Tag Archives: Leiðarvísir

Nýr leiðarvísir

Fyrsti steinninn var settur niður í dag í nýja Hnappavallaleiðarvísinn sem verið er að vinna í. Leiðarvísirinn er sá þriðji í röðinni af þessari grjótglímu leiðarvísa syrpu og fær hann nafnið “Hnappavellir Boulder”. Leiðarvísirinn verður í sama þema og þeir fyrri, nú með grænt litaþema.

 

Fyrsti steinn í HádegishamriUm 120 klifurleiðir og project hafa verið skráð niður en vonast er til að fjöldi þeirra verði í um 140 – 160 þegar leiðarvísirinn verður gefinn út.  Ekki er vitað með vissu hvenær leiðarvísirinn verður gefinn út, mikil vinna liggur fyrir höndum, en það verður líklegast í lok sumars eða í haust. Þetta verður þá stærsti grjótglímu leiðarvísirinn sem gefinn hefur verið út á Íslandi.

Leiðarvísar

Hnappavellir Boulder

Hnappavellir BoulderHnappavellir er stærsta klifursvæði á Íslandi og þar er tonn af klifurleiðum. Í þessum leiðarvísi eru 140 klifurleiðir á Hnappavallahömrum og í Salthöfða. Flott kort og góðar leiðarlísingar koma þér örugglega á svæðið og svo eru steinar og svæði merkt vel þannig að þú fáir að klifra flottustu boulder vandamál með sem minnstum fyrirvara.

Myndir í leiðarvísinum eru í lit og lífið hefur aldrei verið betra. Og auðvitað er leiðarvísirinn bæði á íslensku og ensku.

 

Eftir: Jafet Bjarkar Björnsson
Útgáfuár: 2013
Klifursvæði: Hnappavellir
Tegund klifurs: Boulder
Sölustaðir: Klifurhúsið

Reykjanes Boulder

ForsíðaÍ Reykjanes Boulder eru tekin fyrir þrjú klifursvæði á Reykjanesinu og Öskjuhlíðina í Reykjavík. Svæðin eru öll í minni kantinum en engu að síður skemmtileg í klifri og falleg og þar að auki nálægt höfuðborginni. Í Öskjuhlíðinni stíga margir fyrstu skrefin sín í grjótglímu og er þá gott að hafa leiðarvísinn við höndina.   Í Reykjanes Boulder eru skráðar 108 grjótglímuleiðir sem eru frá 5a til 7c.

Eftir: Jafet Bjarkar Björnsson
Útgáfuár: 2010
Klifursvæði: Gálgaklettar, Hörzl, Valbjargargjá, Öskjuhlíð
Tegund klifurs: Boulder
Sölustaðir: Klifurhúsið

Jósepsdalur Boulder

Jósepsdalur front pageSnemma á þessari öld var byrjað að klifra í Einstæðingi í Jósepsdal. Sumarið 2007 fóru klifrarar að klifra í steinunum í brekkunni og leyndist þar fjöldinn allur af háklassa grjótglímuþrautum. Nú hafa hátt í 100 þrautir verið klifraðar á svæðinu sem er orðið stærsta grjótglímusvæðið á suðvestur-horninu.

Eftir: Jafet Bjarkar Björnsson
Útgáfuár: 2009
Klifursvæði: Jósepsdalur
Tegund klifurs: Boulder
Sölustaðir: Klifurhúsið

Hnappavallahamrar Klifurhandbók

Leiðarvísirinn er uppfullur af fróðleik um þetta stærsta klifursvæði Íslands. Í hann eru skráðar allar kletta-, ís- og dótaklifurleiðir sem klifraðar hafa verið á Völlunum. Einnig eru þar að finna þó nokkrar grjótglímuþrautir.

Eftir: Jón Viðar Sigurðsson og Stefán Steinar Smárason
Útgáfuár: 2008
Klifursvæði: Hnappavellir
Tegund klifurs: Sportklifur og dótaklifur
Sölustaðir: Klifurhúsið

PDF:

Nýr og betri Valshamar

Jósef klifrar í ValshamriNýr leiðarvísir er kominn á netið. Leiðarvísirinn er af Valshamri í Eilífsdal og voru það Sigurður, Skarphéðinn og Björgvin sem áttu þetta framtak. Leiðarvísirinn var gefinn út í fyrra í ársriti Ísalp.

Nokkrar nýjar leiðir hafa bæst við síðustu ár og er nú fjöldi leiða í hamrinum 25 talsins. Flestar leiðirnar eru boltaðar og eru frá 5.4 upp í 5.11+.

Hægt er að sækja leiðarvísinn hér.

 

Nýir leiðarvísar

Leiðarvísar hafa verið gerðir af Skinnhúfuklettum og Pöstinni. Hægt er að sækja þá hér á Klifur.is.

Klifursvæðin eru bæði sportklifursvæði.

Einnig er rétt að benda á Leiðir flipann á síðunni. Þar getur þú sett inn klifurleiðir sem þú veist um. Ef klifursvæði vantar inn sendið þá upplýsingar um það á klifur@klifur.is.

Skip to toolbar