Setja inn myndband með klifurleið

Það er mjög flott að geta skoðað klifurleið og séð myndband af klifurleiðinni klifraðri á sama stað. Felst myndböndin eru samt þannig að það eru klifraðar nokkrar leiðir í hverju myndbandi. Þannig að til að sjá klifurleiðina klifraða þarf að fara í myndbandið og leita af staðnum þar sem leiðin er klifruð, sem er smá vesen. Það er samt til “næstum” fullkomin lausn við þessum vanda.

Þegar við setjum inn myndband finnum við “embed” kóðann með því að fara í Share -> Embed. Við fáum þá kóðann sem lýtur út einhvern vegin svona:

Continue reading

Uppfærsla – Klifur.is 6.1

Þá hefur síðan verið uppfærð. Það helsta í þessari uppfærslu er að bæst hefur við einn möguleiki þegar sett er inn nýja leið. Það er “Stone” þar sem er hægt að setja númer steins ef steinar hafa verið númeraðir á svæðinu. Þetta á t.d mjög vel við í Jósepsdal og á Hnappavöllum þar sem það getur verið mjög erfitt að finna rétta steininn í Jósepsdal og á Hnappavöllum geta sectorar verið mjög stórir. Þegar klikkað er á eina leið munið þið svo sjá allar aðrar leiðir sem eru skráðar á sama stein eða sector.

Önnur stór uppfærsla er í “Problems” síðunni þar sem nokkrir valmöguleikar hefur verið bætt við til að gera það auðveldara að finna réttu leiðina. Og það er hægt að velja “thumbnail view”. OMG hvað það er svalt.

Þetta er held ég skref í rétta átt með þessa síðu. UP NEXT: Graphs, favourites, finished… Spennandi.

Orgelpípurnar 5.10a

Leið 3, 5.10a, 90m ***

Fyrsta leiðin sem klifruð var í Fallastakkanöf klifruð fyrst í maí 1985, af Doug Scott og Snævarri Guðmundssyni.

Leiðin er þrjár spannir sem eru 5.10, 5.10 og 5.9. og hafa þessar 5.10ur gjarnan verið nefndar erfiðistu 5.10ur á landsins (einhverjar sögur herma víst að evrópumanninum þykir gráðan nær 5.11c).

Þegar leiðin var klifruð var hún erfiðasta klifurleið á Íslandi, og sumir vilja meina að Orgelpípurnar séu með betri klettaklifurleiðum landsins.

Leiðinni er lýst ítarlega í ársritum ÍSALP frá 1986 og 1988.

Crag Fallastakkanöf
Type trad

Klifur.is opnar á ný

klifurisJæja, þá er Klifur.is loksins komin upp aftur. Síðan hefur verið byggð alveg frá grunni og er hún núna betri, hraðari og öruggari en áður. Eins og þið sjáið hefur Klifur.is fengið nýtt útlit og skipulagið hefur einnig breyst.

Markmiðið með þessari breytingu er að gera síðuna einfaldari en einnig gagnlegri. Auðveldara er að setja inn nýtt efni en áður og hver sem er getur bætt við nýrri klifurleið, myndum, fréttum og fleiru.

Með nýju skipulagi í klifursvæðum og klifurleiðum (Crag og Problems) er hægt að nota Klifur.is sem góðan leiðarvísi fyrir fyrir hvaða klifursvæði sem er á Íslandi. Nú þegar eru komnar yfir 200 klifurleiðir á Klifur.is og á þeim eftir að fjölga hratt á næstu dögum. Langtímamarkmiðið er að á Klifur.is verði skráð hvert einasta klifursvæði og klifurleið á Íslandi. Ef þú veist um eitthvað sem vantar á Klifur.is máttu endilega bæta því við.

Að lokum vil ég þakka Eyþór, Egil, Jonna og Andra klifurhetjum fyrir gott framtak á sunnudaginn þar sem við settum inn 156 klifurleiðir á Klifur.is.

Skip to toolbar