can test your self on after a long day of climbing, well, only since its next to your tent 😉 The third route is named tóftin and also all the buisness is about the crux of the route, real nice and tricky! Andri climbed this one last summer.

 

 

climbing with my friends in kjuge sweden

 

Skip to toolbar