Þriðja mót vetrarins

Kjartan klifrar á nýmáluðum veggnum

Þriðja klifurmót vetrarins var haldið í Klifurhúsinu í dag. Mótið var með hefðbundnu sniði, 20 klifurleiðir og tvær klukkustundir, 25 klifurleiðir og ein klukkustund fyrir 12 ára og yngri. Á mótinu voru ný grip sem Klifurhúsið er nýbúið að fá í styrk. Fótfesturnar (skrúfuðu festurnar) hafa eflaust ekki farið fram hjá neinum, neon gul og rauð. Höldurnar voru einnig flottar og yndislega gróf.

Fólk var ánægt með leiðirnar og mótið heppnaðist vel. Mótsstjóri var Eyþór Konráðsson og fékk hann hjálp frá Kristó, Valda og Jósef við að setja upp leiðirnar.

Myndir frá mótinu eru komnar á fésbókina.

12 ára og yngri:
1. Guðmundur Freyr Arnarsson 108 stig
2. Davíð Jónsson 79 stig
3. Sveinn Brynjar 70 stig

1. Ríkey 91 stig
2. Helena Hrund 88 stig
3. Sara Dögg 63 stig

13-15 ára:
1. og 2. Helgi Ólafsson og Hilmar Ómarsson 129 stig
3. Stefán 108 stig

1. Bryndís 77 stig

16 ára og eldri:
1. Kjartan Björnsson 201 stig
2. Andri Már Gunnarsson 187 stig
3. Kjartan Jónsson 183 stig

1. Kristín Martha Hákonardóttir 88 stig
2. Ásrún Mjöll Stefánsdóttir 86 stig
3. Vilborg Hlöðversdóttir 81 stig

Klifur annáll 2010

Hróðmar klifrar Magic Mouse 6cMargt aðdáunarvert hefur gerst í klettaklifri  hér á fróni en einnig voru unnin nokkur klettaklifurafrek fyrir utan landsteinanna. Farið var til El Chorro um jólin 2009 þar sem Jónas Grétar Sigurðsson, Andri Már Ómarsson, Heiðar Þór Jónsson og Eyþór Konráðsson klifruðu allir leiðina Eye of the Storm sem ber gráðuna 7c.  Félagarnir Kristján Þór Björnsson og Hjalti Andrés héldu til Kjugekull í Svíþjóð og klifraði Kristján þar þrautina Lithium 7c+-8a. Í febrúar lögðu Kjartan Björn og Valdimar Björnssynir land undir fót og ílentust í Katalóníu á Spáni. Þar rauðpunktaði Valdimar 8b leiðirnar Photoshot í Margalef og Boui Prou í Siurana. Kjartan rauðpunktaði Anabolicu 8a í Siurana og Trio Ternura í Santa Linia. Auk þess klifraði hann leiðina El Ejaculator, Santa Linya í fyrstu atrennu. Kjartan Jónsson og Egill Örn Sigþórsson rauðpunktuðu Borinator í Ceuse, Fakklandi haustið 2010. Hún er þeirra fyrsta 8a leið. Haustið 2010 hélt Valdimar Björnsson til Danmerkur. Þar setti hann upp leiðir fyrir opið danskt grjótglímumót. Þarnæst hélt hann til Nurnberg, Þýskalandi og klifraði leiðina Plan B sem er 8b og leiðina Respect 8a+. Einnig fór hann Gamba 8a og fór í fyrstu atrennu leiðina The big easy 7c í Pfals.

Á Hnappavöllum sumarið 2010 opnaði Valdimar leiðina Þar sem tæpt er tæpast 5.12b. Einnig vígði hann grjótglímuþrautina Sugar for my honey sem hlaut gráðuna 7c og er staðsett í Þorgilsrétt austur og slíkt svo eina erfiðustu grjótglímuþraut á Íslandi, en henni hefur verið gefin gráðan 8a og nefnist hún Kamarprobbinn . Hún var farin í ofanvaði vegna grýttrar lendingar. Fleira markvert átti sér stað í Örfæfasveitinni en þar sótti Kjartan Björn Björnsson Slátrarann heim og hafði betur. Sigurður Tómas Þórisson fór leiðina Metrosexual 7c. Andri Már rauðpunktaði Tóftina og Frakkinn Adrien Boulon opnaði leiðina Addis Ababa 7c+ í Gimlukletti. Grjótglímuþrautum hefur fjölgað svo um munar á Hnappavöllum og eru þær nú skráðar nær 120 talsins. Hnappavallamaraþon var haldið í þriðja skipti sumarið 2010 og fór allt vel að lokum þó skiptst hafi á skin og skúrir.  Mikil uppbygging var á Tóftinni og eiga hjónin Jón Viðar og Unnur veg og vanda að sæluhúsi fyrir klifrara.

