Baunagrasið 5c 5.7

Leið 21
15m
Byrjað er á því að vippa sér upp á frístandandi steininn. Þaðan er hliðrað aðeins til hægri út á vegginn og síðan beint upp. Hægra megin við leiðina er gríðarstór laus flaga. Passa þarf að villast ekki þangað út og gæta þarf að því að tryggjari og aðrir standi ekki undir flögunni.

Jón Viðar Sigurðson og Stefán S. Smárason, 2012

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Crag Hnappavellir
Sector Vatnsból
Type sport

Þyrnirós 6a+ 5.9

Leið 21 – vinstri (ekki númeruð á mynd)
15m
Daginn sem leiðin var boltuð bárust fréttir um að mannanafnanefnd hefði samþykkt nafnið Þyrnirós. Lögleg leið með löglegt nafn. Það er löglegt að stíga með hægri fæti út á frístandandi bjargið í upphafi leiðar. Gætið að því að villast ekki of langt til hægri í miðri leið. Þar er losaralegt berg.

Jón Viðar Sigurðsson, 2013

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Crag Hnappavellir
Sector Vatnsból
Type sport

Pabbi, kúkur! 6b+ 5.10c

Leið 11

Pabbi, kúkur!  5.10b/c  19m

Er í skemmtilegu bergi mitt á milli Saltstönguls og Myrkrahöfðingja. Pabbinn var rúmlega hálfnaður í fyrstu leiðslu þegar hann fær viðkomandi skilaboð afkvæmis út um bílglugga. Restin var klifruð með hraði.

Stefán Steinar Smárason, 2008

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Crag Hnappavellir
Sector Salthöfðanef
Type sport

Fimmtán menn á dauðs manns kistu 7a 5.11b

Leið 1

10m

Hjalti Rafn Guðmundsson, 2009

Hér skiptir máli hversu stór klifrarinn er og sömuleiðis hversu lengi er staðið á góðum festum á meðan þuklað er eftir næsta góða taki. Þessi lýsing á einnig við um hina sjóræningjaleiðina, Hó hæ hó og rommflaska með. Báðar leiðirnar notast við sama akkeri þegar þetta er ritað en til stendur að setja upp nýtt akkeri fyrir Fimmtán menn.

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Crag Hnappavellir
Sector Salthöfðanef
Type sport
Skip to toolbar