Annað skiptið sem ég klifra á Hnappavöllum og veðrið klikkaði auðvitað ekki! Ég, Eyþór og Andri fórum saman í bíl á föstudagskvöldið. Við héldum okkur vel vakandi á leiðinni og mættum eldhressir á svæðið kl 02:00 um nóttina og af því að við erum svo umhiggjusamir vöktum við Rakel og Kjarra (sofandi inní bíl) svo að þaug gætu tjaldað tjaldinu sínu.
Allir vöknuðu kl 9 um morguninn og voru hæst ánægð með það. Sérstaklega Rakel og Kjarri. Við smelltum í okkur smá morgunmat og byrjuðum að klifra!
Kristó, Lóa og Ásrún komu síðan um miðjan dag og þá byrjuðu kraftaverkin! Kristó, Andri, Eyþór og Valdi fóru að bouldera á meðan ég og stelpurnar klifruðum einhvað örlítið erfiðara í línu. Er ekki með á hreinu hversu erfitt allir fóru en eitt er víst að allir skemtu sér vel enda veðrið geðveikt alla helgina!
Við fórum síðan heim á sunnudaginn dauðþreitt og skildum meirihlutann af puttaskinninu okkar eftir.
Ein mynd segir meira en þúsund orð þannig að ég hef þetta ekki lengra að sinni.
Adios Amigos!
Skátaland hefur fengið umboð fyrir Trubeu Auto belay. Þessi græja er sjálfvirkur tryggjari sem tryggir klifrara og slakar honum niður ef hann vill fara niður. Græjan stillir sig sjálf eftir þyngd (10-150 kg) og er alltaf tilbúin.