Turninn 5a 5.5

Leið sem áður var highball en hefur nú verið boltuð af feðginunum Dodda og Sylvíu (10 ára), sem leidd leiðina fyrst. Prýðileg leið með einu áberandi krúxi við þriðja bolta. Hér gildir að stíga hátt. Tveir sigboltar í toppi en það er auðvelt að nálgast þá að ofan til að setja ofanvað eða hreinsa.

Crag Akranes
Sector Norðursvæði
Type sport

Leiðarvísar

Hnappavellir Boulder

Hnappavellir BoulderHnappavellir er stærsta klifursvæði á Íslandi og þar er tonn af klifurleiðum. Í þessum leiðarvísi eru 140 klifurleiðir á Hnappavallahömrum og í Salthöfða. Flott kort og góðar leiðarlísingar koma þér örugglega á svæðið og svo eru steinar og svæði merkt vel þannig að þú fáir að klifra flottustu boulder vandamál með sem minnstum fyrirvara.

Myndir í leiðarvísinum eru í lit og lífið hefur aldrei verið betra. Og auðvitað er leiðarvísirinn bæði á íslensku og ensku.

 

Eftir: Jafet Bjarkar Björnsson
Útgáfuár: 2013
Klifursvæði: Hnappavellir
Tegund klifurs: Boulder
Sölustaðir: Klifurhúsið

Reykjanes Boulder

ForsíðaÍ Reykjanes Boulder eru tekin fyrir þrjú klifursvæði á Reykjanesinu og Öskjuhlíðina í Reykjavík. Svæðin eru öll í minni kantinum en engu að síður skemmtileg í klifri og falleg og þar að auki nálægt höfuðborginni. Í Öskjuhlíðinni stíga margir fyrstu skrefin sín í grjótglímu og er þá gott að hafa leiðarvísinn við höndina.   Í Reykjanes Boulder eru skráðar 108 grjótglímuleiðir sem eru frá 5a til 7c.

Eftir: Jafet Bjarkar Björnsson
Útgáfuár: 2010
Klifursvæði: Gálgaklettar, Hörzl, Valbjargargjá, Öskjuhlíð
Tegund klifurs: Boulder
Sölustaðir: Klifurhúsið

Jósepsdalur Boulder

Jósepsdalur front pageSnemma á þessari öld var byrjað að klifra í Einstæðingi í Jósepsdal. Sumarið 2007 fóru klifrarar að klifra í steinunum í brekkunni og leyndist þar fjöldinn allur af háklassa grjótglímuþrautum. Nú hafa hátt í 100 þrautir verið klifraðar á svæðinu sem er orðið stærsta grjótglímusvæðið á suðvestur-horninu.

Eftir: Jafet Bjarkar Björnsson
Útgáfuár: 2009
Klifursvæði: Jósepsdalur
Tegund klifurs: Boulder
Sölustaðir: Klifurhúsið

Hnappavallahamrar Klifurhandbók

Leiðarvísirinn er uppfullur af fróðleik um þetta stærsta klifursvæði Íslands. Í hann eru skráðar allar kletta-, ís- og dótaklifurleiðir sem klifraðar hafa verið á Völlunum. Einnig eru þar að finna þó nokkrar grjótglímuþrautir.

Eftir: Jón Viðar Sigurðsson og Stefán Steinar Smárason
Útgáfuár: 2008
Klifursvæði: Hnappavellir
Tegund klifurs: Sportklifur og dótaklifur
Sölustaðir: Klifurhúsið

PDF:

Þetta er probbinn sem er hægri heginn við tóftina sem er milli þorgilsrétt austri & vestur. Byrja í sprúngu takinu vinstra meginn, upp og top out til hægri.Veggurinn er áberandi sléttur!

Crag Hnappavellir
Sector Þorgeirsrétt
Stone 6
Type Boulder

Kamarprobbinn 8b+ 5.14a

Fyrst farin af Valdimari Björnssyni í top rope, júní 2010, þá hugsuð sem grjótglímuþraut með línu sem öryggi, til að rúlla ekki niður brekkuna eftir hátt fall. Leiðin fékk grjótglímugráðuna 7C+

Sumarið 2015 skellti Valdi boltum í leiðina, með það fyrir augum að breyta leiðinni úr grjótglímu þraut í stutta og mjög erfiða sportklifurleið.

Sumarið 2016 var hópur af sterkum frökkum sem komu í klifurferð til landsins. Í hópnum var Géróme Pouvreu, sem fór m.a. frumferðina af Lundanum. Valdi kvatti hann til að prófa kamarprobbann. Það tókst og gaf hann leiðinni gráðuna 8b+ eða 5.14a. Kamarprobbinn er því fyrsta íslenska leiðin til að fá gráðu af 5.14 bilinu og þar með erfiðasta klifurleið á Íslandi.

Crag Hnappavellir
Sector Miðskjól
Type sport
Skip to toolbar