Hnappavellir

Hnappavellir er það klifursvæði þar sem margir af bestu klifrurum þjóðarinnar eru aldir upp. Þar er að finna yfir 100 sportklifurleiðir, slatta af dótaklifurleiðum og fleiri hundruð grjótglímuþrautir. Meðal þessa leiða er Ópus 5.13d en hún er erfiðasta leið á Íslandi.

Á tjaldsvæðinu eru bekkir, grill og kamar. Sótt er vatn úr læknum sem er skammt frá tjaldsvæðinu en á vorin getur hún verið gruggug vegna leysinga. Athugið að ekki á að keyra lengra inn á svæðið en að tjaldsvæðinu.

Topos

Sjá meira um leiðarvísana.

Directions

Keyrt er í austurátt frá bænum (í átt að Hveragerði) og ekið á þjóðvegi 1 í ca. 4 tíma. Þegar komið er að Skaftafelli eru aðeins 20 mín eftir og er Fagurhólsmýri síðasti staðurinn sem farið er framhjá þegar keyrt er austur. Hnappavellir er nafn á bóndabæ sem er vinstra meginn við veginn, Beygt er niður á klifursvæðið til hægri, ómerktan veg, en þar er skilti sem vísar til vinstri merkt með HNAPPAVELLIR II. Þessi malarvegur er keyrður í smá stund og síðan er tekin 90° hægri beygja inn að hömrunum. Það þarf að fara yfir smá læk sem er fær fyrir flesta bíla og er keyrt vinstramegin yfir vaðið. Velkomin á Hnappavelli!

Map

Video

Leave a Reply

Skip to toolbar