Jafet Bjarkar Björnsson gaf út leiðarvísinn Jósepsdalur Boulder árið 2009 og Reykjanes Boulder árið 2010. Hann hefur ennfremur haldið úti vefsíðunni www.klifur.is með miklum sóma og á heiður skilinn.

Byrjað var að stunda grjótglímu í Vaðalfjöllum sumarið 2009 og hefur fjöldi grjótglímuþrauta vaxið mikið þar vestra sumarið 2010.

Ásrún Mjöll Stefánsdóttir

Stórgrýti við Gígjökul

Mikil skriða varð við Gígjökul þegar vatn braust niður úr Eyjafjallajökli eftir að eldgosið hófst. Úr skriðunni komu margir tröllvaxnir steinar og voru klifrarar mjög spenntir yfir að fara að skoða þá og sjá hvort þeir væru klifurhæfir.

Félagarnir Valdimar Björnsson og Benjamin Mokry skruppu fyrir skömmu suður og skoðuðu steinana. Steinarnir eru stórir og mikilfenglegir en þeir henta ekki vel til klettaklifurs. “Hjá steinunum er fullkomin lending, alveg slétt og ekki stórgrýtt” sagði Valdi. “Bergið var hins vegar svolítil vonbrigði, laust í sér og auðvelt að brjóta höldurnar úr því, ekki ósvipað berginu í steinunum í Stóruskriðu við Dyrfjöll á austurlandi”. Aðkoman að svæðinu var góð og mjög gaman að skoða svæðið þó svo að ekki hafi verið mikið klifrað. Félagarnir vara þó við kviksyndum á svæðinu og voru því heldur fengnir að frost var í jörðu.

Gígjökull er einn af tveimur skriðjöklum sem falla úr Eyjafjallajökli og skríða þeir norður í Þórsmörkina. Hinn skriðjökullinn heitir Steinholtsjökull.

 

Annað klifurmót vetrarins í KH

Annað klifurmótið af fjórum var haldið í Klifurhúsinu um helgina. Búið var að hreinsa gripin af öllum veggjum og setja upp nýjar fyrsta flokks leiðir fyrir mótið. Leiðirnar í ár voru skemmtilegar og margar hverjar erfiðar. Leiðirnar voru settar upp af Eyþór, Kristó og Valda.

 

Eins og flestir vita er búið að skipa nýja stjórn í Klifurhúsinu og var gaman að sjá nýtt skipulag á geymslum, lager og búri. Einnig er einn veggurinn ný málaður og flottur.

Sjá myndir.

Úrslit mótsins eru eftirfarandi:

Stelpur 16 ára og eldri
Vilborg 1.sæti
Kristín Martha 2.sæti
Ásrún 3.sæti
Strákar 13-15 ára
Hilmar Ómarsson 1.sæti
Helgi Ólafsson 2.sæti
Sigurður Örn 3.sæti
Stelpur 13-15 ára
Bryndís 1.sæti
Strákar 12 ára og yngri
Sveinn Brynjar 1.sæti
Guðmundur Freyr 2.sæti
Davíð Arnar 3.sæti
Stelpur 12 ára og yngri
Ríkey Magnúsdóttir 1.sæti
Helena 2.sæti
Hekla 3.sæti

Strákar 16 ára og eldri
Kjartan Björnsson 1.sæti
Kjartan Jónsson 2.sæti
Andri Már Ómarsson 3.sæti

Stelpur 16 ára og eldri
Vilborg 1.sæti
Kristín Martha 2.sæti
Ásrún 3.sæti

Strákar 13-15 ára
Hilmar Ómarsson 1.sæti
Helgi Ólafsson 2.sæti
Sigurður Örn 3.sæti

Stelpur 13-15 ára
Bryndís 1.sæti

Strákar 12 ára og yngri
Sveinn Brynjar 1.sæti
Guðmundur Freyr 2.sæti
Davíð Arnar 3.sæti

Stelpur 12 ára og yngri
Ríkey Magnúsdóttir 1.sæti
Helena 2.sæti
Hekla 3.sæti

Byrja sitjandi og svo þokkalega löng hreyfing upp á brún. Þarf svo að mjaka sér upp á steininn. Toppar í endann. Skýrð eftir frægum orðum Bubba, “Váááá, B-O-B-A, BOMBAAAA”

Crag Háibjalli
Sector Litli Bjalli
Type Boulder
Skip to toolbar