Búahamrar

Í Búhömrum er eitthvað að finna af sportklifri og grjótglímu. Þar eru sportklifurleiðirnar Rauði turninn og Svarti turninn sem er fjölspanna klifurleið.

Bergið getur verið svolítið laust í sér þannig að það er æskilegt, sérstaklega fyrir tryggjara að vera með hjálm.

Directions

Búhamrarnir eru langir og klifursvæðin eru eiginlega á tveimur stöðum og er um 1 km. á milli þeirra. Annað svæðið er gott að komast að með því að keyra inn á bílaplanið þar sem fólkið leggur til að ganga upp á fjallið. Þegar komið er inn á planið er farið strax til vinstri á malarveg og er sá vegur keyrður til enda. Þaðan er gengið beint upp í fjallið og að klettunum.

Til að komast að hinu svæðinu er ekið aðeins lengra og beygt inn hjá bóndabæ sem heitir Stekkur. Kayrið eins langt og þið komist að klettunum og gangið rest.

Map

Leave a Reply

Skip to toolbar